Giftist almúgamanni og missti um leið konunglega tign sína Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 07:40 Mako og Kei Komuro ræða við blaðamenn á fundi á hóteli í Tókýó fyrr í dag. AP Mako Japansprinsessa giftist í dag æskuástinni sinni, Kei Komuro, og missti þá um leið konunglega tign sína. Samkvæmt japönskum lögum afsala konur úr keisarafjölskyldu landsins konunglegri tign, ákveði þær að giftast „almúgamanni“. Hið sama á þó ekki við um karlkyns meðlimi japönsku keisarafjölskyldunnar. Hin þrítuga Mako er dóttir Fumihito, krónprins Japans og bróður Naruhito keisara, og Kiko prinsessu. Mako ákvað jafnframt að sleppa öllum þeim siðum sem vanalega eru viðhafðir í konunglegum brúðkaupum og þá afþakkaði hún eingreiðslu sem keisarahöllinn býður konum úr keisarafjölskyldunni sem afsala sér konunglegri tign með því að giftast almúgamanni. Mako er fyrsti kvenkyns meðlimur japönsku keisarafjölskyldunnar sem gerir hvort tveggja. Búist er við að hjónakornin flytjist búferlum til Bandaríkjanna þar sem Komuro starfar sem lögmaður. „Harry og Meghan Japans“ Japanskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með sambandi þeirra Mako og Komuro og hafa margir líkt málinu við vendingarnar í kringum Harry Bretaprins og Meghan Markle og hjónaband þeirra og þá sér í lagi ákvörðun Harrys að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og flytjast til Norður-Ameríku. Kastljósi fjölmiðla hefur meðal annars beinst að hárgreiðslu Komuro sem var sérstaklega gagnrýndur fyrir að vera með hárið í tagli þegar hann sneri aftur til Japans. Telja margir að slíkt sé ekki samboðið manni sem hyggst ganga að eiga prinsessu. Mako veifar til ljósmyndara þegar hún yfirgefur Akasakahöll í Tókýó fyrr í dag.AP Á fréttamannafundi fyrr í dag baðst Mako afsökunar á því er hjónaband hennar hafi valdið öðrum vandræðum. Hún sé þakklát þeim sem hafi stutt við bakið á henni og eiginmanni sínum. „Fyrir mig, þá er Kei óbætanlegur. Hjónaband var nauðsynlegt val fyrir okkur,“ sagði Mako. Kei bætti því við að hann elskaði Mako og vildi verja lífinu með henni. Trúlofuðust 2017 BBC segir frá því að Mako prinsessa hafi yfirgefið íbúð sína í höfuðborginni Tókýó klukkan tíu að staðartíma í morgun til að ganga að eiga Komuro. Hún hafi hneigt sig fyrir foreldrum sínum og faðmað yngri systur sína áður en hún hvarf á braut. Þau Mako og Komuro trúlofuðust árið 2017 og upphaflega stóð til að þau myndu ganga í hjónaband ári síðar. Brúðkaupinu var hins vegar frestað vegna fullyrðinga um að móðir Komuro ætti í fjárhagsvandræðum og hafi ekki endurgreitt fyrrverandi unnusta lán sem hún hafi fengið hjá honum. Keistarahöllin hafnaði því að frestun brúðkaupsins mætti rekja til þess máls, en Fumihito krónprins sagði þó að mikilvægt væri að ganga frá lausum endum varðandi fjármál, áður en þau Mako og Komuro gengu í hjónaband. Japan Kóngafólk Ástin og lífið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hin þrítuga Mako er dóttir Fumihito, krónprins Japans og bróður Naruhito keisara, og Kiko prinsessu. Mako ákvað jafnframt að sleppa öllum þeim siðum sem vanalega eru viðhafðir í konunglegum brúðkaupum og þá afþakkaði hún eingreiðslu sem keisarahöllinn býður konum úr keisarafjölskyldunni sem afsala sér konunglegri tign með því að giftast almúgamanni. Mako er fyrsti kvenkyns meðlimur japönsku keisarafjölskyldunnar sem gerir hvort tveggja. Búist er við að hjónakornin flytjist búferlum til Bandaríkjanna þar sem Komuro starfar sem lögmaður. „Harry og Meghan Japans“ Japanskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með sambandi þeirra Mako og Komuro og hafa margir líkt málinu við vendingarnar í kringum Harry Bretaprins og Meghan Markle og hjónaband þeirra og þá sér í lagi ákvörðun Harrys að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og flytjast til Norður-Ameríku. Kastljósi fjölmiðla hefur meðal annars beinst að hárgreiðslu Komuro sem var sérstaklega gagnrýndur fyrir að vera með hárið í tagli þegar hann sneri aftur til Japans. Telja margir að slíkt sé ekki samboðið manni sem hyggst ganga að eiga prinsessu. Mako veifar til ljósmyndara þegar hún yfirgefur Akasakahöll í Tókýó fyrr í dag.AP Á fréttamannafundi fyrr í dag baðst Mako afsökunar á því er hjónaband hennar hafi valdið öðrum vandræðum. Hún sé þakklát þeim sem hafi stutt við bakið á henni og eiginmanni sínum. „Fyrir mig, þá er Kei óbætanlegur. Hjónaband var nauðsynlegt val fyrir okkur,“ sagði Mako. Kei bætti því við að hann elskaði Mako og vildi verja lífinu með henni. Trúlofuðust 2017 BBC segir frá því að Mako prinsessa hafi yfirgefið íbúð sína í höfuðborginni Tókýó klukkan tíu að staðartíma í morgun til að ganga að eiga Komuro. Hún hafi hneigt sig fyrir foreldrum sínum og faðmað yngri systur sína áður en hún hvarf á braut. Þau Mako og Komuro trúlofuðust árið 2017 og upphaflega stóð til að þau myndu ganga í hjónaband ári síðar. Brúðkaupinu var hins vegar frestað vegna fullyrðinga um að móðir Komuro ætti í fjárhagsvandræðum og hafi ekki endurgreitt fyrrverandi unnusta lán sem hún hafi fengið hjá honum. Keistarahöllin hafnaði því að frestun brúðkaupsins mætti rekja til þess máls, en Fumihito krónprins sagði þó að mikilvægt væri að ganga frá lausum endum varðandi fjármál, áður en þau Mako og Komuro gengu í hjónaband.
Japan Kóngafólk Ástin og lífið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira