Giftist almúgamanni og missti um leið konunglega tign sína Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 07:40 Mako og Kei Komuro ræða við blaðamenn á fundi á hóteli í Tókýó fyrr í dag. AP Mako Japansprinsessa giftist í dag æskuástinni sinni, Kei Komuro, og missti þá um leið konunglega tign sína. Samkvæmt japönskum lögum afsala konur úr keisarafjölskyldu landsins konunglegri tign, ákveði þær að giftast „almúgamanni“. Hið sama á þó ekki við um karlkyns meðlimi japönsku keisarafjölskyldunnar. Hin þrítuga Mako er dóttir Fumihito, krónprins Japans og bróður Naruhito keisara, og Kiko prinsessu. Mako ákvað jafnframt að sleppa öllum þeim siðum sem vanalega eru viðhafðir í konunglegum brúðkaupum og þá afþakkaði hún eingreiðslu sem keisarahöllinn býður konum úr keisarafjölskyldunni sem afsala sér konunglegri tign með því að giftast almúgamanni. Mako er fyrsti kvenkyns meðlimur japönsku keisarafjölskyldunnar sem gerir hvort tveggja. Búist er við að hjónakornin flytjist búferlum til Bandaríkjanna þar sem Komuro starfar sem lögmaður. „Harry og Meghan Japans“ Japanskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með sambandi þeirra Mako og Komuro og hafa margir líkt málinu við vendingarnar í kringum Harry Bretaprins og Meghan Markle og hjónaband þeirra og þá sér í lagi ákvörðun Harrys að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og flytjast til Norður-Ameríku. Kastljósi fjölmiðla hefur meðal annars beinst að hárgreiðslu Komuro sem var sérstaklega gagnrýndur fyrir að vera með hárið í tagli þegar hann sneri aftur til Japans. Telja margir að slíkt sé ekki samboðið manni sem hyggst ganga að eiga prinsessu. Mako veifar til ljósmyndara þegar hún yfirgefur Akasakahöll í Tókýó fyrr í dag.AP Á fréttamannafundi fyrr í dag baðst Mako afsökunar á því er hjónaband hennar hafi valdið öðrum vandræðum. Hún sé þakklát þeim sem hafi stutt við bakið á henni og eiginmanni sínum. „Fyrir mig, þá er Kei óbætanlegur. Hjónaband var nauðsynlegt val fyrir okkur,“ sagði Mako. Kei bætti því við að hann elskaði Mako og vildi verja lífinu með henni. Trúlofuðust 2017 BBC segir frá því að Mako prinsessa hafi yfirgefið íbúð sína í höfuðborginni Tókýó klukkan tíu að staðartíma í morgun til að ganga að eiga Komuro. Hún hafi hneigt sig fyrir foreldrum sínum og faðmað yngri systur sína áður en hún hvarf á braut. Þau Mako og Komuro trúlofuðust árið 2017 og upphaflega stóð til að þau myndu ganga í hjónaband ári síðar. Brúðkaupinu var hins vegar frestað vegna fullyrðinga um að móðir Komuro ætti í fjárhagsvandræðum og hafi ekki endurgreitt fyrrverandi unnusta lán sem hún hafi fengið hjá honum. Keistarahöllin hafnaði því að frestun brúðkaupsins mætti rekja til þess máls, en Fumihito krónprins sagði þó að mikilvægt væri að ganga frá lausum endum varðandi fjármál, áður en þau Mako og Komuro gengu í hjónaband. Japan Kóngafólk Ástin og lífið Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Hin þrítuga Mako er dóttir Fumihito, krónprins Japans og bróður Naruhito keisara, og Kiko prinsessu. Mako ákvað jafnframt að sleppa öllum þeim siðum sem vanalega eru viðhafðir í konunglegum brúðkaupum og þá afþakkaði hún eingreiðslu sem keisarahöllinn býður konum úr keisarafjölskyldunni sem afsala sér konunglegri tign með því að giftast almúgamanni. Mako er fyrsti kvenkyns meðlimur japönsku keisarafjölskyldunnar sem gerir hvort tveggja. Búist er við að hjónakornin flytjist búferlum til Bandaríkjanna þar sem Komuro starfar sem lögmaður. „Harry og Meghan Japans“ Japanskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með sambandi þeirra Mako og Komuro og hafa margir líkt málinu við vendingarnar í kringum Harry Bretaprins og Meghan Markle og hjónaband þeirra og þá sér í lagi ákvörðun Harrys að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og flytjast til Norður-Ameríku. Kastljósi fjölmiðla hefur meðal annars beinst að hárgreiðslu Komuro sem var sérstaklega gagnrýndur fyrir að vera með hárið í tagli þegar hann sneri aftur til Japans. Telja margir að slíkt sé ekki samboðið manni sem hyggst ganga að eiga prinsessu. Mako veifar til ljósmyndara þegar hún yfirgefur Akasakahöll í Tókýó fyrr í dag.AP Á fréttamannafundi fyrr í dag baðst Mako afsökunar á því er hjónaband hennar hafi valdið öðrum vandræðum. Hún sé þakklát þeim sem hafi stutt við bakið á henni og eiginmanni sínum. „Fyrir mig, þá er Kei óbætanlegur. Hjónaband var nauðsynlegt val fyrir okkur,“ sagði Mako. Kei bætti því við að hann elskaði Mako og vildi verja lífinu með henni. Trúlofuðust 2017 BBC segir frá því að Mako prinsessa hafi yfirgefið íbúð sína í höfuðborginni Tókýó klukkan tíu að staðartíma í morgun til að ganga að eiga Komuro. Hún hafi hneigt sig fyrir foreldrum sínum og faðmað yngri systur sína áður en hún hvarf á braut. Þau Mako og Komuro trúlofuðust árið 2017 og upphaflega stóð til að þau myndu ganga í hjónaband ári síðar. Brúðkaupinu var hins vegar frestað vegna fullyrðinga um að móðir Komuro ætti í fjárhagsvandræðum og hafi ekki endurgreitt fyrrverandi unnusta lán sem hún hafi fengið hjá honum. Keistarahöllin hafnaði því að frestun brúðkaupsins mætti rekja til þess máls, en Fumihito krónprins sagði þó að mikilvægt væri að ganga frá lausum endum varðandi fjármál, áður en þau Mako og Komuro gengu í hjónaband.
Japan Kóngafólk Ástin og lífið Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira