Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 16:13 Paolo Macchiarini starfaði við Karolinska í Stokkhólmi. Vísir/EPA Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. Til viðbótar höfðu þrír fyrrverandi yfirmenn skurðlækninga við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi verið látnir vita, við rannsókn málsins, að þeir væru grunaðir um að hafa hylmt yfir og hjálpað Macchiarini við ofbeldið. Málið gegn þeim var þó látið falla niður að ákvörðun Mikaels Björk, yfirsaskóknara, í apríl í fyrra. Verjandi Macchiarinis segir í samtali við Dagens Medicin að ljóst sé að auðveldast hafi verið fyrir saksóknara að sækja málið ekki gegn yfirmönnunum. „Það er mjög auðvelt að setja ábyrgðina á herðar læknanna eða hjúkrunarfræðinganna sem koma að aðgeðrinni sjálfri og það þykir mér mjög ámælisvert,“ segir Björn Hurtig, lögmaður Macchiarinis. Sjö af átta sjúklingum dóu í kjölfar ígræðslu Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2010 þegar Macchiarini hóf störf við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Það var á sjúkrahúsinu sem hann í fyrsta sinn í sögunni græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene ári síðar. Beyene var við nám í Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi en að meðferð hans komu tveir íslenskir læknar sem síðar vísuðu honum til meðferðar hjá Macchiarini. Á árunum 2011 til 2014 framkvæmdi Macchiarini átta plastbarkaígræðslur: þrjár við Karolinska og hinar fimm í Rússlandi. Sjö sjúklinganna dóu í kjölfarið vegna ýmissa ástæðna og var sá yngsti þriggja ára þegar hann dó. Málið hefur áður verið til rannsóknar hjá lögrelgunni í Svíþjóð en saksóknarar komust þá að þeirri niðurstöðu að fella skyldi málið gegn skurðlækninum niður. Ekki taldist hægt að sanna, þá, með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Gerðu athugasemdir við aðgerðirnar en sagðir ábyrgir Fljótlega eftir að Macchiarini fór af stað með plastbarkaígræðslurnar vöknuðu ýmsar spurningar um aðferðirnar. Margir sérfræðingar töldu að þær væru of áhættusamar og minnst einn sjúklinganna hafi ekki verið í lífshættu þegar aðgerðin var gerð á honum. Árið 2013 stöðvaði Karolinska aðgerðirnar og var starfssamningur Macchiarinis ekki endurnýjaður. Ári síðar kvörtuðu nokkrir læknar við sjúkrahúsið undan Macchiarini og héldu því fram að hann hafi ekki greint frá öllum hættum sem fælust í aðgerðinni. Þá væri grunur um að ígræðslan hafi verið prófuð á dýrum áður en farið var í að græða plastbarkana í mannfólk. Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Þá voru fleiri sagðir ábyrgir, þar á meðal læknarnir sem höfðu kvartað undan Macchiarini en þeir hafa mótmælt því harðlega, meðal annars í þriðju seríu hlaðvarpsins Dr. Death, sem fjallar um plastbarkamálið. Dæmdur fyrir gagnafals og að hafa misnotað aðstöðu sína Macchiarini var árið 2019 dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu og var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Hann var sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn þegar hann framkvæmdi barkaagerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var hann sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þegar hann starfaði í Flórens. Svíþjóð Plastbarkamálið Heilbrigðismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Til viðbótar höfðu þrír fyrrverandi yfirmenn skurðlækninga við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi verið látnir vita, við rannsókn málsins, að þeir væru grunaðir um að hafa hylmt yfir og hjálpað Macchiarini við ofbeldið. Málið gegn þeim var þó látið falla niður að ákvörðun Mikaels Björk, yfirsaskóknara, í apríl í fyrra. Verjandi Macchiarinis segir í samtali við Dagens Medicin að ljóst sé að auðveldast hafi verið fyrir saksóknara að sækja málið ekki gegn yfirmönnunum. „Það er mjög auðvelt að setja ábyrgðina á herðar læknanna eða hjúkrunarfræðinganna sem koma að aðgeðrinni sjálfri og það þykir mér mjög ámælisvert,“ segir Björn Hurtig, lögmaður Macchiarinis. Sjö af átta sjúklingum dóu í kjölfar ígræðslu Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2010 þegar Macchiarini hóf störf við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Það var á sjúkrahúsinu sem hann í fyrsta sinn í sögunni græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene ári síðar. Beyene var við nám í Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi en að meðferð hans komu tveir íslenskir læknar sem síðar vísuðu honum til meðferðar hjá Macchiarini. Á árunum 2011 til 2014 framkvæmdi Macchiarini átta plastbarkaígræðslur: þrjár við Karolinska og hinar fimm í Rússlandi. Sjö sjúklinganna dóu í kjölfarið vegna ýmissa ástæðna og var sá yngsti þriggja ára þegar hann dó. Málið hefur áður verið til rannsóknar hjá lögrelgunni í Svíþjóð en saksóknarar komust þá að þeirri niðurstöðu að fella skyldi málið gegn skurðlækninum niður. Ekki taldist hægt að sanna, þá, með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Gerðu athugasemdir við aðgerðirnar en sagðir ábyrgir Fljótlega eftir að Macchiarini fór af stað með plastbarkaígræðslurnar vöknuðu ýmsar spurningar um aðferðirnar. Margir sérfræðingar töldu að þær væru of áhættusamar og minnst einn sjúklinganna hafi ekki verið í lífshættu þegar aðgerðin var gerð á honum. Árið 2013 stöðvaði Karolinska aðgerðirnar og var starfssamningur Macchiarinis ekki endurnýjaður. Ári síðar kvörtuðu nokkrir læknar við sjúkrahúsið undan Macchiarini og héldu því fram að hann hafi ekki greint frá öllum hættum sem fælust í aðgerðinni. Þá væri grunur um að ígræðslan hafi verið prófuð á dýrum áður en farið var í að græða plastbarkana í mannfólk. Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Þá voru fleiri sagðir ábyrgir, þar á meðal læknarnir sem höfðu kvartað undan Macchiarini en þeir hafa mótmælt því harðlega, meðal annars í þriðju seríu hlaðvarpsins Dr. Death, sem fjallar um plastbarkamálið. Dæmdur fyrir gagnafals og að hafa misnotað aðstöðu sína Macchiarini var árið 2019 dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu og var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Hann var sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn þegar hann framkvæmdi barkaagerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var hann sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þegar hann starfaði í Flórens.
Svíþjóð Plastbarkamálið Heilbrigðismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira