Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 16:13 Paolo Macchiarini starfaði við Karolinska í Stokkhólmi. Vísir/EPA Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. Til viðbótar höfðu þrír fyrrverandi yfirmenn skurðlækninga við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi verið látnir vita, við rannsókn málsins, að þeir væru grunaðir um að hafa hylmt yfir og hjálpað Macchiarini við ofbeldið. Málið gegn þeim var þó látið falla niður að ákvörðun Mikaels Björk, yfirsaskóknara, í apríl í fyrra. Verjandi Macchiarinis segir í samtali við Dagens Medicin að ljóst sé að auðveldast hafi verið fyrir saksóknara að sækja málið ekki gegn yfirmönnunum. „Það er mjög auðvelt að setja ábyrgðina á herðar læknanna eða hjúkrunarfræðinganna sem koma að aðgeðrinni sjálfri og það þykir mér mjög ámælisvert,“ segir Björn Hurtig, lögmaður Macchiarinis. Sjö af átta sjúklingum dóu í kjölfar ígræðslu Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2010 þegar Macchiarini hóf störf við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Það var á sjúkrahúsinu sem hann í fyrsta sinn í sögunni græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene ári síðar. Beyene var við nám í Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi en að meðferð hans komu tveir íslenskir læknar sem síðar vísuðu honum til meðferðar hjá Macchiarini. Á árunum 2011 til 2014 framkvæmdi Macchiarini átta plastbarkaígræðslur: þrjár við Karolinska og hinar fimm í Rússlandi. Sjö sjúklinganna dóu í kjölfarið vegna ýmissa ástæðna og var sá yngsti þriggja ára þegar hann dó. Málið hefur áður verið til rannsóknar hjá lögrelgunni í Svíþjóð en saksóknarar komust þá að þeirri niðurstöðu að fella skyldi málið gegn skurðlækninum niður. Ekki taldist hægt að sanna, þá, með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Gerðu athugasemdir við aðgerðirnar en sagðir ábyrgir Fljótlega eftir að Macchiarini fór af stað með plastbarkaígræðslurnar vöknuðu ýmsar spurningar um aðferðirnar. Margir sérfræðingar töldu að þær væru of áhættusamar og minnst einn sjúklinganna hafi ekki verið í lífshættu þegar aðgerðin var gerð á honum. Árið 2013 stöðvaði Karolinska aðgerðirnar og var starfssamningur Macchiarinis ekki endurnýjaður. Ári síðar kvörtuðu nokkrir læknar við sjúkrahúsið undan Macchiarini og héldu því fram að hann hafi ekki greint frá öllum hættum sem fælust í aðgerðinni. Þá væri grunur um að ígræðslan hafi verið prófuð á dýrum áður en farið var í að græða plastbarkana í mannfólk. Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Þá voru fleiri sagðir ábyrgir, þar á meðal læknarnir sem höfðu kvartað undan Macchiarini en þeir hafa mótmælt því harðlega, meðal annars í þriðju seríu hlaðvarpsins Dr. Death, sem fjallar um plastbarkamálið. Dæmdur fyrir gagnafals og að hafa misnotað aðstöðu sína Macchiarini var árið 2019 dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu og var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Hann var sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn þegar hann framkvæmdi barkaagerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var hann sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þegar hann starfaði í Flórens. Svíþjóð Plastbarkamálið Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Til viðbótar höfðu þrír fyrrverandi yfirmenn skurðlækninga við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi verið látnir vita, við rannsókn málsins, að þeir væru grunaðir um að hafa hylmt yfir og hjálpað Macchiarini við ofbeldið. Málið gegn þeim var þó látið falla niður að ákvörðun Mikaels Björk, yfirsaskóknara, í apríl í fyrra. Verjandi Macchiarinis segir í samtali við Dagens Medicin að ljóst sé að auðveldast hafi verið fyrir saksóknara að sækja málið ekki gegn yfirmönnunum. „Það er mjög auðvelt að setja ábyrgðina á herðar læknanna eða hjúkrunarfræðinganna sem koma að aðgeðrinni sjálfri og það þykir mér mjög ámælisvert,“ segir Björn Hurtig, lögmaður Macchiarinis. Sjö af átta sjúklingum dóu í kjölfar ígræðslu Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2010 þegar Macchiarini hóf störf við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Það var á sjúkrahúsinu sem hann í fyrsta sinn í sögunni græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene ári síðar. Beyene var við nám í Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi en að meðferð hans komu tveir íslenskir læknar sem síðar vísuðu honum til meðferðar hjá Macchiarini. Á árunum 2011 til 2014 framkvæmdi Macchiarini átta plastbarkaígræðslur: þrjár við Karolinska og hinar fimm í Rússlandi. Sjö sjúklinganna dóu í kjölfarið vegna ýmissa ástæðna og var sá yngsti þriggja ára þegar hann dó. Málið hefur áður verið til rannsóknar hjá lögrelgunni í Svíþjóð en saksóknarar komust þá að þeirri niðurstöðu að fella skyldi málið gegn skurðlækninum niður. Ekki taldist hægt að sanna, þá, með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Gerðu athugasemdir við aðgerðirnar en sagðir ábyrgir Fljótlega eftir að Macchiarini fór af stað með plastbarkaígræðslurnar vöknuðu ýmsar spurningar um aðferðirnar. Margir sérfræðingar töldu að þær væru of áhættusamar og minnst einn sjúklinganna hafi ekki verið í lífshættu þegar aðgerðin var gerð á honum. Árið 2013 stöðvaði Karolinska aðgerðirnar og var starfssamningur Macchiarinis ekki endurnýjaður. Ári síðar kvörtuðu nokkrir læknar við sjúkrahúsið undan Macchiarini og héldu því fram að hann hafi ekki greint frá öllum hættum sem fælust í aðgerðinni. Þá væri grunur um að ígræðslan hafi verið prófuð á dýrum áður en farið var í að græða plastbarkana í mannfólk. Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Þá voru fleiri sagðir ábyrgir, þar á meðal læknarnir sem höfðu kvartað undan Macchiarini en þeir hafa mótmælt því harðlega, meðal annars í þriðju seríu hlaðvarpsins Dr. Death, sem fjallar um plastbarkamálið. Dæmdur fyrir gagnafals og að hafa misnotað aðstöðu sína Macchiarini var árið 2019 dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu og var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Hann var sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn þegar hann framkvæmdi barkaagerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var hann sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þegar hann starfaði í Flórens.
Svíþjóð Plastbarkamálið Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira