Húsnæðisverð hækkaði meira en spár gerðu ráð fyrir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. október 2021 16:22 Vond lykt í Lauganeshverfi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist nú 4,5 prósent. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólgan er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Verðbólgan er í samræmi við spá hagfræðideildar bankans en húsnæðisverð hækkaði þó meira en sérfræðingar áttu von á. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið frá því í febrúar en í október mældist ríflega 15 prósent hækkun á húsnæðisverði á tólf mánaða grundvelli og hefur ekki verið meiri frá því í nóvember 2017. Talið er að verðhækkanir á fasteignamarkaði muni fara minnkandi á næstu mánuðum og gerir hagfræðideild bankans ráð fyrir að íbúðaverð hækki um níu prósent á næsta ári en fjögur til fimm prósent næstu tvö ár þar á eftir. Verðbólga án húsnæðis hefur þó hjaðnað jafnt og þétt á árinu og munar nú 1,5 prósentustigum milli verðbólgumælingar með og án húsnæðis. Ekki hefur verið meiri munur þar á frá því í apríl 2018. Auk hækkunar húsnæðisverðs hafði hækkun á bensíni og olíu, og húsgögnum og heimilisbúnaði, mest áhrif til hækkunar á verðbólgu. Lækkun flugfargjalda til útlanda höfðu mest áhrif til lækkunar. Verðbólga hefur einnig farið vaxandi í helstu viðskiptalöndum Íslands á undanförnum mánuðum en verðhækkanir hafa fyrst og fremst verið knúnar áfram af hækkun hrávöruverðs, orkuverðs og flutningskostnaði. Í Bandaríkjunum mældist verðbólga 5,4 prósent í september og hefur ekki mælst hærri í fimmtán ár. Svipaða sögu má segja á evrusvæðinu þar sem verðbólgan var 3,4 prósent í september og hefur heldur ekki verið jafn mikil í þrettán ár. Verði verðbólga enn há í heimshagkerfinu gæti það leitt til frekari verðbólgu með tilheyrandi kostnaði. Slíkt muni skila sér hingað til Íslands í hærra innflutningsverði og hærri verðbólgu. Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Verðbólgan er í samræmi við spá hagfræðideildar bankans en húsnæðisverð hækkaði þó meira en sérfræðingar áttu von á. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið frá því í febrúar en í október mældist ríflega 15 prósent hækkun á húsnæðisverði á tólf mánaða grundvelli og hefur ekki verið meiri frá því í nóvember 2017. Talið er að verðhækkanir á fasteignamarkaði muni fara minnkandi á næstu mánuðum og gerir hagfræðideild bankans ráð fyrir að íbúðaverð hækki um níu prósent á næsta ári en fjögur til fimm prósent næstu tvö ár þar á eftir. Verðbólga án húsnæðis hefur þó hjaðnað jafnt og þétt á árinu og munar nú 1,5 prósentustigum milli verðbólgumælingar með og án húsnæðis. Ekki hefur verið meiri munur þar á frá því í apríl 2018. Auk hækkunar húsnæðisverðs hafði hækkun á bensíni og olíu, og húsgögnum og heimilisbúnaði, mest áhrif til hækkunar á verðbólgu. Lækkun flugfargjalda til útlanda höfðu mest áhrif til lækkunar. Verðbólga hefur einnig farið vaxandi í helstu viðskiptalöndum Íslands á undanförnum mánuðum en verðhækkanir hafa fyrst og fremst verið knúnar áfram af hækkun hrávöruverðs, orkuverðs og flutningskostnaði. Í Bandaríkjunum mældist verðbólga 5,4 prósent í september og hefur ekki mælst hærri í fimmtán ár. Svipaða sögu má segja á evrusvæðinu þar sem verðbólgan var 3,4 prósent í september og hefur heldur ekki verið jafn mikil í þrettán ár. Verði verðbólga enn há í heimshagkerfinu gæti það leitt til frekari verðbólgu með tilheyrandi kostnaði. Slíkt muni skila sér hingað til Íslands í hærra innflutningsverði og hærri verðbólgu.
Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20
Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04