Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2021 16:50 Landamæraverðir Talibana á ferð í Lashkar Gah í Helmand-héraði. AP/Abdul Khaliq Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. Þurrkar hafa komið verulega niður á uppskeru í landinu og stendur þjóðin frammi fyrir mögulegri hungursneyð og frekari fólksflótta. Því vilja Talibanar koma höndum yfir sjóði Afganistans erlendis. „Þessi peningar eru eiga afgönsku þjóðarinnar. Látið okkur fá okkar eigin peninga,“ sagði talsmaður fjármálaráðuneytis Talibana í viðtali við Reuters. Fréttaveitan hefur einnig eftir að honum að það sé siðferðislega rangt að frysta sjóðina og það brjóti gegn alþjóðalögum og gildum heimsins. Sjá einnig: Aftökur og aflimanir hefjast á ný Shah Mehrabi, sem situr í stjórn Seðlabanka Afganistans, sagði Reuters að veita þyrfti Talibönum aðgang að sjóðunum. Annars hefði það mikil áhrif á Evrópu. Að Afganar myndu hvorki geta fundið sér mat né haft efni á honum. Vestræn ríki hafa ekki viljað viðurkenna ríkisstjórn Talibana formlega en vilja þó koma í veg fyrir að hagkerfi ríkisins hrynji alfarið. Sjá einnig: Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Með brottför Bandaríkjanna og annarra bakhjarla fyrrverandi ríkisstjórnar landsins frá Afganistan sitja Talibanar eftir með mun minni tekjur en áður. Ríkisrekstur Afganistans var að stærstum hluta keyrður áfram á fjárveitingum erlendis frá og þær eru verulega takmarkaðar núna. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Bandaríkin myndu veita Afganistan 144 milljónir dala í neyðaraðstoð vegna ástandsins þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post á sú aðstoð að fara í gegnum óháð hjálparsamtök sem muni styðja afgönsku þjóðina með beinum hætti. þar með taldir væru flóttamenn frá Afganistan í öðrum ríkjum. Mehrabi sagði Reuters þó að Talibanar þyrftu 150 milljónir á mánuði til að koma í veg fyrir neyðarástand í landinu. Án þess muni afganskir innflytjendur ekki geta flutt inn vörur og nauðsynjar. Vill hann sérstaklega að Talibanar fái aðgang að rúmlega fimm hundruð milljónum dala í Þýskalandi og nefndi einnig um 660 milljónir í Sviss. Afganistan Bandaríkin Þýskaland Sviss Tengdar fréttir Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00 Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Þurrkar hafa komið verulega niður á uppskeru í landinu og stendur þjóðin frammi fyrir mögulegri hungursneyð og frekari fólksflótta. Því vilja Talibanar koma höndum yfir sjóði Afganistans erlendis. „Þessi peningar eru eiga afgönsku þjóðarinnar. Látið okkur fá okkar eigin peninga,“ sagði talsmaður fjármálaráðuneytis Talibana í viðtali við Reuters. Fréttaveitan hefur einnig eftir að honum að það sé siðferðislega rangt að frysta sjóðina og það brjóti gegn alþjóðalögum og gildum heimsins. Sjá einnig: Aftökur og aflimanir hefjast á ný Shah Mehrabi, sem situr í stjórn Seðlabanka Afganistans, sagði Reuters að veita þyrfti Talibönum aðgang að sjóðunum. Annars hefði það mikil áhrif á Evrópu. Að Afganar myndu hvorki geta fundið sér mat né haft efni á honum. Vestræn ríki hafa ekki viljað viðurkenna ríkisstjórn Talibana formlega en vilja þó koma í veg fyrir að hagkerfi ríkisins hrynji alfarið. Sjá einnig: Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Með brottför Bandaríkjanna og annarra bakhjarla fyrrverandi ríkisstjórnar landsins frá Afganistan sitja Talibanar eftir með mun minni tekjur en áður. Ríkisrekstur Afganistans var að stærstum hluta keyrður áfram á fjárveitingum erlendis frá og þær eru verulega takmarkaðar núna. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Bandaríkin myndu veita Afganistan 144 milljónir dala í neyðaraðstoð vegna ástandsins þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post á sú aðstoð að fara í gegnum óháð hjálparsamtök sem muni styðja afgönsku þjóðina með beinum hætti. þar með taldir væru flóttamenn frá Afganistan í öðrum ríkjum. Mehrabi sagði Reuters þó að Talibanar þyrftu 150 milljónir á mánuði til að koma í veg fyrir neyðarástand í landinu. Án þess muni afganskir innflytjendur ekki geta flutt inn vörur og nauðsynjar. Vill hann sérstaklega að Talibanar fái aðgang að rúmlega fimm hundruð milljónum dala í Þýskalandi og nefndi einnig um 660 milljónir í Sviss.
Afganistan Bandaríkin Þýskaland Sviss Tengdar fréttir Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00 Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00
Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00
Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00