Icelandair vill að sóttvarnalæknir losi ferðamenn við skyldubundið Covid-próf Snorri Másson skrifar 1. nóvember 2021 22:00 Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair Group. Vísir/Arnar Talsmaður Icelandair kallar eftir því að ferðamönnum hætti að vera gert að sýna fram á neikvætt Covid-próf við komu til landsins, eins og gildir víðast hvar á Norðurlöndunum. Sóttvarnalæknir er með tillögur í smíðum að breytingum á landamærunum. Sóttvarnalæknir hefur gefið út að hann vinni nú að tillögum um framhald sóttvarnaráðstafana á landamærunum, en gildandi reglur renna út í lok viku. Þær kveða á um að bólusettir ferðamenn þurfi að sýna fram á neikvætt Covid-próf fyrir komuna til landsins. Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair Group segir að ákjósanlegast væri að afnema skylduna um neikvætt Covid-próf. „Á landamærunum skiptir okkur og ferðaþjónustuna máli að við séum reglur svipaðar þeim sem eru í löndunum í kringum okkur. Mikið harðari reglur hafa því miður áhrif á eftirspurn til Íslands,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Rætt er við Birnu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Bylting handan við hornið í Ameríkuflugi „Við viljum auðvitað að það sé verið að hugsa um hvort tveggja, hagsmuni ferðaþjónustunnar, íslensks þjóðarhags og ekki síður sóttvarna. En ef við horfum til dæmis á Norðurlöndin og sjáum að þar er svipað bólusetningarhlutfall og á Íslandi. Og þar er ekki verið að gera kröfu á bólusetta að fara í próf áður en þeir heimsækja þau lönd. Það virðist alveg vera að fólk treystir sér til að hafa reglurnar svona,“ segir Birna. Frá því í sumar hafa Bandaríkjamenn mátt fljúga til Íslands en ekki öfugt. Frá og með 8. nóvember tekur gildi breyting sem heimilar bólusettum ferðalöngum að fljúga frá Evrópu til Bandaríkjanna. Þetta er meiri háttar breyting fyrir flugfélagið, því að þetta er svo að segja týndi helmingurinn úr rekstri þess. „Breytingin er í rauninni alveg stórkostleg,“ segir Birna. „Áður en Covid skall á var um 50% af okkar viðskiptavinum að ferðast yfir hafið með stoppi í Keflavík, annaðhvort frá Bandaríkjunum til Evrópu eða öfugt. Þetta gerði okkur kleift að hafa leiðakerfið eins stórt og raun bar vitni. Svo þurftum við auðvitað að hætta eiginlega allri þessari þjónustu og nú getum við farið að bjóða aftur upp á alla þessa áfangastaði og þessa miklu tíðni sem við höfðum áður en Bandaríkin lokuðu.“ Icelandair birti nýverið uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung þar sem félagið skilaði hagnaði í fyrsta sinn í tvö ár. Birna kveðst spennt fyrir því að umræðan um flug almennt hætti að einkennast fyrst og fremst af skorti og það komi aftur kraftur í greinina. „Já, ég væri til í að geta ekki hringt í hvern einasta viðskiptavin sem kaupir farmiða og það er svolítið að fara að þróast þannig núna,“ segir Birna. Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair hefur fraktflug milli Ítalíu og Bandaríkjanna Icelandair Cargo hefur í dag fraktflutningar milli Mílanó á Ítalíu og New York í Bandaríkjunum. Fram að áramótum hið minnsta verður flogið þrisvar í viku. 1. nóvember 2021 17:49 Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið. 20. október 2021 19:09 Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur gefið út að hann vinni nú að tillögum um framhald sóttvarnaráðstafana á landamærunum, en gildandi reglur renna út í lok viku. Þær kveða á um að bólusettir ferðamenn þurfi að sýna fram á neikvætt Covid-próf fyrir komuna til landsins. Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair Group segir að ákjósanlegast væri að afnema skylduna um neikvætt Covid-próf. „Á landamærunum skiptir okkur og ferðaþjónustuna máli að við séum reglur svipaðar þeim sem eru í löndunum í kringum okkur. Mikið harðari reglur hafa því miður áhrif á eftirspurn til Íslands,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Rætt er við Birnu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Bylting handan við hornið í Ameríkuflugi „Við viljum auðvitað að það sé verið að hugsa um hvort tveggja, hagsmuni ferðaþjónustunnar, íslensks þjóðarhags og ekki síður sóttvarna. En ef við horfum til dæmis á Norðurlöndin og sjáum að þar er svipað bólusetningarhlutfall og á Íslandi. Og þar er ekki verið að gera kröfu á bólusetta að fara í próf áður en þeir heimsækja þau lönd. Það virðist alveg vera að fólk treystir sér til að hafa reglurnar svona,“ segir Birna. Frá því í sumar hafa Bandaríkjamenn mátt fljúga til Íslands en ekki öfugt. Frá og með 8. nóvember tekur gildi breyting sem heimilar bólusettum ferðalöngum að fljúga frá Evrópu til Bandaríkjanna. Þetta er meiri háttar breyting fyrir flugfélagið, því að þetta er svo að segja týndi helmingurinn úr rekstri þess. „Breytingin er í rauninni alveg stórkostleg,“ segir Birna. „Áður en Covid skall á var um 50% af okkar viðskiptavinum að ferðast yfir hafið með stoppi í Keflavík, annaðhvort frá Bandaríkjunum til Evrópu eða öfugt. Þetta gerði okkur kleift að hafa leiðakerfið eins stórt og raun bar vitni. Svo þurftum við auðvitað að hætta eiginlega allri þessari þjónustu og nú getum við farið að bjóða aftur upp á alla þessa áfangastaði og þessa miklu tíðni sem við höfðum áður en Bandaríkin lokuðu.“ Icelandair birti nýverið uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung þar sem félagið skilaði hagnaði í fyrsta sinn í tvö ár. Birna kveðst spennt fyrir því að umræðan um flug almennt hætti að einkennast fyrst og fremst af skorti og það komi aftur kraftur í greinina. „Já, ég væri til í að geta ekki hringt í hvern einasta viðskiptavin sem kaupir farmiða og það er svolítið að fara að þróast þannig núna,“ segir Birna.
Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair hefur fraktflug milli Ítalíu og Bandaríkjanna Icelandair Cargo hefur í dag fraktflutningar milli Mílanó á Ítalíu og New York í Bandaríkjunum. Fram að áramótum hið minnsta verður flogið þrisvar í viku. 1. nóvember 2021 17:49 Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið. 20. október 2021 19:09 Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Icelandair hefur fraktflug milli Ítalíu og Bandaríkjanna Icelandair Cargo hefur í dag fraktflutningar milli Mílanó á Ítalíu og New York í Bandaríkjunum. Fram að áramótum hið minnsta verður flogið þrisvar í viku. 1. nóvember 2021 17:49
Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið. 20. október 2021 19:09
Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55