Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 23:26 Konur mótmæla þungunarrofsbanninu í Texas fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg í dag. AP/Jacquelyn Martin Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. Lög sem bönnuðu þungunarrof nærri því með öllu sem ríkisþing Texas setti og fengu að taka gildi í byrjun september voru sérstaklega hönnuð til þess að gera fulltrúum heilsugæslustöðva og alríkisstjórnarinnar erfitt fyrir að fella úr gildi fyrir dómstólum. Fjöldi íhaldssamra ríkja hefur reynt að setja sífellt strangari lög um þungunarrof en dómstólar hafa iðulega fellt þau úr gildi jafnóðum þar sem dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna kveður á um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs áður en fóstur er talið lífvænlegt. Venjulega hafa heilsugæslustöðvar eða hagsmunasamtök stefnt embættismönnum í ríkjunum til þess að koma í veg fyrir að þeir framfylgi lögunum. Í Texaslögunum er hins vegar kveðið á um að embættismenn í Texas framfylgi ekki lögunum heldur þurfi almennir borgarar að stefna hverjum þeim sem aðstoðar konu við að komast í þungunarrof. Þungar sektir vofa yfir heilsugæslustöðvum verði þær fundnar sekar um að brjóta lögin. Á þennan hátt vonuðust repúblikana í Texas sem stóðu að lögunum að ekki væri hægt að stefna ríkinu eða embættismönnum þess til að fella þau úr gildi. Bannið við þungunarrofi tæki gildi og enginn gæti látið reyna á lögmæti þeirra nema almennur borgari virkjaði lögin og stefni einhverjum sem aðstoðaði konu með þungunarrof. Gætu ógilt lögin eða vísað aftur til lægri dómstiga Brellan virkaði því íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu þessi lagatæknilegu álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi 1. september þrátt fyrir hávær mótmæli frjálslyndari dómara sem töldu bannið skýrt stjórnarskrárbrot. Þannig tók bannið gildi í Texas þrátt fyrir að það stangist klárlega á við stjórnarskrá eins og Hæstiréttur hefur túlkað hana til þessa. Síðan þá hafa stefnur vegna laganna velkst um á ýmsum neðri dómstigum. Hæstiréttur tók tvö mál fyrir í dag en þau snúast um hvort að heilsugæslustöðvar annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar geti höfðað mál til þess að fella lögin úr gildi. Reuters-fréttastofan segir að íhaldssömu dómararnir sem leyfðu lögunum að taka gildi hafi virst hallir undir að leyfa heilsugæslustöðvunum að reyna á lögmæti laganna við málflutninginn í dag. Þeir hafi ekki verið eins vissir um það hvort að dómsmálaráðuneytið ætti að mega það líka. Brett Kavanaugh, einn af íhaldssömu dómurunum þremur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði, velti þannig upp hvort ekki þyrfti að loka smugu sem ríkisþingmen Texas notfærðu sér til þess að koma í veg fyrir að dómstólar gætu skorið úr um lögmæti laga. Velti hann fyrir sér hvað gerðist ef önnur ríki færu í sambærilegar lagalegar æfingar með önnur stjórnarskrárvarin réttindi eins og að banna sölu á skotvopnum. Hæstiréttur gæti nú ákveðið að fella lögin úr gildi eða leyfa lægri alríkisdómstigum að kveða upp úr um lögmæti þeirra. AP-fréttastofan segir þó óljóst hversu fljótt dómararnir komist að niðurstöðu. Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Lög sem bönnuðu þungunarrof nærri því með öllu sem ríkisþing Texas setti og fengu að taka gildi í byrjun september voru sérstaklega hönnuð til þess að gera fulltrúum heilsugæslustöðva og alríkisstjórnarinnar erfitt fyrir að fella úr gildi fyrir dómstólum. Fjöldi íhaldssamra ríkja hefur reynt að setja sífellt strangari lög um þungunarrof en dómstólar hafa iðulega fellt þau úr gildi jafnóðum þar sem dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna kveður á um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs áður en fóstur er talið lífvænlegt. Venjulega hafa heilsugæslustöðvar eða hagsmunasamtök stefnt embættismönnum í ríkjunum til þess að koma í veg fyrir að þeir framfylgi lögunum. Í Texaslögunum er hins vegar kveðið á um að embættismenn í Texas framfylgi ekki lögunum heldur þurfi almennir borgarar að stefna hverjum þeim sem aðstoðar konu við að komast í þungunarrof. Þungar sektir vofa yfir heilsugæslustöðvum verði þær fundnar sekar um að brjóta lögin. Á þennan hátt vonuðust repúblikana í Texas sem stóðu að lögunum að ekki væri hægt að stefna ríkinu eða embættismönnum þess til að fella þau úr gildi. Bannið við þungunarrofi tæki gildi og enginn gæti látið reyna á lögmæti þeirra nema almennur borgari virkjaði lögin og stefni einhverjum sem aðstoðaði konu með þungunarrof. Gætu ógilt lögin eða vísað aftur til lægri dómstiga Brellan virkaði því íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu þessi lagatæknilegu álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi 1. september þrátt fyrir hávær mótmæli frjálslyndari dómara sem töldu bannið skýrt stjórnarskrárbrot. Þannig tók bannið gildi í Texas þrátt fyrir að það stangist klárlega á við stjórnarskrá eins og Hæstiréttur hefur túlkað hana til þessa. Síðan þá hafa stefnur vegna laganna velkst um á ýmsum neðri dómstigum. Hæstiréttur tók tvö mál fyrir í dag en þau snúast um hvort að heilsugæslustöðvar annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar geti höfðað mál til þess að fella lögin úr gildi. Reuters-fréttastofan segir að íhaldssömu dómararnir sem leyfðu lögunum að taka gildi hafi virst hallir undir að leyfa heilsugæslustöðvunum að reyna á lögmæti laganna við málflutninginn í dag. Þeir hafi ekki verið eins vissir um það hvort að dómsmálaráðuneytið ætti að mega það líka. Brett Kavanaugh, einn af íhaldssömu dómurunum þremur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði, velti þannig upp hvort ekki þyrfti að loka smugu sem ríkisþingmen Texas notfærðu sér til þess að koma í veg fyrir að dómstólar gætu skorið úr um lögmæti laga. Velti hann fyrir sér hvað gerðist ef önnur ríki færu í sambærilegar lagalegar æfingar með önnur stjórnarskrárvarin réttindi eins og að banna sölu á skotvopnum. Hæstiréttur gæti nú ákveðið að fella lögin úr gildi eða leyfa lægri alríkisdómstigum að kveða upp úr um lögmæti þeirra. AP-fréttastofan segir þó óljóst hversu fljótt dómararnir komist að niðurstöðu.
Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37