Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 14:12 Glenn Youngkin, verðandi ríkisstjóri Virginíu. AP/Andrew Harnik Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. Repúblikaninn Glenn Youngkin vann kosningarnar í Virginíu í gær. Íbúar úthverfa ríkisins, sem kusu flestir Demókratann Joe Biden í síðustu forsetakosningum greiddu nú atkvæði til frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Youngkin varði kosningabaráttunni sinni í að forðast umdeildustu málefni Repúblikana. Má þar nefna ósannar ásakanir um kosningasvik og fleira sem snýr að Donald Trump. Á sama tíma þurfti hann stuðning Trumps og Trump-liða til að vinna kosningarnar. Það virðist hafa heppnast vel hjá Youngkin. Í einu kjördæmi sem Trump tapaði með 25 prósentustigum, tapaði Youngkin með tíu en þetta er greinilegt dæmi um þróun sem virðist hafa átt sér stað víðsvegar í Virginíu. Repúblikanar höfðu tapað miklum stuðningi frá Bandarískum konum en Yongkin stóð sig þó vel meðal þeirra. Samkvæmt frétt Politico þykja úrslitin í Virginíu til marks um að Yongkin hafi sannað að Repúblikani gæti náð aftur fylgi kjósenda sem höfðu hafnað Trump. Hér að neðan má sjá blaðamann NBC News fara yfir hvernig hvíta konur greiddu atkvæði í kosningunum í gær, samanborið við forsetakosningarnar í fyrra. Digging a little deeper on this WHITE WOMEN COLLEGE GRADSVA 2020: 58% Biden, 41% TrumpVA 2021: 62% McAuliffe, 38% YoungkinWHITE WOMEN NON-COLLEGEVA 2020: 56% Trump, 44% BidenVA 2021: 75% Youngkin, 25% McAuliffe(via @NBCNews Exit Polls)— Sahil Kapur (@sahilkapur) November 3, 2021 Undanfarin ár hafa Demókratar verið með yfirhöndina í Virginíu en Repúblikanar virðast einnig hafa náð tökum á ríkisþingi Virginíu. Formleg úrslit liggja ekki fyrir þar enn, samkvæmt frétt Washington Post. Demókratar óttast að kosningarnar í gær gefi vísbendingar um það hvernig þingkosningarnar á næsta ári muni fara fram. Það er að Demókratar eigi undir högg að sækja og geti tapað naumum meirihluta þeirra á báðum deildum Bandaríkjaþings. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir þó að það gæti reynst Repúblikönum erfitt að leika sama leikinn tvisvar. Velgengni Youngkin hafi að miklu leyti byggst á því sem áður hefur verið nefnt, að forðast Trump en á sama tíma friða stuðningsmenn hans innan Repúblikanaflokksins. Trump sjálfur hafi fylgt því eftir og haldið að sér höndum í bæði Virginíu og New Jersey, þar sem Repúblikanar bættu í sig veðrið en náðu ekki ríkisstjóraembættinu. Þannig hafi Repúblikönum í ríkjunum tveimur tekist að fá aftur til sín kjósendur sem eru andvígir Trump. AP segir að hvort Repúblikönum takist að leika sama leik á næsta ári velti að miklu leyti á því að Trump sé tilbúinn til að hafa hægt um sig, jafnvel þó hann segist enn vera að íhuga annað forsetaframboð 2024. Það sé verulega ólíklegt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Repúblikaninn Glenn Youngkin vann kosningarnar í Virginíu í gær. Íbúar úthverfa ríkisins, sem kusu flestir Demókratann Joe Biden í síðustu forsetakosningum greiddu nú atkvæði til frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Youngkin varði kosningabaráttunni sinni í að forðast umdeildustu málefni Repúblikana. Má þar nefna ósannar ásakanir um kosningasvik og fleira sem snýr að Donald Trump. Á sama tíma þurfti hann stuðning Trumps og Trump-liða til að vinna kosningarnar. Það virðist hafa heppnast vel hjá Youngkin. Í einu kjördæmi sem Trump tapaði með 25 prósentustigum, tapaði Youngkin með tíu en þetta er greinilegt dæmi um þróun sem virðist hafa átt sér stað víðsvegar í Virginíu. Repúblikanar höfðu tapað miklum stuðningi frá Bandarískum konum en Yongkin stóð sig þó vel meðal þeirra. Samkvæmt frétt Politico þykja úrslitin í Virginíu til marks um að Yongkin hafi sannað að Repúblikani gæti náð aftur fylgi kjósenda sem höfðu hafnað Trump. Hér að neðan má sjá blaðamann NBC News fara yfir hvernig hvíta konur greiddu atkvæði í kosningunum í gær, samanborið við forsetakosningarnar í fyrra. Digging a little deeper on this WHITE WOMEN COLLEGE GRADSVA 2020: 58% Biden, 41% TrumpVA 2021: 62% McAuliffe, 38% YoungkinWHITE WOMEN NON-COLLEGEVA 2020: 56% Trump, 44% BidenVA 2021: 75% Youngkin, 25% McAuliffe(via @NBCNews Exit Polls)— Sahil Kapur (@sahilkapur) November 3, 2021 Undanfarin ár hafa Demókratar verið með yfirhöndina í Virginíu en Repúblikanar virðast einnig hafa náð tökum á ríkisþingi Virginíu. Formleg úrslit liggja ekki fyrir þar enn, samkvæmt frétt Washington Post. Demókratar óttast að kosningarnar í gær gefi vísbendingar um það hvernig þingkosningarnar á næsta ári muni fara fram. Það er að Demókratar eigi undir högg að sækja og geti tapað naumum meirihluta þeirra á báðum deildum Bandaríkjaþings. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir þó að það gæti reynst Repúblikönum erfitt að leika sama leikinn tvisvar. Velgengni Youngkin hafi að miklu leyti byggst á því sem áður hefur verið nefnt, að forðast Trump en á sama tíma friða stuðningsmenn hans innan Repúblikanaflokksins. Trump sjálfur hafi fylgt því eftir og haldið að sér höndum í bæði Virginíu og New Jersey, þar sem Repúblikanar bættu í sig veðrið en náðu ekki ríkisstjóraembættinu. Þannig hafi Repúblikönum í ríkjunum tveimur tekist að fá aftur til sín kjósendur sem eru andvígir Trump. AP segir að hvort Repúblikönum takist að leika sama leik á næsta ári velti að miklu leyti á því að Trump sé tilbúinn til að hafa hægt um sig, jafnvel þó hann segist enn vera að íhuga annað forsetaframboð 2024. Það sé verulega ólíklegt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira