„Hjarta hennar sló líka!“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 23:34 „Ekki ein í viðbót!“ hrópuðu mótmælendur, sem söfnuðust saman víða um Pólland í dag. Þeirra á meðal var Donald Tusk, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. epa/Sebastian Borowski „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. „Vegna þungunarrofslaganna þarf ég nú að liggja í rúminu og þeir geta ekki gert neitt,“ sagði konan, Izabela, í skilaboðum til móður sinnar eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í Pszczyna í suðvesturhluta Póllands. „Þeir bíða eftir að barnið deyi eða að eitthvað fari að gerast. Ef það gerist ekki... frábært; þá get ég átt von á blóðeitrun.“ Izabela lést morguninn eftir, hinn 22. september síðastliðinn. Læknirinn sem annaðist hana sagði eiginmanni hennar að dánarorsökin væri blóðtappi en frumrannsókn meinafræðings leiddi í ljós að Izabela hefði dáið af völdum blóðeitrunar. Jolanta Budzowska, lögmaður fjölskyldu Izabelu, segir að lögum samkvæmt sé þungunarrof heimilt á þeim grundvelli að heilsa og líf móður sé í hættu. Læknar séu engu að síður smeykir við að grípa til þess að framkalla fæðingu, þar sem saksóknarar gætu ákveðið síðar meir að þeir hefðu gripið of snemma inn í og að líf móðurinnar hefði ekki verið í raunverulegri hættu. Það stendur til að herða löggjöfina enn frekar.epa/Leszek Szymanski Izabela var komin 22 vikur á leið þegar hún lést og þrátt fyrir að henni hefði verið tjáð að það væru nokkrar líkur á því að barnið væri ekki heilbrigt hafði hún engan hug á því að gangast undir þungunarrof. Kona sem var á sömu stofu og Izabela á sjúkrahúsinu sagði hins vegar að Izabela hefði fundið á sér að eitthvað væri að. „En þeir sögðu bara við hana að hjartað væri að slá og svo lengi sem hjartað slægi þá væri það bara þannig.“ „Enn þann dag í dag heyri ég ennþá orð hennar, að hún vildi lifa, að hún vildi ekki deyja, að hún ætti nákomna sem hún vildi lifa fyrir,“ sagði konan í samtali við sjónvarpsstöðina TVN. Vegna Covid-takmarkana fékk Izabela ekki að hafa neinn með sér á sjúkrahúsið þegar hún missti vatnið. Textaskilaboð hennar til ástvina eru meðal gagna sem yfirvöld hafa til rannsóknar. „Ég ligg og bíð, annað hvort gerist eitthvað eða ég dey,“ skrifaði hún móður sinni áður en hún lést. Hún átti 9 ára dóttur. Umfjöllun Guardian. Pólland Þungunarrof Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
„Vegna þungunarrofslaganna þarf ég nú að liggja í rúminu og þeir geta ekki gert neitt,“ sagði konan, Izabela, í skilaboðum til móður sinnar eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í Pszczyna í suðvesturhluta Póllands. „Þeir bíða eftir að barnið deyi eða að eitthvað fari að gerast. Ef það gerist ekki... frábært; þá get ég átt von á blóðeitrun.“ Izabela lést morguninn eftir, hinn 22. september síðastliðinn. Læknirinn sem annaðist hana sagði eiginmanni hennar að dánarorsökin væri blóðtappi en frumrannsókn meinafræðings leiddi í ljós að Izabela hefði dáið af völdum blóðeitrunar. Jolanta Budzowska, lögmaður fjölskyldu Izabelu, segir að lögum samkvæmt sé þungunarrof heimilt á þeim grundvelli að heilsa og líf móður sé í hættu. Læknar séu engu að síður smeykir við að grípa til þess að framkalla fæðingu, þar sem saksóknarar gætu ákveðið síðar meir að þeir hefðu gripið of snemma inn í og að líf móðurinnar hefði ekki verið í raunverulegri hættu. Það stendur til að herða löggjöfina enn frekar.epa/Leszek Szymanski Izabela var komin 22 vikur á leið þegar hún lést og þrátt fyrir að henni hefði verið tjáð að það væru nokkrar líkur á því að barnið væri ekki heilbrigt hafði hún engan hug á því að gangast undir þungunarrof. Kona sem var á sömu stofu og Izabela á sjúkrahúsinu sagði hins vegar að Izabela hefði fundið á sér að eitthvað væri að. „En þeir sögðu bara við hana að hjartað væri að slá og svo lengi sem hjartað slægi þá væri það bara þannig.“ „Enn þann dag í dag heyri ég ennþá orð hennar, að hún vildi lifa, að hún vildi ekki deyja, að hún ætti nákomna sem hún vildi lifa fyrir,“ sagði konan í samtali við sjónvarpsstöðina TVN. Vegna Covid-takmarkana fékk Izabela ekki að hafa neinn með sér á sjúkrahúsið þegar hún missti vatnið. Textaskilaboð hennar til ástvina eru meðal gagna sem yfirvöld hafa til rannsóknar. „Ég ligg og bíð, annað hvort gerist eitthvað eða ég dey,“ skrifaði hún móður sinni áður en hún lést. Hún átti 9 ára dóttur. Umfjöllun Guardian.
Pólland Þungunarrof Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira