Hættum þessu rugli Heimir Eyvindarson skrifar 8. nóvember 2021 06:00 Við lifum kannski alltaf á viðsjárverðum tímum, en sjálfsagt getum við verið sammála um að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir núna eru býsna stórar. Græðgin er svo yfirgengileg að hráefni jarðarinnar eru að klárast eitt af öðru og virðing fyrir öðrum, s.s. fólkinu sem stritar við ósæmandi kjör við að framleiða rafhlöður í svo að segja einnota símana okkar eða sauma á okkur fötin sem við hendum eftir að hafa klæðst þeim einu sinni eða tvisvar, er lítil sem engin. Eftir hrun varð mikil umræða um það siðrof sem hafði orðið í þjóðfélaginu. Í kjölfar þjóðfundar 2009 voru hugtök eins og gagnrýnin hugsun og sjálfbærni skrifuð inn í nýjar aðalnámskrár og vonir stóðu til þess að með aukinni áherslu á þá þætti í skólastarfi tækist að byggja upp heilbrigðara og réttlátara þjóðfélag. Í sömu námskrár var hins vegar aukinheldur skrifaður inn haugur af mælanlegum markmiðum og viðmiðum í öllum greinum, sem öllum er nú ljóst að ekki var nokkur lifandi leið að fara eftir. Fjöldinn allur af misvísandi skilaboðum frá yfirvöldum menntamála og allskonar þras og bras okkar sjálfra við að fá einhvern botn í þær kröfur sem okkur ber að uppfylla hefur gert það að verkum að mun minna púður en til stóð hefur farið í að fylgja þeim göfugu markmiðum að leggja áherslu á grunnþætti menntunar. Auknar mælingar ríkis og sveitarfélaga á vinnuframlagi okkar og árangri sem boðaðar eru í nýrri menntastefnu munu ekki hjálpa okkur neitt í þeim efnum. Ég trúi því að viðsemjendur okkar hafi vilja til að byggja hér upp heilbrigt menntakerfi, en það er ekki nóg að vilja. Það þarf líka að skilja. Skilningur yfirvalda á eðli skólastarfs er nefnilega oft sorglega takmarkaður. Allt of margt sveitarstjórnarfólk lítur til dæmis augljóslega fyrst og síðast á leikskólann og yngri stig grunnskólans sem vistunarúrræði sem hafi þann megin tilgang að tryggja að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki. Skilningur á starfi tónlistar- og framhaldsskóla er engu skárri, um það vitna stútfullir tónlistarskólar um allt land sem vegna ýmissa aðstæðna sem þeim eru skapaðar hafa ekki burði til að anna eftirspurn, þrátt fyrir að við vitum mæta vel hvað ávinningur af góðu tónlistarnámi er fjölþættur. Stytting náms til stúdentsprófs segir síðan allt sem segja þarf um skilning yfirvalda á skólastarfi í framhaldsskólum. Það er kominn tími til að segja nei við þessu rugli. Við kennarar þurfum að rétta úr okkur og setja skýrari mörk hvað okkur varðar. Segjum nei við óraunhæfum kröfum, auknu orðskrúði, fleiri stefnum sem ekki er ljóst hvernig á að innleiða, skilningsleysi yfirvalda á eðli skólastarfs á öllum skólastigum og endalausu þvargi milli ríkis og sveitarfélaga um það hver eigi að borga fyrir ýmsa lögbundna þjónustu sem getur skipt sköpum fyrir okkur sjálf og nemendur okkar. Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í grunnskóla og býður sig fram til formennsku í KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Við lifum kannski alltaf á viðsjárverðum tímum, en sjálfsagt getum við verið sammála um að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir núna eru býsna stórar. Græðgin er svo yfirgengileg að hráefni jarðarinnar eru að klárast eitt af öðru og virðing fyrir öðrum, s.s. fólkinu sem stritar við ósæmandi kjör við að framleiða rafhlöður í svo að segja einnota símana okkar eða sauma á okkur fötin sem við hendum eftir að hafa klæðst þeim einu sinni eða tvisvar, er lítil sem engin. Eftir hrun varð mikil umræða um það siðrof sem hafði orðið í þjóðfélaginu. Í kjölfar þjóðfundar 2009 voru hugtök eins og gagnrýnin hugsun og sjálfbærni skrifuð inn í nýjar aðalnámskrár og vonir stóðu til þess að með aukinni áherslu á þá þætti í skólastarfi tækist að byggja upp heilbrigðara og réttlátara þjóðfélag. Í sömu námskrár var hins vegar aukinheldur skrifaður inn haugur af mælanlegum markmiðum og viðmiðum í öllum greinum, sem öllum er nú ljóst að ekki var nokkur lifandi leið að fara eftir. Fjöldinn allur af misvísandi skilaboðum frá yfirvöldum menntamála og allskonar þras og bras okkar sjálfra við að fá einhvern botn í þær kröfur sem okkur ber að uppfylla hefur gert það að verkum að mun minna púður en til stóð hefur farið í að fylgja þeim göfugu markmiðum að leggja áherslu á grunnþætti menntunar. Auknar mælingar ríkis og sveitarfélaga á vinnuframlagi okkar og árangri sem boðaðar eru í nýrri menntastefnu munu ekki hjálpa okkur neitt í þeim efnum. Ég trúi því að viðsemjendur okkar hafi vilja til að byggja hér upp heilbrigt menntakerfi, en það er ekki nóg að vilja. Það þarf líka að skilja. Skilningur yfirvalda á eðli skólastarfs er nefnilega oft sorglega takmarkaður. Allt of margt sveitarstjórnarfólk lítur til dæmis augljóslega fyrst og síðast á leikskólann og yngri stig grunnskólans sem vistunarúrræði sem hafi þann megin tilgang að tryggja að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki. Skilningur á starfi tónlistar- og framhaldsskóla er engu skárri, um það vitna stútfullir tónlistarskólar um allt land sem vegna ýmissa aðstæðna sem þeim eru skapaðar hafa ekki burði til að anna eftirspurn, þrátt fyrir að við vitum mæta vel hvað ávinningur af góðu tónlistarnámi er fjölþættur. Stytting náms til stúdentsprófs segir síðan allt sem segja þarf um skilning yfirvalda á skólastarfi í framhaldsskólum. Það er kominn tími til að segja nei við þessu rugli. Við kennarar þurfum að rétta úr okkur og setja skýrari mörk hvað okkur varðar. Segjum nei við óraunhæfum kröfum, auknu orðskrúði, fleiri stefnum sem ekki er ljóst hvernig á að innleiða, skilningsleysi yfirvalda á eðli skólastarfs á öllum skólastigum og endalausu þvargi milli ríkis og sveitarfélaga um það hver eigi að borga fyrir ýmsa lögbundna þjónustu sem getur skipt sköpum fyrir okkur sjálf og nemendur okkar. Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í grunnskóla og býður sig fram til formennsku í KÍ.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun