Það þýðir ekki að horfa bara á fjölda innlagna Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 12. nóvember 2021 21:01 Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Til að sinna 16 sjúklingum með Covid þarf um það bil helmingi fleira starfsfólk heldur annars. Á Íslandi er ein smitsjúkdómadeild. Þar eru 20 legurými. Rúmanýting þar var um og yfir 100% síðustu þrjá mánuði 2019, fyrir Covid. Þegar Covid-innlagnir aukast þarf að loka smitsjúkdómadeild fyrir öðrum en Covid sjúklingum. Þá þurfa þeir 20 sjúklingar sem þar dvelja jafnan að fara eitthvað annað. Rúmanýting á flestum legudeildum er í kringum 100%, þannig að það gefur augaleið að þegar Covid innlögnum fjölgar hefur það víðtæk áhrif. En það er fleira sem gerist heldur en að fólk leggist inn á smitsjúkdómadeild. Á Covid göngudeildinni í Birkiborg er tekið á móti fólki sem þarf skoðun, eftirlit og stuðningsmeðferð (vökva t.d.). Með því að veita þétt eftirlit og kalla fólk inn í rannsóknir, skoðun og meðferð áður en það verður alvarlega veikt er hægt að koma í veg fyrir frekari versnun og jafnvel innlögn. Til að sinna þessu starfi þarf að sjálfsögðu mikinn mannskap þar sem allir þessi einstaklingar eru í einangrun. Þegar svona mikið af smitum eru í samfélaginu er óhjákvæmilegt að eitthvað berist inn á spítalann. Það hefur gerst a.m.k. tvisvar sinnum í þessari viku. Þá þarf að grípa til víðtækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að smit breiðist út í þeim viðkvæma hópi sem eru sjúklingar Landspítala.Það getur verið flókin rakning, t.d. ef það þarf að rekja ferðir sjúklings sem hefur farið víða í rannsóknir eða önnur inngrip. Þess vegna er spítalinn með sérstakt rakningarteymi, þar starfar sérhæft fólk sem þekkir stofnunina vel og er ótrúlega öflugt að hnýta alla lausa enda. Þetta fólk sinnir venjulega öðrum störfum sem fara á bið.Einnig þarf að loka fyrir innlagnir á viðkomandi deild á meðan á rakningu stendur og það getur tekið nokkra daga, sérstaklega ef smitin reynast fleiri en eitt. Sjúklingar sem þurfa innlögn þurfa þá að fara á aðrar deildir, sem eru fyrir líklega með um og yfir 100% rúmanýtingu, eða bíða áfram á bráðamóttöku. Starfsfólk lendir líka í sóttkví, fær covid eða er heima með börnum í sóttkví. Það er öllum ljóst að það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hefur verið bent á skort á hjúkrunarfræðingum undanfarin ár. Það gefur því augaleið að það er mjög erfitt að manna starfsemi þegar mikið er um veikindi eða fjarveru tengda Covid. Á sama tíma eru komur á bráðamóttöku og innlagnir af öðrum ástæðum en Covid svipað margar og í venjulegu árferði. Starfsfólk Landspítala hefur staðið sig gríðarlega vel og lagt á sig ómælda auka vinnu undanfarna 20 mánuði og öll árin þar á undan. Starfsumhverfið krefst útsjónarsemi, seiglu og þrautseigju. Það er krefjandi að vita aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér, að þurfa sífellt að umbreyta starfi sínu og starfa undir miklu álagi í langan tíma. Síðast en ekki síst er mjög krefjandi að þurfa stöðugt að sannfæra fólk um að við séum að segja satt, svona er raunverulega staðan. Sem betur fer starfar á Landspítala stórkostlegt fólk, fólk sem heldur þessu öllu saman gangandi. Starfsfólk Landspítala er allt að gera sitt besta, alltaf að leita leiða til að gera betur. Ef það eru fleiri þarna úti með góðar hugmyndir, endilega látið þær berast. Við erum hér, að vinna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Til að sinna 16 sjúklingum með Covid þarf um það bil helmingi fleira starfsfólk heldur annars. Á Íslandi er ein smitsjúkdómadeild. Þar eru 20 legurými. Rúmanýting þar var um og yfir 100% síðustu þrjá mánuði 2019, fyrir Covid. Þegar Covid-innlagnir aukast þarf að loka smitsjúkdómadeild fyrir öðrum en Covid sjúklingum. Þá þurfa þeir 20 sjúklingar sem þar dvelja jafnan að fara eitthvað annað. Rúmanýting á flestum legudeildum er í kringum 100%, þannig að það gefur augaleið að þegar Covid innlögnum fjölgar hefur það víðtæk áhrif. En það er fleira sem gerist heldur en að fólk leggist inn á smitsjúkdómadeild. Á Covid göngudeildinni í Birkiborg er tekið á móti fólki sem þarf skoðun, eftirlit og stuðningsmeðferð (vökva t.d.). Með því að veita þétt eftirlit og kalla fólk inn í rannsóknir, skoðun og meðferð áður en það verður alvarlega veikt er hægt að koma í veg fyrir frekari versnun og jafnvel innlögn. Til að sinna þessu starfi þarf að sjálfsögðu mikinn mannskap þar sem allir þessi einstaklingar eru í einangrun. Þegar svona mikið af smitum eru í samfélaginu er óhjákvæmilegt að eitthvað berist inn á spítalann. Það hefur gerst a.m.k. tvisvar sinnum í þessari viku. Þá þarf að grípa til víðtækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að smit breiðist út í þeim viðkvæma hópi sem eru sjúklingar Landspítala.Það getur verið flókin rakning, t.d. ef það þarf að rekja ferðir sjúklings sem hefur farið víða í rannsóknir eða önnur inngrip. Þess vegna er spítalinn með sérstakt rakningarteymi, þar starfar sérhæft fólk sem þekkir stofnunina vel og er ótrúlega öflugt að hnýta alla lausa enda. Þetta fólk sinnir venjulega öðrum störfum sem fara á bið.Einnig þarf að loka fyrir innlagnir á viðkomandi deild á meðan á rakningu stendur og það getur tekið nokkra daga, sérstaklega ef smitin reynast fleiri en eitt. Sjúklingar sem þurfa innlögn þurfa þá að fara á aðrar deildir, sem eru fyrir líklega með um og yfir 100% rúmanýtingu, eða bíða áfram á bráðamóttöku. Starfsfólk lendir líka í sóttkví, fær covid eða er heima með börnum í sóttkví. Það er öllum ljóst að það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hefur verið bent á skort á hjúkrunarfræðingum undanfarin ár. Það gefur því augaleið að það er mjög erfitt að manna starfsemi þegar mikið er um veikindi eða fjarveru tengda Covid. Á sama tíma eru komur á bráðamóttöku og innlagnir af öðrum ástæðum en Covid svipað margar og í venjulegu árferði. Starfsfólk Landspítala hefur staðið sig gríðarlega vel og lagt á sig ómælda auka vinnu undanfarna 20 mánuði og öll árin þar á undan. Starfsumhverfið krefst útsjónarsemi, seiglu og þrautseigju. Það er krefjandi að vita aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér, að þurfa sífellt að umbreyta starfi sínu og starfa undir miklu álagi í langan tíma. Síðast en ekki síst er mjög krefjandi að þurfa stöðugt að sannfæra fólk um að við séum að segja satt, svona er raunverulega staðan. Sem betur fer starfar á Landspítala stórkostlegt fólk, fólk sem heldur þessu öllu saman gangandi. Starfsfólk Landspítala er allt að gera sitt besta, alltaf að leita leiða til að gera betur. Ef það eru fleiri þarna úti með góðar hugmyndir, endilega látið þær berast. Við erum hér, að vinna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun