Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 12:02 EMA hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett geg Covid með bóluefni Pfizer. Vísir/Vilhelm Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu, EMA, að skammturinn sem gefinn verði börnum undir tólf ára verði minni en sá sem gefinn er öðrum. Fimm til ellefu ára börn muni fá 10 µg skammt í stað 30 µg. Rétt eins og hjá öðrum fái börnin þó tvo skammta ef efninu, sem sprautað verði í vöðva í upphandleggi. Samkvæmt rannsóknum á bóluefninu í þessum aldurshópi gefur bóluefnið svipaða vörn og það gefur fólki á aldrinum 16 til 25 ára þrátt fyrir smærri skammt. Um tvö þúsund börn tóku þátt í rannsónkinni, sem aldrei höfðu greinst með Covid. Af þeim 1.305 börnum sem fengu bóluefnið, en ekki lyfleysu, smituðust þrjú af Covid í kjölfarið. Af þeim 663 börnum sem fengu lyfleysuna greindust sextán smituð af Covid á rannsóknartímanum. Reiknast það út sem bóluefnið gefi 90,7 prósenta vörn. Algengustu aukaverkanir bóluefnisins hjá börnum fimm til ellefu ára voru svipaðar þeim í eldri aldurshópum. Þar á meðal er verkur á stungusvæði, þreyta, höfuðverkur, roði og bólga á stungustað, vöðvaverkir og kuldaköst. Telst bóluefnið því öruggt fyrir börn á þessum aldri. Evrópusambandið Lyf Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 Sjö þúsund sprautur í dag og afganginum komið út Vel gekk að koma út þeim fjögur hundruð örvunarskömmtum Pfizer-bóluefnisins sem stóðu afgangs þegar heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu opnaði fyrir bólusetningar þeirra sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu síðdegis í dag. 22. nóvember 2021 17:37 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu, EMA, að skammturinn sem gefinn verði börnum undir tólf ára verði minni en sá sem gefinn er öðrum. Fimm til ellefu ára börn muni fá 10 µg skammt í stað 30 µg. Rétt eins og hjá öðrum fái börnin þó tvo skammta ef efninu, sem sprautað verði í vöðva í upphandleggi. Samkvæmt rannsóknum á bóluefninu í þessum aldurshópi gefur bóluefnið svipaða vörn og það gefur fólki á aldrinum 16 til 25 ára þrátt fyrir smærri skammt. Um tvö þúsund börn tóku þátt í rannsónkinni, sem aldrei höfðu greinst með Covid. Af þeim 1.305 börnum sem fengu bóluefnið, en ekki lyfleysu, smituðust þrjú af Covid í kjölfarið. Af þeim 663 börnum sem fengu lyfleysuna greindust sextán smituð af Covid á rannsóknartímanum. Reiknast það út sem bóluefnið gefi 90,7 prósenta vörn. Algengustu aukaverkanir bóluefnisins hjá börnum fimm til ellefu ára voru svipaðar þeim í eldri aldurshópum. Þar á meðal er verkur á stungusvæði, þreyta, höfuðverkur, roði og bólga á stungustað, vöðvaverkir og kuldaköst. Telst bóluefnið því öruggt fyrir börn á þessum aldri.
Evrópusambandið Lyf Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 Sjö þúsund sprautur í dag og afganginum komið út Vel gekk að koma út þeim fjögur hundruð örvunarskömmtum Pfizer-bóluefnisins sem stóðu afgangs þegar heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu opnaði fyrir bólusetningar þeirra sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu síðdegis í dag. 22. nóvember 2021 17:37 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40
Sjö þúsund sprautur í dag og afganginum komið út Vel gekk að koma út þeim fjögur hundruð örvunarskömmtum Pfizer-bóluefnisins sem stóðu afgangs þegar heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu opnaði fyrir bólusetningar þeirra sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu síðdegis í dag. 22. nóvember 2021 17:37