Reikna með óvenjuhlýjum vetri á norðurskautinu vegna áhrifa La niña Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 23:20 Frá Beagle-sundi við Eldland, syðsta odda Suður-Ameríku. Þar má búast við þurrara veðri næstu mánuði á meðan La niña stendur yfir. Vísir/Getty Reiknilíkön benda til þess að óvenjuhlýr vetur verði nyrst og norðaustast á norðurskautinu og í Asíu vegna La niña-veðurfyrirbrigðisins í Kyrrahafi. Þó að La niña tengist yfirleitt tímabundinni lækkun meðalhita jarðar er reiknað með að hiti verði víða yfir meðaltali vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) staðfesti í dag að La niña hefði myndast og að fyrirbrigðið ætti eftir að hafa áhrif á hitastig og úrkomu næstu mánuðina. Þetta er annað árið í röð sem La niña aðstæður myndast í Kyrrahafi og er búist við að þessi vari fram í byrjun næsta árs. Líkön benda til þess að fyrirbrigðið verði veikt eða í meðaltali og nokkuð veikari en það sem var ríkjandi á milli 2020 til 2021. Vegna kólnunaráhrifa La niña-viðburðanna tveggja á þessu ári er reiknað með það verði á lista yfir tíu hlýjustu ár frá upphafi mælinga frekar en það hlýjasta. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. Búist er við því að hiti verði yfir meðaltali víða yfir landi á meðan á La niña stendur. Helstu undantekningarnar eru norðvestanverð Norður-Ameríka, indversku undirálfunni, Indókínaskagi og Ástralía. Fyrir utan hluta norðurskautsins og nyrstu hluta Asíu er reiknað með að sérstaklega hlýtt verði í austan- og suðaustanverðri Norður-Ameríku, þar á meðal stærsta hluta Karíbahafs, norðaustanverðri Asíu og stórum hluta Evrópu. Hiti á að vera við eða undir meðaltali í Suður-Ameríku norðan 15. breiddargráðu suður sem sker meðal annars norðanverða Bólivíu og Brasilíu. Stór hluti vestur strandar álfunnar verður einnig svalari en að meðaltali. Aukin úrkoma í Suðaustur-Asíu og norðvestanverðri Suður-Ameríku Áhrif La niña eru ekki síst á úrkomu og dreifingu hennar, sérstaklega í kringum Kyrrahafið. Auknar líkur eru á óvenju þurrum aðstæðum í kringum miðbaug nærri dagsetningarlínunni og að syðsta odda Suður-Ameríku og norðvestanverðri Suður-Asíu og Miðausturlöndum. Á hinn bóginn er reiknað með úrkomusömu veðri í hluta Suðaustur-Asíu rétt norðan miðbaugs sem nær í suðvestanvert og mið- og norðanvert Kyrrahafið auk norðvestasta hluta Suður-Ameríku. Erfiðara er sagt að spá fyrir um áhrif á úrkomu í Afríku, Evrópu og Asíu. Teikn eru þó á lofti um að óvenjuúrkomusamt geti verið yfir hluta vestanverðrar Norður-Ameríku og hluta sunnanverðrar Afríku. Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) staðfesti í dag að La niña hefði myndast og að fyrirbrigðið ætti eftir að hafa áhrif á hitastig og úrkomu næstu mánuðina. Þetta er annað árið í röð sem La niña aðstæður myndast í Kyrrahafi og er búist við að þessi vari fram í byrjun næsta árs. Líkön benda til þess að fyrirbrigðið verði veikt eða í meðaltali og nokkuð veikari en það sem var ríkjandi á milli 2020 til 2021. Vegna kólnunaráhrifa La niña-viðburðanna tveggja á þessu ári er reiknað með það verði á lista yfir tíu hlýjustu ár frá upphafi mælinga frekar en það hlýjasta. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. Búist er við því að hiti verði yfir meðaltali víða yfir landi á meðan á La niña stendur. Helstu undantekningarnar eru norðvestanverð Norður-Ameríka, indversku undirálfunni, Indókínaskagi og Ástralía. Fyrir utan hluta norðurskautsins og nyrstu hluta Asíu er reiknað með að sérstaklega hlýtt verði í austan- og suðaustanverðri Norður-Ameríku, þar á meðal stærsta hluta Karíbahafs, norðaustanverðri Asíu og stórum hluta Evrópu. Hiti á að vera við eða undir meðaltali í Suður-Ameríku norðan 15. breiddargráðu suður sem sker meðal annars norðanverða Bólivíu og Brasilíu. Stór hluti vestur strandar álfunnar verður einnig svalari en að meðaltali. Aukin úrkoma í Suðaustur-Asíu og norðvestanverðri Suður-Ameríku Áhrif La niña eru ekki síst á úrkomu og dreifingu hennar, sérstaklega í kringum Kyrrahafið. Auknar líkur eru á óvenju þurrum aðstæðum í kringum miðbaug nærri dagsetningarlínunni og að syðsta odda Suður-Ameríku og norðvestanverðri Suður-Asíu og Miðausturlöndum. Á hinn bóginn er reiknað með úrkomusömu veðri í hluta Suðaustur-Asíu rétt norðan miðbaugs sem nær í suðvestanvert og mið- og norðanvert Kyrrahafið auk norðvestasta hluta Suður-Ameríku. Erfiðara er sagt að spá fyrir um áhrif á úrkomu í Afríku, Evrópu og Asíu. Teikn eru þó á lofti um að óvenjuúrkomusamt geti verið yfir hluta vestanverðrar Norður-Ameríku og hluta sunnanverðrar Afríku.
La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar.
Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira