Óbólusettur prestur smitaði fjölda barna í fermingarbúðum Smári Jökull Jónsson skrifar 5. desember 2021 13:38 Hér má sjá prestinn Helge Helgeson ásamt hópi fermingarbarna. Facebook / Kjøllefjord og Lebesby menigheter Óbólusettur prestur í Noregi dreifði ekki bara guðsorðum í fermingarbúðum sem hann vann við heldur smitaði hann fjölda fermingarbarna af kórónuveirunni. Bærinn Lebesby í Finnmörku nyrst í Noregi hafði komist nokkuð vel í gegnum kórónuveirufaraldurinn og fá smit greinst í bænum þar sem tæplega 1300 manns búa. Þetta breyttist þó í nóvember en þá ruku smittölur upp eftir að hópsmit kom upp í fermingarbúðum. Einn einstaklingur greindist smitaður í bænum í byrjun nóvember en helgina 19.-21.nóvember voru áðurnefndar fermingarbúðir haldnar í nágrannabænum Mehamn þar sem fermingarbörn frá Lebesby voru meðal þátttakenda. Eftir búðirnar kom upp smit hjá um helmingi barnanna. Við búðirnar starfaði presturinn Helge Helgesen en hann reyndist smitaður af kórónuveirunni og hafði borið veiruna áfram. Helgesen fór í sýnatöku fyrir fermingarbúðirnar þar sem smit hafði greinst á skrifstofum ráðhúss bæjarins þar sem hann hefur vinnuaðstöðu. „Þess vegna fór ég í sýnatöku og sýnið reyndist neikvætt. Ég vildi vera viss áður en búðirnar hæfust,“ sagði Helgesen í samtali við VG í Noregi. Var óbólusettur Presturinn Helgesen hafði ekki fengið bólusetningu frá heilbrigðisyfirvöldum í Noregi.Vísir / Vilhelm Hann ákvað á sínum tíma að þiggja ekki bólusetningu þrátt fyrir hvatningu stjórnvalda. „Fyrir þá sem eru með veikt ofnæmiskerfi er gott að bólusetja sig og ég hef fullan skilning á því að þeir séu varkárir og vakandi vegna veirunnar. En fyrir mitt leyti hef ég ekki viljað bóluefni og nú er ég líka búinn að fá veiruna,“ bætir Helgesen við. Fermingarbörnin sem veiktust smituðu fjölskyldumeðlimi og í nóvember greindust um 30 smit í Lebesby. Yfirlæknir heilsugæslunnar í bænum segir að hann hefði viljað vera upplýstur um búðirnar áður en þær voru haldnar. „Ég vildi að ég hefði verið spurður áður en búðirnar voru haldnar, með tilliti til stöðu smita í bænum. Það var fremur óvarlegt að þessar búðir skyldu fara fram,“ segir yfirlæknirinn Marius Lier. „Að sama skapi er mikilvægt að benda á að presturinn fór í sýnatöku áður en búðirnar voru haldnar og þetta snýst ekki um að hann hafi brotið reglur.“ Presturinn Helgesen segir að læra þurfi af atvikinu. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en það er ekki mikið hægt að gera í þessu núna. Við munum eiga samtöl og meta atvikið ásamt foreldrum og fermingarbörnunum sjálfum.“ Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Bærinn Lebesby í Finnmörku nyrst í Noregi hafði komist nokkuð vel í gegnum kórónuveirufaraldurinn og fá smit greinst í bænum þar sem tæplega 1300 manns búa. Þetta breyttist þó í nóvember en þá ruku smittölur upp eftir að hópsmit kom upp í fermingarbúðum. Einn einstaklingur greindist smitaður í bænum í byrjun nóvember en helgina 19.-21.nóvember voru áðurnefndar fermingarbúðir haldnar í nágrannabænum Mehamn þar sem fermingarbörn frá Lebesby voru meðal þátttakenda. Eftir búðirnar kom upp smit hjá um helmingi barnanna. Við búðirnar starfaði presturinn Helge Helgesen en hann reyndist smitaður af kórónuveirunni og hafði borið veiruna áfram. Helgesen fór í sýnatöku fyrir fermingarbúðirnar þar sem smit hafði greinst á skrifstofum ráðhúss bæjarins þar sem hann hefur vinnuaðstöðu. „Þess vegna fór ég í sýnatöku og sýnið reyndist neikvætt. Ég vildi vera viss áður en búðirnar hæfust,“ sagði Helgesen í samtali við VG í Noregi. Var óbólusettur Presturinn Helgesen hafði ekki fengið bólusetningu frá heilbrigðisyfirvöldum í Noregi.Vísir / Vilhelm Hann ákvað á sínum tíma að þiggja ekki bólusetningu þrátt fyrir hvatningu stjórnvalda. „Fyrir þá sem eru með veikt ofnæmiskerfi er gott að bólusetja sig og ég hef fullan skilning á því að þeir séu varkárir og vakandi vegna veirunnar. En fyrir mitt leyti hef ég ekki viljað bóluefni og nú er ég líka búinn að fá veiruna,“ bætir Helgesen við. Fermingarbörnin sem veiktust smituðu fjölskyldumeðlimi og í nóvember greindust um 30 smit í Lebesby. Yfirlæknir heilsugæslunnar í bænum segir að hann hefði viljað vera upplýstur um búðirnar áður en þær voru haldnar. „Ég vildi að ég hefði verið spurður áður en búðirnar voru haldnar, með tilliti til stöðu smita í bænum. Það var fremur óvarlegt að þessar búðir skyldu fara fram,“ segir yfirlæknirinn Marius Lier. „Að sama skapi er mikilvægt að benda á að presturinn fór í sýnatöku áður en búðirnar voru haldnar og þetta snýst ekki um að hann hafi brotið reglur.“ Presturinn Helgesen segir að læra þurfi af atvikinu. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en það er ekki mikið hægt að gera í þessu núna. Við munum eiga samtöl og meta atvikið ásamt foreldrum og fermingarbörnunum sjálfum.“
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira