Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2022 10:57 Lögmaður Giuffre segir hana vilja uppreist æru fyrir sig og aðra þolendur. AP/Bebeto Matthews Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. Dómari í New York komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að vísa máli Giuffre gegn Andrési ekki frá dómi. Þetta þýðir að prinsinn þarf annað hvort að fylgja málinu eftir alla leið eða leita sátta við Giuffre, sem hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér í þrígang þegar hún var 17 ára gömul. „Ég held að það sé afar mikilvægt fyrir Virginiu Giuffre að þetta mál verði leyst þannig að það hún og hinir þolendurnir fái uppreist æru,“ sagði David Boies í samtali við BBC og á þar líklega við önnur fórnarlömb Jeffrey Epstein, vinar Andrésar, sem Giuffre segir hafa selt sig mansali. Giuffre og lögmenn hennar hefðu leitað til Andrésar og teymis hans og lagt til að þau settust niður og kæmust að sátt í málinu en Andrés hefði ekki haft áhuga á því á þeim tíma. „Hvort það hefur breyst eða ekki mun tíminn leiða í ljós,“ sagði Boies. Hann sagði Giuffre ekki myndu hafa áhuga á sátt sem snérist aðeins um peninga. Andrés er nú í mikilli klemmu, þar sem hann neyðist til að semja, grípa til varna eða fá sjálfkrafa á sig dóm.AP/Steve Parsons Andrés stendur nú frammi fyrir því að Giuffre greini frá því í smáatriðum fyrir dómi sem hún segir hafa átt sér stað milli sín og prinsins. Kunnugir segja afar ólíklegt að Andrés myndi ferðast til New York til að bera vitni en að hann yrði tilneyddur til að gera það í gegnum fjarfundabúnað. Prinsinn á þann kost að hunsa réttarhöldin algjörlega en það myndi verða til þess að dómur myndi sjálfkrafa falla Giuffre í vil. Hann yrði aldrei framseldur til að afplána dóm en afleiðingarnar yrðu verulegar, bæði fyrir hann og bresku konungsfjölskylduna. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Dómari í New York komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að vísa máli Giuffre gegn Andrési ekki frá dómi. Þetta þýðir að prinsinn þarf annað hvort að fylgja málinu eftir alla leið eða leita sátta við Giuffre, sem hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér í þrígang þegar hún var 17 ára gömul. „Ég held að það sé afar mikilvægt fyrir Virginiu Giuffre að þetta mál verði leyst þannig að það hún og hinir þolendurnir fái uppreist æru,“ sagði David Boies í samtali við BBC og á þar líklega við önnur fórnarlömb Jeffrey Epstein, vinar Andrésar, sem Giuffre segir hafa selt sig mansali. Giuffre og lögmenn hennar hefðu leitað til Andrésar og teymis hans og lagt til að þau settust niður og kæmust að sátt í málinu en Andrés hefði ekki haft áhuga á því á þeim tíma. „Hvort það hefur breyst eða ekki mun tíminn leiða í ljós,“ sagði Boies. Hann sagði Giuffre ekki myndu hafa áhuga á sátt sem snérist aðeins um peninga. Andrés er nú í mikilli klemmu, þar sem hann neyðist til að semja, grípa til varna eða fá sjálfkrafa á sig dóm.AP/Steve Parsons Andrés stendur nú frammi fyrir því að Giuffre greini frá því í smáatriðum fyrir dómi sem hún segir hafa átt sér stað milli sín og prinsins. Kunnugir segja afar ólíklegt að Andrés myndi ferðast til New York til að bera vitni en að hann yrði tilneyddur til að gera það í gegnum fjarfundabúnað. Prinsinn á þann kost að hunsa réttarhöldin algjörlega en það myndi verða til þess að dómur myndi sjálfkrafa falla Giuffre í vil. Hann yrði aldrei framseldur til að afplána dóm en afleiðingarnar yrðu verulegar, bæði fyrir hann og bresku konungsfjölskylduna.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira