Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 09:46 Tekist hefur að fletja kúrfuna í Lundúnum og tilfellum hefur fækkað í New York. epa/Neil Hall Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. Hins vegar er enn einn af hverjum fimmtán íbúum Englands með Covid-19 og einn af hverjum 20 í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Innlögnum er ekki farið að fækka en hægt hefur á fjölgun þeirra. Fleiri en 2.000 leggjast inn vegna Covid-19 á hverjum degi. Sérfræðingar segja spítalana hafa getað útskrifað sjúklinga hraðar eftir að ómíkron varð ráðandi afbrigðið í landinu, þar sem það veldur vægari veikindum og skemmri legutíma. Álagið á heilbrigðiskerfið er hins vegar gríðarlegt og hefur haft áhrif á ýmsa þjónustu. Chris Smith, veirusérfræðingur við Cambridge University, segir þróun mála vekja með sér bjartsýni en þeim sé að fækka sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu og á öndunarvél. Linda Bauld, prófessor við Edinburgh University og ráðgjafi skosku stjórnarinnar, bendir á að á föstudag hafi nýgreiningar verið færri en 100 þúsund í fyrsta sinn í nokkurn tíma. Vísbendingar um jákvæða þróun í nokkrum ríkjum Um það bil 48 þúsund greindust með Covid-19 í New York á föstudaginn en um er að ræða nærri helmings fækkun frá því fyrir viku, þegar um 90 þúsund greindust með kórónuveiruna. Fjöldinn samsvarar 14,6 prósentum af teknum sýnum en hlutfallið var 23 prósent fyrir viku. Innlögnum fækkaði um 38 á föstudag frá því fyrir viku síðan. Teikn eru á lofti um að ómíkron-bylgjan sé einnig á niðurleið í New Jersey, Massachusetts, Connecticut og Rhode Island. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, sagði á föstudag að opinberum sýnatökustöðum í ríkinu yrði fjölgað úr 20 í 29. Aðgengi að sýnatöku hefur verið vandamál en stjórnvöld tilkynntu á dögunum að frá og með miðvikudeginum myndu Bandaríkjamenn óskað eftir að fá ókeypis heimapróf send heim. Það mun hins vegar taka prófin allt að tólf daga að berast. „Gerið það haldið áfram að láta bólusetja ykkur, fá örvunarskammt, láta bólusetja börnin og bera grímu. Látum ekki alla vinnuna við að ná tölunum niður fara fyrir lítið,“ sagði Hochul á föstudag. Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Hins vegar er enn einn af hverjum fimmtán íbúum Englands með Covid-19 og einn af hverjum 20 í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Innlögnum er ekki farið að fækka en hægt hefur á fjölgun þeirra. Fleiri en 2.000 leggjast inn vegna Covid-19 á hverjum degi. Sérfræðingar segja spítalana hafa getað útskrifað sjúklinga hraðar eftir að ómíkron varð ráðandi afbrigðið í landinu, þar sem það veldur vægari veikindum og skemmri legutíma. Álagið á heilbrigðiskerfið er hins vegar gríðarlegt og hefur haft áhrif á ýmsa þjónustu. Chris Smith, veirusérfræðingur við Cambridge University, segir þróun mála vekja með sér bjartsýni en þeim sé að fækka sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu og á öndunarvél. Linda Bauld, prófessor við Edinburgh University og ráðgjafi skosku stjórnarinnar, bendir á að á föstudag hafi nýgreiningar verið færri en 100 þúsund í fyrsta sinn í nokkurn tíma. Vísbendingar um jákvæða þróun í nokkrum ríkjum Um það bil 48 þúsund greindust með Covid-19 í New York á föstudaginn en um er að ræða nærri helmings fækkun frá því fyrir viku, þegar um 90 þúsund greindust með kórónuveiruna. Fjöldinn samsvarar 14,6 prósentum af teknum sýnum en hlutfallið var 23 prósent fyrir viku. Innlögnum fækkaði um 38 á föstudag frá því fyrir viku síðan. Teikn eru á lofti um að ómíkron-bylgjan sé einnig á niðurleið í New Jersey, Massachusetts, Connecticut og Rhode Island. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, sagði á föstudag að opinberum sýnatökustöðum í ríkinu yrði fjölgað úr 20 í 29. Aðgengi að sýnatöku hefur verið vandamál en stjórnvöld tilkynntu á dögunum að frá og með miðvikudeginum myndu Bandaríkjamenn óskað eftir að fá ókeypis heimapróf send heim. Það mun hins vegar taka prófin allt að tólf daga að berast. „Gerið það haldið áfram að láta bólusetja ykkur, fá örvunarskammt, láta bólusetja börnin og bera grímu. Látum ekki alla vinnuna við að ná tölunum niður fara fyrir lítið,“ sagði Hochul á föstudag.
Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira