Saman til heilsueflingar Sigrún V. Heimisdóttir, Katrín Ösp Jónsdóttir og Inga Dagný Eydal skrifa 2. febrúar 2022 14:31 Umræða um álagsáhrif og minnkandi úthald ákveðinna hópa, hefur verið áberandi í samfélaginu undanfarið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO varar við flótta úr framlínustörfum í heilbrigðisþjónustu vegna álags og veikinda starfsfólks og mögulegt er að slíkt gæti einnig átt við um aðrar starfsstéttir. Oft þegar álagi linnir koma afleiðingarnar fram t.d. í líkamlegri- og sálrænni þreytu og jafnvel breytingum á hegðun. Langflestir komast þó í gegnum álagstíma án langvarandi neikvæðra afleiðinga og mikilvægt er að hafa það í huga. Aðrir upplifa lítinn kraft eftir, til uppbyggingar og eiga hættu á langtíma afleiðingum á heilsu og lífsgæði. Einkenni geta birst í breytingu á hegðun og þátttöku í daglegu lífi og þau geta verið dulin. Líkamleg einkenni geta m.a. komið fram sem þróttleysi, þreyta, meltingaróþægindi, vöðvabólga eða verkir. Sálræn einkenni svo sem breytingar á skapi, tilfinningalegu jafnvægi, einbeitingu og minni eru algeng. Við drögum okkur í hlé, finnum afsakanir og hörfum inn í heim sem krefst ekki mikils af okkur. Höfum kannski ekki mikið að gefa hvort sem er. Afleiðingar langvarandi álags og streitu þar sem við upplifum litla stjórn, geta komið fram í alvarlegum veikindum. Mikilvægast er að hunsa ekki merkin sem líkaminn og taugakerfið senda okkur og muna hvað við skiptum miklu máli. Að huga að okkur sjálfum. Við eigum líklega flest allskonar bjargráð í pokahorninu. Til dæmis er gott er að tala við þá sem við treystum s.s. fjölskyldumeðlimi eða vini. Huga að lífsstílnum, halda rútínu og sköpun og iðja skiptir einnig miklu máli. Ef við þurfum frekari stuðning þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar. Við viljum leggja okkar af mörkum og bjóða starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og í skólum, á Akureyri, á stuðningsfundi þar sem rætt verður um áhrif langvarandi álags, hvernig við getum þekkt viðvörunarmerkin og brugðist við. Unnið verður með sjálfsumhyggju, rætt um hugtakið „samúðarþreytu“og hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags á heilsu og líðan. Fundirnir verða í sal Heilsu og sálfræðiþjónustunnar á Akureyri þann 9. og 10. febrúar nk. kl. 17:00. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni www.heilsaogsal.is. Heilbrigðisstarfsfólk sem og aðrar fjölmennar stéttir sem vinna við að hlúa að öðru fólki eru sérfræðingar í eigin starfsumhverfi og mikilvægt að rödd þessara hópa heyrist. Því hvetjum við til samtals um það hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags og til eflingar heilsu og lífsgæða. Tökum höndum saman, tölum saman og verið velkomin á stuðningsfund! Fh. streituteymis Heilsu og sálfræðiþjónustunnarSigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingurKatrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingurInga Dagný Eydal, hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Akureyri Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Umræða um álagsáhrif og minnkandi úthald ákveðinna hópa, hefur verið áberandi í samfélaginu undanfarið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO varar við flótta úr framlínustörfum í heilbrigðisþjónustu vegna álags og veikinda starfsfólks og mögulegt er að slíkt gæti einnig átt við um aðrar starfsstéttir. Oft þegar álagi linnir koma afleiðingarnar fram t.d. í líkamlegri- og sálrænni þreytu og jafnvel breytingum á hegðun. Langflestir komast þó í gegnum álagstíma án langvarandi neikvæðra afleiðinga og mikilvægt er að hafa það í huga. Aðrir upplifa lítinn kraft eftir, til uppbyggingar og eiga hættu á langtíma afleiðingum á heilsu og lífsgæði. Einkenni geta birst í breytingu á hegðun og þátttöku í daglegu lífi og þau geta verið dulin. Líkamleg einkenni geta m.a. komið fram sem þróttleysi, þreyta, meltingaróþægindi, vöðvabólga eða verkir. Sálræn einkenni svo sem breytingar á skapi, tilfinningalegu jafnvægi, einbeitingu og minni eru algeng. Við drögum okkur í hlé, finnum afsakanir og hörfum inn í heim sem krefst ekki mikils af okkur. Höfum kannski ekki mikið að gefa hvort sem er. Afleiðingar langvarandi álags og streitu þar sem við upplifum litla stjórn, geta komið fram í alvarlegum veikindum. Mikilvægast er að hunsa ekki merkin sem líkaminn og taugakerfið senda okkur og muna hvað við skiptum miklu máli. Að huga að okkur sjálfum. Við eigum líklega flest allskonar bjargráð í pokahorninu. Til dæmis er gott er að tala við þá sem við treystum s.s. fjölskyldumeðlimi eða vini. Huga að lífsstílnum, halda rútínu og sköpun og iðja skiptir einnig miklu máli. Ef við þurfum frekari stuðning þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar. Við viljum leggja okkar af mörkum og bjóða starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og í skólum, á Akureyri, á stuðningsfundi þar sem rætt verður um áhrif langvarandi álags, hvernig við getum þekkt viðvörunarmerkin og brugðist við. Unnið verður með sjálfsumhyggju, rætt um hugtakið „samúðarþreytu“og hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags á heilsu og líðan. Fundirnir verða í sal Heilsu og sálfræðiþjónustunnar á Akureyri þann 9. og 10. febrúar nk. kl. 17:00. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni www.heilsaogsal.is. Heilbrigðisstarfsfólk sem og aðrar fjölmennar stéttir sem vinna við að hlúa að öðru fólki eru sérfræðingar í eigin starfsumhverfi og mikilvægt að rödd þessara hópa heyrist. Því hvetjum við til samtals um það hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags og til eflingar heilsu og lífsgæða. Tökum höndum saman, tölum saman og verið velkomin á stuðningsfund! Fh. streituteymis Heilsu og sálfræðiþjónustunnarSigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingurKatrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingurInga Dagný Eydal, hjúkrunarfræðingur
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar