Saman til heilsueflingar Sigrún V. Heimisdóttir, Katrín Ösp Jónsdóttir og Inga Dagný Eydal skrifa 2. febrúar 2022 14:31 Umræða um álagsáhrif og minnkandi úthald ákveðinna hópa, hefur verið áberandi í samfélaginu undanfarið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO varar við flótta úr framlínustörfum í heilbrigðisþjónustu vegna álags og veikinda starfsfólks og mögulegt er að slíkt gæti einnig átt við um aðrar starfsstéttir. Oft þegar álagi linnir koma afleiðingarnar fram t.d. í líkamlegri- og sálrænni þreytu og jafnvel breytingum á hegðun. Langflestir komast þó í gegnum álagstíma án langvarandi neikvæðra afleiðinga og mikilvægt er að hafa það í huga. Aðrir upplifa lítinn kraft eftir, til uppbyggingar og eiga hættu á langtíma afleiðingum á heilsu og lífsgæði. Einkenni geta birst í breytingu á hegðun og þátttöku í daglegu lífi og þau geta verið dulin. Líkamleg einkenni geta m.a. komið fram sem þróttleysi, þreyta, meltingaróþægindi, vöðvabólga eða verkir. Sálræn einkenni svo sem breytingar á skapi, tilfinningalegu jafnvægi, einbeitingu og minni eru algeng. Við drögum okkur í hlé, finnum afsakanir og hörfum inn í heim sem krefst ekki mikils af okkur. Höfum kannski ekki mikið að gefa hvort sem er. Afleiðingar langvarandi álags og streitu þar sem við upplifum litla stjórn, geta komið fram í alvarlegum veikindum. Mikilvægast er að hunsa ekki merkin sem líkaminn og taugakerfið senda okkur og muna hvað við skiptum miklu máli. Að huga að okkur sjálfum. Við eigum líklega flest allskonar bjargráð í pokahorninu. Til dæmis er gott er að tala við þá sem við treystum s.s. fjölskyldumeðlimi eða vini. Huga að lífsstílnum, halda rútínu og sköpun og iðja skiptir einnig miklu máli. Ef við þurfum frekari stuðning þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar. Við viljum leggja okkar af mörkum og bjóða starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og í skólum, á Akureyri, á stuðningsfundi þar sem rætt verður um áhrif langvarandi álags, hvernig við getum þekkt viðvörunarmerkin og brugðist við. Unnið verður með sjálfsumhyggju, rætt um hugtakið „samúðarþreytu“og hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags á heilsu og líðan. Fundirnir verða í sal Heilsu og sálfræðiþjónustunnar á Akureyri þann 9. og 10. febrúar nk. kl. 17:00. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni www.heilsaogsal.is. Heilbrigðisstarfsfólk sem og aðrar fjölmennar stéttir sem vinna við að hlúa að öðru fólki eru sérfræðingar í eigin starfsumhverfi og mikilvægt að rödd þessara hópa heyrist. Því hvetjum við til samtals um það hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags og til eflingar heilsu og lífsgæða. Tökum höndum saman, tölum saman og verið velkomin á stuðningsfund! Fh. streituteymis Heilsu og sálfræðiþjónustunnarSigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingurKatrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingurInga Dagný Eydal, hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Akureyri Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Umræða um álagsáhrif og minnkandi úthald ákveðinna hópa, hefur verið áberandi í samfélaginu undanfarið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO varar við flótta úr framlínustörfum í heilbrigðisþjónustu vegna álags og veikinda starfsfólks og mögulegt er að slíkt gæti einnig átt við um aðrar starfsstéttir. Oft þegar álagi linnir koma afleiðingarnar fram t.d. í líkamlegri- og sálrænni þreytu og jafnvel breytingum á hegðun. Langflestir komast þó í gegnum álagstíma án langvarandi neikvæðra afleiðinga og mikilvægt er að hafa það í huga. Aðrir upplifa lítinn kraft eftir, til uppbyggingar og eiga hættu á langtíma afleiðingum á heilsu og lífsgæði. Einkenni geta birst í breytingu á hegðun og þátttöku í daglegu lífi og þau geta verið dulin. Líkamleg einkenni geta m.a. komið fram sem þróttleysi, þreyta, meltingaróþægindi, vöðvabólga eða verkir. Sálræn einkenni svo sem breytingar á skapi, tilfinningalegu jafnvægi, einbeitingu og minni eru algeng. Við drögum okkur í hlé, finnum afsakanir og hörfum inn í heim sem krefst ekki mikils af okkur. Höfum kannski ekki mikið að gefa hvort sem er. Afleiðingar langvarandi álags og streitu þar sem við upplifum litla stjórn, geta komið fram í alvarlegum veikindum. Mikilvægast er að hunsa ekki merkin sem líkaminn og taugakerfið senda okkur og muna hvað við skiptum miklu máli. Að huga að okkur sjálfum. Við eigum líklega flest allskonar bjargráð í pokahorninu. Til dæmis er gott er að tala við þá sem við treystum s.s. fjölskyldumeðlimi eða vini. Huga að lífsstílnum, halda rútínu og sköpun og iðja skiptir einnig miklu máli. Ef við þurfum frekari stuðning þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar. Við viljum leggja okkar af mörkum og bjóða starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og í skólum, á Akureyri, á stuðningsfundi þar sem rætt verður um áhrif langvarandi álags, hvernig við getum þekkt viðvörunarmerkin og brugðist við. Unnið verður með sjálfsumhyggju, rætt um hugtakið „samúðarþreytu“og hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags á heilsu og líðan. Fundirnir verða í sal Heilsu og sálfræðiþjónustunnar á Akureyri þann 9. og 10. febrúar nk. kl. 17:00. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni www.heilsaogsal.is. Heilbrigðisstarfsfólk sem og aðrar fjölmennar stéttir sem vinna við að hlúa að öðru fólki eru sérfræðingar í eigin starfsumhverfi og mikilvægt að rödd þessara hópa heyrist. Því hvetjum við til samtals um það hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags og til eflingar heilsu og lífsgæða. Tökum höndum saman, tölum saman og verið velkomin á stuðningsfund! Fh. streituteymis Heilsu og sálfræðiþjónustunnarSigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingurKatrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingurInga Dagný Eydal, hjúkrunarfræðingur
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar