Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2022 23:01 Rússneski herinn við æfingar í gær. (Russian Defense Ministry Press Service via AP) Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. Reuters greinir frá og hefur eftir háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Segir hann að Rússar undirbúi ýmsa leiki í stöðunni sem geti gefið þeim mögulega ástæðu til að ráðast inn í Úkraínu. Þar á meðal er tilbúið myndband sem á að sýna eftirleik sprengingar þar sem sjá má búnað frá Úkraínu-mönnum eða Bandamönnum. „Myndbandið verður birt til að sýna fram á að ógn við öryggi Rússlands og til að styðja við hernaðaraðgerðir,“ sagði embættismaðurinn við Reuters. „Þetta myndband, ef það verður birt, gæti verið neistinn sem Pútín [Vladimír Pútín, Rússlandsforseti] þarf til að hefja og réttlæta hernaðaraðgerðir gegn Úkraínu,“ sagði hann enn fremur. Sagði hann jafnframt að Bandaríkjastjórn væri að gera þessar upplýsingar opinberar með það að markmiði að letja Rússa til að útbúa átyllu fyrir árás. Mikil spenna er í Austur-Evrópu um þessar mundir sem að má að miklu leyti rekja til gríðarlegs fjölda rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu. Óttast er að Rússar gætu gert aðra innrás í landið. Rússar hafa krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu. Þeim kröfum hefur verið hafnað alfarið. Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Reuters greinir frá og hefur eftir háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Segir hann að Rússar undirbúi ýmsa leiki í stöðunni sem geti gefið þeim mögulega ástæðu til að ráðast inn í Úkraínu. Þar á meðal er tilbúið myndband sem á að sýna eftirleik sprengingar þar sem sjá má búnað frá Úkraínu-mönnum eða Bandamönnum. „Myndbandið verður birt til að sýna fram á að ógn við öryggi Rússlands og til að styðja við hernaðaraðgerðir,“ sagði embættismaðurinn við Reuters. „Þetta myndband, ef það verður birt, gæti verið neistinn sem Pútín [Vladimír Pútín, Rússlandsforseti] þarf til að hefja og réttlæta hernaðaraðgerðir gegn Úkraínu,“ sagði hann enn fremur. Sagði hann jafnframt að Bandaríkjastjórn væri að gera þessar upplýsingar opinberar með það að markmiði að letja Rússa til að útbúa átyllu fyrir árás. Mikil spenna er í Austur-Evrópu um þessar mundir sem að má að miklu leyti rekja til gríðarlegs fjölda rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu. Óttast er að Rússar gætu gert aðra innrás í landið. Rússar hafa krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu. Þeim kröfum hefur verið hafnað alfarið.
Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02
Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45
Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35