Elísabet II hin sprækasta eftir sjö áratugi á valdastóli Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 20:00 Elísabet II hefur slegið allar vangaveltur út af borðinu um gengið verði framhjá Karli í erfðaröðinni við fráfall hennar með því að tilkynna að hún vilji að Kamilla eiginkona hans verði drottning eftir að hann tekur við. Getty/Paul Edwards Elísabet önnur drottning Bretlands og fjórtán samveldisríkja hefur í dag verið drottning í sjötíu ár, lengur en nokkur annar hefur setið í hásæti í Bretlandi. Hún lýsti því yfir í gær að Kamilla eiginkona Karls Bretaprins fái drottningartitil þegar hann tekur við krúnunni. Drottningin var hin sprækasta í móttöku í Sandringham kastala í gær þar sem hún heldur jafnan upp á daginn sem hún varð drottning en Georg VI faðir hennar lést hinn 6. febrúar 1952. Hún var síðan krýnd tæplega ári síðar. Enginn hefur borið krúnu Englands, Skotlands, Norður Írlands og samveldisríkjanna lengur en Elísabet II. Nafna hennar ríkti í 45 ár og Viktoría í 64 ár.Getty/Geoff Pugh Drottningunni var færð kaka í tilefni dagsins í gær. „Ég held ég stingi hnífnum bara í hana til að sjá hvort þetta er í lagi. Einhver annar getur svo séð um restina,“ sagði hennar hátign glöð í bragði eftir að hafa rekið hálfgerða sveðju í kökuna. En drottninginn sótti ekki bara mótttöku í Sandringham í gær. Hún sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsti þeim vilja sínum að Kamilla eiginkona Karls Bretaprins fái titilinn drottning eftir að Karl tekur við krúnunni. Þar með sló hún líka á allar vangaveltur um að gengið verði framhjá Karli þegar stundin kemur og Vilhjálmur sonur hans og Díönu prinsessu tæki við krúnunni. Mikill undirbúningur stendur yfir fyrir formlega hátíðarhöld næsta sumar. Elísabet II hefur lengst af ferili sínum notið gífurlegar hylli í Bretlandi og í samveldisríkjunum sem nú eru 14 talsins.Getty/Chris Jackson „Ég tel að margir bíði óþreyjufullir eftir því að komast út til að skemmta sér og fagna. Það er varla betra tilefni til þess en á 70 ára afmæli valdatíðar drottningarinar,“ segir Graham Barker formaður undirbúingsnefndar hátíðarhalda í Windsor kastala. Drottningin verður 96 ára hinn 21. apríl en opinber afmælisdagur hennar og annarra sem haldið hafa á bresku krúnunni er annar laugardagur í júní. Þá helgi verður mikið um dýrðir um allt Bretland og samveldið til að halda upp á valdatíð hennar í sjötíu ár. Ekki hvað síst við Windsor kastala uppáhalds heimili Elísabetar og þaðan sem konungsfjölskyldan sækir ættarnafn sitt. Lisa Hunter viðburðastjórnandi segir dagskrána verða fjölbreytta. „Við efnum til lautarferðar í garðinum. Vonandi efnum við til sýningar á fornbílum frá sl. 70 árum, þ.e. sérstakur bíll fyrir hvern áratug valdatíðar drottningar. Það gæti verið mjög skemmtilegt. Það verður áhugavert hve margir þekkja þá og geta nafngreint þá. Við bjóðum upp á tónlist og skjái í garðinum til að sýna frá hátíðinni í Lundúnum því það verður samkvæmi í Buckingham-höll,“ segir Hunter og hlakkar greinilega til júnímánaðar. Bretland Kóngafólk Tímamót Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Elísabet útnefnir Camillu verðandi drottningu Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti í kvöld að hún vilji að Camilla, hertogaynja af Cornwall, verði ávörpuð sem drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur. 5. febrúar 2022 22:22 Drottningin missir af minningarathöfn vegna tognunar Elísabet önnur Bretlandsdrottning verður ekki viðstödd minningarathöfn sem haldin verður til heiðurs þeirra sem látist hafa í herþjónustu við breska heimsveldið í dag. Ástæðan er tognun í baki. 14. nóvember 2021 10:07 Drottningin varði nótt á sjúkrahúsi Elísabet II Bretadrottning varði aðfaranótt gærdagsins á sjúkrahúsi í London en hún er komin aftur til Windsor-kastala. 22. október 2021 07:52 Drottningin deilir áður óséðri mynd Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003. 16. apríl 2021 22:09 Drottningin mætt aftur til starfa Elísabet Bretadrottning sneri aftur til starfa sinna fjórum dögum eftir að Filippus eiginmaður hennar lést. Hinn 94 ára gamla drottning sótti viðburð í gær þar sem æðsti starfsmaður konungsfjölskyldunnar fór á eftirlaun og þar að auki heimsótti hún í dag siglingaklúbb ásamt dóttur sinni. 14. apríl 2021 15:40 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Drottningin var hin sprækasta í móttöku í Sandringham kastala í gær þar sem hún heldur jafnan upp á daginn sem hún varð drottning en Georg VI faðir hennar lést hinn 6. febrúar 1952. Hún var síðan krýnd tæplega ári síðar. Enginn hefur borið krúnu Englands, Skotlands, Norður Írlands og samveldisríkjanna lengur en Elísabet II. Nafna hennar ríkti í 45 ár og Viktoría í 64 ár.Getty/Geoff Pugh Drottningunni var færð kaka í tilefni dagsins í gær. „Ég held ég stingi hnífnum bara í hana til að sjá hvort þetta er í lagi. Einhver annar getur svo séð um restina,“ sagði hennar hátign glöð í bragði eftir að hafa rekið hálfgerða sveðju í kökuna. En drottninginn sótti ekki bara mótttöku í Sandringham í gær. Hún sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsti þeim vilja sínum að Kamilla eiginkona Karls Bretaprins fái titilinn drottning eftir að Karl tekur við krúnunni. Þar með sló hún líka á allar vangaveltur um að gengið verði framhjá Karli þegar stundin kemur og Vilhjálmur sonur hans og Díönu prinsessu tæki við krúnunni. Mikill undirbúningur stendur yfir fyrir formlega hátíðarhöld næsta sumar. Elísabet II hefur lengst af ferili sínum notið gífurlegar hylli í Bretlandi og í samveldisríkjunum sem nú eru 14 talsins.Getty/Chris Jackson „Ég tel að margir bíði óþreyjufullir eftir því að komast út til að skemmta sér og fagna. Það er varla betra tilefni til þess en á 70 ára afmæli valdatíðar drottningarinar,“ segir Graham Barker formaður undirbúingsnefndar hátíðarhalda í Windsor kastala. Drottningin verður 96 ára hinn 21. apríl en opinber afmælisdagur hennar og annarra sem haldið hafa á bresku krúnunni er annar laugardagur í júní. Þá helgi verður mikið um dýrðir um allt Bretland og samveldið til að halda upp á valdatíð hennar í sjötíu ár. Ekki hvað síst við Windsor kastala uppáhalds heimili Elísabetar og þaðan sem konungsfjölskyldan sækir ættarnafn sitt. Lisa Hunter viðburðastjórnandi segir dagskrána verða fjölbreytta. „Við efnum til lautarferðar í garðinum. Vonandi efnum við til sýningar á fornbílum frá sl. 70 árum, þ.e. sérstakur bíll fyrir hvern áratug valdatíðar drottningar. Það gæti verið mjög skemmtilegt. Það verður áhugavert hve margir þekkja þá og geta nafngreint þá. Við bjóðum upp á tónlist og skjái í garðinum til að sýna frá hátíðinni í Lundúnum því það verður samkvæmi í Buckingham-höll,“ segir Hunter og hlakkar greinilega til júnímánaðar.
Bretland Kóngafólk Tímamót Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Elísabet útnefnir Camillu verðandi drottningu Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti í kvöld að hún vilji að Camilla, hertogaynja af Cornwall, verði ávörpuð sem drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur. 5. febrúar 2022 22:22 Drottningin missir af minningarathöfn vegna tognunar Elísabet önnur Bretlandsdrottning verður ekki viðstödd minningarathöfn sem haldin verður til heiðurs þeirra sem látist hafa í herþjónustu við breska heimsveldið í dag. Ástæðan er tognun í baki. 14. nóvember 2021 10:07 Drottningin varði nótt á sjúkrahúsi Elísabet II Bretadrottning varði aðfaranótt gærdagsins á sjúkrahúsi í London en hún er komin aftur til Windsor-kastala. 22. október 2021 07:52 Drottningin deilir áður óséðri mynd Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003. 16. apríl 2021 22:09 Drottningin mætt aftur til starfa Elísabet Bretadrottning sneri aftur til starfa sinna fjórum dögum eftir að Filippus eiginmaður hennar lést. Hinn 94 ára gamla drottning sótti viðburð í gær þar sem æðsti starfsmaður konungsfjölskyldunnar fór á eftirlaun og þar að auki heimsótti hún í dag siglingaklúbb ásamt dóttur sinni. 14. apríl 2021 15:40 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Elísabet útnefnir Camillu verðandi drottningu Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti í kvöld að hún vilji að Camilla, hertogaynja af Cornwall, verði ávörpuð sem drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur. 5. febrúar 2022 22:22
Drottningin missir af minningarathöfn vegna tognunar Elísabet önnur Bretlandsdrottning verður ekki viðstödd minningarathöfn sem haldin verður til heiðurs þeirra sem látist hafa í herþjónustu við breska heimsveldið í dag. Ástæðan er tognun í baki. 14. nóvember 2021 10:07
Drottningin varði nótt á sjúkrahúsi Elísabet II Bretadrottning varði aðfaranótt gærdagsins á sjúkrahúsi í London en hún er komin aftur til Windsor-kastala. 22. október 2021 07:52
Drottningin deilir áður óséðri mynd Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003. 16. apríl 2021 22:09
Drottningin mætt aftur til starfa Elísabet Bretadrottning sneri aftur til starfa sinna fjórum dögum eftir að Filippus eiginmaður hennar lést. Hinn 94 ára gamla drottning sótti viðburð í gær þar sem æðsti starfsmaður konungsfjölskyldunnar fór á eftirlaun og þar að auki heimsótti hún í dag siglingaklúbb ásamt dóttur sinni. 14. apríl 2021 15:40