Ósammála um hvað Pútín sagði Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2022 18:47 Emmanuel Macron og Vladimír Pútín, forsetar Frakklands og Rússlands, eftir fund þeirra í Moskvu í gær. AP/Thibault Camus Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, Eftir fundinn með Pútín í gær fór Macron til Úkraínu og ræddi við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, en fyrir þann fund sagði Macron að Pútín hefði sagt að Rússar myndu ekki auka spennuna og ekki koma upp varanlegri viðveru rússneskra hermanna í Hvíta-Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði þó í dag að forsetarnir hefðu ekki komist að nokkru samkomulagi af þessu tagi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði einnig að aldrei hafi staðið til að hafa hermenn í Hvíta-Rússlandi til lengri tíma. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði í austurhluta landsins. Mcaron fundaði með Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í Kænugarði í dag.AP/Efrem Lukatsky Nú hafa Rússar sent gífurlegan fjölda hermanna að landamærum Úkraínu og krefjast þess að ríkinu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla tíð. Þá hefur ríkisstjórn Pútíns einnig krafist þess að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu en báðum kröfunum hefur verið hafnað. Eftir fund Macrons og Selenskís sagði sá franski að nú væri tækifæri til að ná viðræðum á skrið. Hann sagðist einnig sjá vænlega kosti til að draga úr spennu. Selenskí sagðist sjá viðræður um átökin í austurhluta landsins milli Rússlands, Frakklands og Þýskalands fyrir sér í náinni framtíð. Samkvæmt BBC sagðist hann þó vilja sjá raunverulegar aðgerðir frá Rússum í átt að því að draga úr spennu. Hann sagðist leggja meiri trú á gjörðir en orð. Úkraína Frakkland Rússland NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58 Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Eftir fundinn með Pútín í gær fór Macron til Úkraínu og ræddi við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, en fyrir þann fund sagði Macron að Pútín hefði sagt að Rússar myndu ekki auka spennuna og ekki koma upp varanlegri viðveru rússneskra hermanna í Hvíta-Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði þó í dag að forsetarnir hefðu ekki komist að nokkru samkomulagi af þessu tagi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði einnig að aldrei hafi staðið til að hafa hermenn í Hvíta-Rússlandi til lengri tíma. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði í austurhluta landsins. Mcaron fundaði með Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í Kænugarði í dag.AP/Efrem Lukatsky Nú hafa Rússar sent gífurlegan fjölda hermanna að landamærum Úkraínu og krefjast þess að ríkinu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla tíð. Þá hefur ríkisstjórn Pútíns einnig krafist þess að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu en báðum kröfunum hefur verið hafnað. Eftir fund Macrons og Selenskís sagði sá franski að nú væri tækifæri til að ná viðræðum á skrið. Hann sagðist einnig sjá vænlega kosti til að draga úr spennu. Selenskí sagðist sjá viðræður um átökin í austurhluta landsins milli Rússlands, Frakklands og Þýskalands fyrir sér í náinni framtíð. Samkvæmt BBC sagðist hann þó vilja sjá raunverulegar aðgerðir frá Rússum í átt að því að draga úr spennu. Hann sagðist leggja meiri trú á gjörðir en orð.
Úkraína Frakkland Rússland NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58 Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51
Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58
Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02