Ósammála um hvað Pútín sagði Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2022 18:47 Emmanuel Macron og Vladimír Pútín, forsetar Frakklands og Rússlands, eftir fund þeirra í Moskvu í gær. AP/Thibault Camus Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, Eftir fundinn með Pútín í gær fór Macron til Úkraínu og ræddi við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, en fyrir þann fund sagði Macron að Pútín hefði sagt að Rússar myndu ekki auka spennuna og ekki koma upp varanlegri viðveru rússneskra hermanna í Hvíta-Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði þó í dag að forsetarnir hefðu ekki komist að nokkru samkomulagi af þessu tagi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði einnig að aldrei hafi staðið til að hafa hermenn í Hvíta-Rússlandi til lengri tíma. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði í austurhluta landsins. Mcaron fundaði með Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í Kænugarði í dag.AP/Efrem Lukatsky Nú hafa Rússar sent gífurlegan fjölda hermanna að landamærum Úkraínu og krefjast þess að ríkinu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla tíð. Þá hefur ríkisstjórn Pútíns einnig krafist þess að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu en báðum kröfunum hefur verið hafnað. Eftir fund Macrons og Selenskís sagði sá franski að nú væri tækifæri til að ná viðræðum á skrið. Hann sagðist einnig sjá vænlega kosti til að draga úr spennu. Selenskí sagðist sjá viðræður um átökin í austurhluta landsins milli Rússlands, Frakklands og Þýskalands fyrir sér í náinni framtíð. Samkvæmt BBC sagðist hann þó vilja sjá raunverulegar aðgerðir frá Rússum í átt að því að draga úr spennu. Hann sagðist leggja meiri trú á gjörðir en orð. Úkraína Frakkland Rússland NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58 Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Eftir fundinn með Pútín í gær fór Macron til Úkraínu og ræddi við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, en fyrir þann fund sagði Macron að Pútín hefði sagt að Rússar myndu ekki auka spennuna og ekki koma upp varanlegri viðveru rússneskra hermanna í Hvíta-Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði þó í dag að forsetarnir hefðu ekki komist að nokkru samkomulagi af þessu tagi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði einnig að aldrei hafi staðið til að hafa hermenn í Hvíta-Rússlandi til lengri tíma. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði í austurhluta landsins. Mcaron fundaði með Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í Kænugarði í dag.AP/Efrem Lukatsky Nú hafa Rússar sent gífurlegan fjölda hermanna að landamærum Úkraínu og krefjast þess að ríkinu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla tíð. Þá hefur ríkisstjórn Pútíns einnig krafist þess að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu en báðum kröfunum hefur verið hafnað. Eftir fund Macrons og Selenskís sagði sá franski að nú væri tækifæri til að ná viðræðum á skrið. Hann sagðist einnig sjá vænlega kosti til að draga úr spennu. Selenskí sagðist sjá viðræður um átökin í austurhluta landsins milli Rússlands, Frakklands og Þýskalands fyrir sér í náinni framtíð. Samkvæmt BBC sagðist hann þó vilja sjá raunverulegar aðgerðir frá Rússum í átt að því að draga úr spennu. Hann sagðist leggja meiri trú á gjörðir en orð.
Úkraína Frakkland Rússland NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58 Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51
Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58
Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02