Vaxtaverkir í leikskólamálum í Urriðaholti Vera Rut Ragnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:01 Samkvæmt skilgreiningu orðabókar þýðir „vaxtaverkur“ meðal annars stundarörðuleikar tengdir örri þróun. Um 70% íbúa í Urriðaholti eru undir fertugu og um 16% íbúa hverfisins eru börn á leikskólaaldri. Þess má geta að meðaltal leikskólabarna er almennt um 7% í sveitarfélögum. Skipulag hverfisins gerir ráð fyrir tveimur leikskólum auk grunnskóla. Við skipulag Urriðaholts var ekki gert ráð fyrir jafn ungri íbúasamsetningu og úr varð, hvað þá svona mörgum leikskólabörnum. Þar spila fjölmargir þættir inn í en skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, lágir vextir og aðdráttarafl hverfisins hafa gert það að einum vinsælasta kosti síðustu ára. Fleiri börn á leikskóla en ætlað var 212 leikskólabörn eru í leikskóladeild Urriðaholtsskóla og ekki er hægt að taka við fleirum, enda leikskólinn ekki ætlaður nema 140 börnum á sex deildum. Stjórnendur skólans hafa unnið gott starf og reynt eftir fremsta megni að vinna lausnamiðað svo öllum líði vel. Þá hefur elstu börnum á leikskólanum verið komið fyrir í skólastofum grunnskólans, dóttir mín er á meðal þeirra barna. Aðstaðan sem leikskólabörn nota tímabundið verður ætluð frístund og tónment. Ekki þrengt að grunnskólabörnum Á grunnskólastigi Urriðaholsskóla eru 150 börn, elsti bekkurinn núna er 7. bekkur en verður 10. bekkur. Elstu börn skólans byrjuðu í 4. bekk og skólinn vex með þeim og því verða þau alltaf elsti bekkur skólans. Þar sem nemendur á grunnskólastigi eru ekki fleiri fleiri þrengir það ekki að grunnskólabörnum að leikskólinn fái tímabundið rými að láni til að mæta tímabundnum vexti. Það er mikilvægt að taka það fram að list- og verkgreinar eru kenndar í skólanum, ég las nýlega grein þar sem þar var sagt að svo væri ekki en mér finnst mikilvægt að leiðrétta. Ábyrgar framkvæmdir Bærinn fór ábyrgt í framkvæmdir í Urriðaholti og byggði hraða uppbyggingarinnar á fyrirliggjandi gögnum um líklega íbúasamsetningu miðað við fyrri uppbyggingu hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því um margt óvenjuleg staða sem upp hefur komið í Urriðaholtinu, enda fjöldi leikskólabarna langt umfram það sem nokkrar spár gerðu ráð fyrir. Við erum góðu vön og viljum það besta Hér í Garðabæ erum við góðu vön og viljum hafa það þannig áfram. Börn komast enn um 12 mánaða á leikskóla þó að það sé ekki endilega í hverfinu sem við búum í í fyrstu. Garðabær fór í það að byggja leikskólann Mánahvol, sem verður átta deilda leikskóli úr færanlegum einingum til að mæta þeirri tímabundnu þörf sem til staðar er í Urriðaholti meðal annars, en skólinn mun einnig nýtast þegar uppbygging hefst í Hnoðraholti á komandi árum. Til stendur að koma færanlegum einingum einnig fyrir á Holtsvegi á meðan leikskólin þar er í byggingu og börnin sem færu þangað myndu færast í varnalegt húsnæði þegar það er tilbúið. Það verður þó að nefna að húsnæði er ekki allt sem þarf til að reka leikskóla, stór hluti vandamála leikskólanna í landinu er mannekla og Garðabær er því ekki undanskilin. Nú þegar hefur verið farið í mikið markaðsátak til þess að laða að starfsfólk auk þess sem Garðabær hvetur starfsfólks leikskóla til náms og styður það. Hverfin eldast og breytast Ég minnist þess þegar ég var 6 ára í Flataskóla árið 1996, þá var húsnæði skólans sprungið og færanlegum húsum var komið fyrir á skólalóðinni. Fyrsta árið mitt í grunnskóla var ég í færanlegu húsnæði en í þá daga voru vaxtaverkirnir í Flataskóla. Byggt var við skólann til að mæta þeirri þörf en síðan þá hefur hverfið elst, foreldrar jafnaldra minna búa enn þá í grennd við skólann en við erum fullorðin og farin að heiman. Í dag eru færanlegu húsin farin og leikskóladeild komin í skólann þar sem barnafjöldi dróst saman. Til framtíðar má gera ráð fyrir að Flatirnar yngist upp aftur og Flataskóli verði aftur fullnýttur, en sú staða er einmitt uppi nú um stundir í Garðaskóla, þar sem nemendafjöldi hefur aftur náð miklum hæðum eftir að mikil fækkun varð þegar Álftanesskóli tók unglingadeild inn og 7. bekkur færðist aftur í hina hefðbundnu grunnskóla. Það er ekki sjálfgefið að allir innviðir séu komnir til á undan byggð, þó þess væri óskandi. Sem foreldri í Urriðaholtsskóla er ég þakklát því góða starfi sem þar á sér stað og þakklát einstaklega lausnamiðaðri hugsun skólastjórnenda. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og ánægt foreldri í Urriðaholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt skilgreiningu orðabókar þýðir „vaxtaverkur“ meðal annars stundarörðuleikar tengdir örri þróun. Um 70% íbúa í Urriðaholti eru undir fertugu og um 16% íbúa hverfisins eru börn á leikskólaaldri. Þess má geta að meðaltal leikskólabarna er almennt um 7% í sveitarfélögum. Skipulag hverfisins gerir ráð fyrir tveimur leikskólum auk grunnskóla. Við skipulag Urriðaholts var ekki gert ráð fyrir jafn ungri íbúasamsetningu og úr varð, hvað þá svona mörgum leikskólabörnum. Þar spila fjölmargir þættir inn í en skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, lágir vextir og aðdráttarafl hverfisins hafa gert það að einum vinsælasta kosti síðustu ára. Fleiri börn á leikskóla en ætlað var 212 leikskólabörn eru í leikskóladeild Urriðaholtsskóla og ekki er hægt að taka við fleirum, enda leikskólinn ekki ætlaður nema 140 börnum á sex deildum. Stjórnendur skólans hafa unnið gott starf og reynt eftir fremsta megni að vinna lausnamiðað svo öllum líði vel. Þá hefur elstu börnum á leikskólanum verið komið fyrir í skólastofum grunnskólans, dóttir mín er á meðal þeirra barna. Aðstaðan sem leikskólabörn nota tímabundið verður ætluð frístund og tónment. Ekki þrengt að grunnskólabörnum Á grunnskólastigi Urriðaholsskóla eru 150 börn, elsti bekkurinn núna er 7. bekkur en verður 10. bekkur. Elstu börn skólans byrjuðu í 4. bekk og skólinn vex með þeim og því verða þau alltaf elsti bekkur skólans. Þar sem nemendur á grunnskólastigi eru ekki fleiri fleiri þrengir það ekki að grunnskólabörnum að leikskólinn fái tímabundið rými að láni til að mæta tímabundnum vexti. Það er mikilvægt að taka það fram að list- og verkgreinar eru kenndar í skólanum, ég las nýlega grein þar sem þar var sagt að svo væri ekki en mér finnst mikilvægt að leiðrétta. Ábyrgar framkvæmdir Bærinn fór ábyrgt í framkvæmdir í Urriðaholti og byggði hraða uppbyggingarinnar á fyrirliggjandi gögnum um líklega íbúasamsetningu miðað við fyrri uppbyggingu hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því um margt óvenjuleg staða sem upp hefur komið í Urriðaholtinu, enda fjöldi leikskólabarna langt umfram það sem nokkrar spár gerðu ráð fyrir. Við erum góðu vön og viljum það besta Hér í Garðabæ erum við góðu vön og viljum hafa það þannig áfram. Börn komast enn um 12 mánaða á leikskóla þó að það sé ekki endilega í hverfinu sem við búum í í fyrstu. Garðabær fór í það að byggja leikskólann Mánahvol, sem verður átta deilda leikskóli úr færanlegum einingum til að mæta þeirri tímabundnu þörf sem til staðar er í Urriðaholti meðal annars, en skólinn mun einnig nýtast þegar uppbygging hefst í Hnoðraholti á komandi árum. Til stendur að koma færanlegum einingum einnig fyrir á Holtsvegi á meðan leikskólin þar er í byggingu og börnin sem færu þangað myndu færast í varnalegt húsnæði þegar það er tilbúið. Það verður þó að nefna að húsnæði er ekki allt sem þarf til að reka leikskóla, stór hluti vandamála leikskólanna í landinu er mannekla og Garðabær er því ekki undanskilin. Nú þegar hefur verið farið í mikið markaðsátak til þess að laða að starfsfólk auk þess sem Garðabær hvetur starfsfólks leikskóla til náms og styður það. Hverfin eldast og breytast Ég minnist þess þegar ég var 6 ára í Flataskóla árið 1996, þá var húsnæði skólans sprungið og færanlegum húsum var komið fyrir á skólalóðinni. Fyrsta árið mitt í grunnskóla var ég í færanlegu húsnæði en í þá daga voru vaxtaverkirnir í Flataskóla. Byggt var við skólann til að mæta þeirri þörf en síðan þá hefur hverfið elst, foreldrar jafnaldra minna búa enn þá í grennd við skólann en við erum fullorðin og farin að heiman. Í dag eru færanlegu húsin farin og leikskóladeild komin í skólann þar sem barnafjöldi dróst saman. Til framtíðar má gera ráð fyrir að Flatirnar yngist upp aftur og Flataskóli verði aftur fullnýttur, en sú staða er einmitt uppi nú um stundir í Garðaskóla, þar sem nemendafjöldi hefur aftur náð miklum hæðum eftir að mikil fækkun varð þegar Álftanesskóli tók unglingadeild inn og 7. bekkur færðist aftur í hina hefðbundnu grunnskóla. Það er ekki sjálfgefið að allir innviðir séu komnir til á undan byggð, þó þess væri óskandi. Sem foreldri í Urriðaholtsskóla er ég þakklát því góða starfi sem þar á sér stað og þakklát einstaklega lausnamiðaðri hugsun skólastjórnenda. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og ánægt foreldri í Urriðaholti.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar