Kalla eftir fundi með Rússum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. febrúar 2022 00:05 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. Getty/Bernd von Jutrczenka Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, segir rússnesk yfirvöld ekki hafa brugðist við fyrirspurnum þeirra um ástæður aukinnar viðveru rússneskra hermanna á landamærunum. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið hafði Kuleba farið fram á það síðastliðinn föstudag að Rússar myndu svara fyrir viðveru hermannanna en engin svör höfðu borist. Kuleba sagði þá næsta skref vera að krefjast fundar í samræmi við reglur Vínarskjalsins svokallaða, grundvallarsamnings um öryggissamvinnu í Evrópu, innan 48 klukkustunda þar sem Rússar myndu svara fyrir áform sín. Um hundrað þúsund rússneskir hermenn eru nú á landamærunum og er óttast að innrás sé yfirvofandi. Yfirvöld í fjölmörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa beint því til ríkisborgara sinna að yfirgefa landið vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Rússnesk yfirvöld hafa þó alfarið neitað því að þeir stefni á að ráðast inn í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti, ræddi símleiðis við Vladimír Pútím Rússlandsforseta í gær og varaði við því að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi. Símtal þeirra bar þó lítinn árangur. Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, ræddi þá við Biden í dag en þar sem Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjálfur sagðist Zelenskík ekki hafa neinar haldbærar sannanir fyrir því að Rússar væru að skipuleggja árás inn í Úkraínu. Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. 12. febrúar 2022 23:12 Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, segir rússnesk yfirvöld ekki hafa brugðist við fyrirspurnum þeirra um ástæður aukinnar viðveru rússneskra hermanna á landamærunum. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið hafði Kuleba farið fram á það síðastliðinn föstudag að Rússar myndu svara fyrir viðveru hermannanna en engin svör höfðu borist. Kuleba sagði þá næsta skref vera að krefjast fundar í samræmi við reglur Vínarskjalsins svokallaða, grundvallarsamnings um öryggissamvinnu í Evrópu, innan 48 klukkustunda þar sem Rússar myndu svara fyrir áform sín. Um hundrað þúsund rússneskir hermenn eru nú á landamærunum og er óttast að innrás sé yfirvofandi. Yfirvöld í fjölmörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa beint því til ríkisborgara sinna að yfirgefa landið vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Rússnesk yfirvöld hafa þó alfarið neitað því að þeir stefni á að ráðast inn í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti, ræddi símleiðis við Vladimír Pútím Rússlandsforseta í gær og varaði við því að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi. Símtal þeirra bar þó lítinn árangur. Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, ræddi þá við Biden í dag en þar sem Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjálfur sagðist Zelenskík ekki hafa neinar haldbærar sannanir fyrir því að Rússar væru að skipuleggja árás inn í Úkraínu.
Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. 12. febrúar 2022 23:12 Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31
Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. 12. febrúar 2022 23:12
Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21