Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 20. febrúar 2022 19:35 Viktor Khrenin er varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Stöð 2 Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. Rússar og Hvítrússar hafa haldið sameiginlegar heræfingar á undanförnum vikum sem átti að ljúka í dag. Varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands tilkynnti það hins vegar áðan að þeim yrði haldið áfram í ljósi spennunnar í austurhluta Úkraínu. „Þessar aðgerðir eiga fyrst og fremst að koma í veg fyrir stríð. Forseti okkar sagði það ekki bara einu sinni á fundunum. Við viljum ekki stríð. En þeir hlusta ekki á okkur eða þeir vilja ekki hlusta á okkur,“ segir Viktor Khrenin, varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Um þrjátíu þúsund rússneskir hermenn eru staddir í Hvíta-Rússlandi en allt í allt eru Rússar taldir vera með allt að 190 þúsund hermenn við landamæri Úkraínu. Vestrænir ráðamenn segja hermennina hafa færst nær landamærunum á síðustu dögum. Þeir séu í startholunum fyrir innrás. Andrúmsloftið í Donbass, yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem eru hliðhollir Rússum, er vægast sagt rafmagnað. Donbass er á landamærum Rússlands og Úkraínu.Stöð 2 Erlendir fréttamiðlar greina nú frá því að Úkraínumenn sem hafa verið búsettir í nágrannalöndunum séu margir á leið til Úkraínu til að berjast fyrir heimaland sitt ef stríð brýst út. „Rússar bjuggust við að ofsahræðsla gripi um sig, allir myndu flytja til Evrópu, kaupa hveiti, pasta og mat. En við keyptum vopn, vélbyssur og skotfæri,“ segir Volodymyr Halyk, úkraínskur uppgjafahermaður. Reyna að semja um vopnahlé Vladimir Pútín og Emmanuel Macron samþykktu í dag að reyna að semja um vopnahlé í Donbas. Þá ætla þeir að halda ráðstefnu um framtíð Úkraínu sem allra fyrst. Forsetarnir tveir ræddu saman í síma í 105 mínútur í dag að sögn forsætisráðuneytis Frakklands. Svo virðist sem Rússar gætu verið tilbúnir að draga herlið sitt til baka og hætta við innrás í Úkraínu. Yfirvöld Kreml hafa staðfest yfirlýsingu Frakka þess efnis. Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Rússar og Hvítrússar hafa haldið sameiginlegar heræfingar á undanförnum vikum sem átti að ljúka í dag. Varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands tilkynnti það hins vegar áðan að þeim yrði haldið áfram í ljósi spennunnar í austurhluta Úkraínu. „Þessar aðgerðir eiga fyrst og fremst að koma í veg fyrir stríð. Forseti okkar sagði það ekki bara einu sinni á fundunum. Við viljum ekki stríð. En þeir hlusta ekki á okkur eða þeir vilja ekki hlusta á okkur,“ segir Viktor Khrenin, varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Um þrjátíu þúsund rússneskir hermenn eru staddir í Hvíta-Rússlandi en allt í allt eru Rússar taldir vera með allt að 190 þúsund hermenn við landamæri Úkraínu. Vestrænir ráðamenn segja hermennina hafa færst nær landamærunum á síðustu dögum. Þeir séu í startholunum fyrir innrás. Andrúmsloftið í Donbass, yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem eru hliðhollir Rússum, er vægast sagt rafmagnað. Donbass er á landamærum Rússlands og Úkraínu.Stöð 2 Erlendir fréttamiðlar greina nú frá því að Úkraínumenn sem hafa verið búsettir í nágrannalöndunum séu margir á leið til Úkraínu til að berjast fyrir heimaland sitt ef stríð brýst út. „Rússar bjuggust við að ofsahræðsla gripi um sig, allir myndu flytja til Evrópu, kaupa hveiti, pasta og mat. En við keyptum vopn, vélbyssur og skotfæri,“ segir Volodymyr Halyk, úkraínskur uppgjafahermaður. Reyna að semja um vopnahlé Vladimir Pútín og Emmanuel Macron samþykktu í dag að reyna að semja um vopnahlé í Donbas. Þá ætla þeir að halda ráðstefnu um framtíð Úkraínu sem allra fyrst. Forsetarnir tveir ræddu saman í síma í 105 mínútur í dag að sögn forsætisráðuneytis Frakklands. Svo virðist sem Rússar gætu verið tilbúnir að draga herlið sitt til baka og hætta við innrás í Úkraínu. Yfirvöld Kreml hafa staðfest yfirlýsingu Frakka þess efnis.
Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira