Bíða eftir afdrifaríku svari Pútíns á meðan spennan magnast við landamæri Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 21. febrúar 2022 16:39 Úkraínskir landamæraverðir við eftirlitsstöð mitt á milli yfirráðasvæðis úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum. AP/Evgeniy Maloletka Vladimir Pútin, forseti Rússlands, íhugar nú hvort hann muni svara ákalli um að viðurkenna sjálfstæði tveggja héraða í austanverðri Úkraínu. Þessu lýsti hann yfir á fundi með öryggisráði sínu í dag. Talið er að slík viðurkenning gæti aukið spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu til muna og opna fyrir frekari flutning rússnesks herliðs til Úkraínu. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk, sem studdir eru af Rússum, báðu Rússlandsforseta um að viðurkenna sjálfstæði svæðanna í yfirlýsingu sem var send út í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. Að sögn Pútíns verður ákvörðun tekin um slíkt síðar í dag. Að sögn New York Times telja bandarískir ráðamenn að Rússar séu nú með 190 þúsund manna herlið í og við Úkraínu, þar á meðal í Luhansk og Donetsk. Segja allt til reiðu The Guardian fullyrðir að ráðamenn á Vesturlöndum telji líklegt að Pútín sé reiðubúinn til að ráðast inn í Úkraínu þar sem fleiri hermenn færist nú nær landamærum landsins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Miðilinn hefur jafnframt eftir ráðamönnum að þeir telji ekki loku fyrir það skotið að eiga diplómatískar viðræður við Rússa en að áframhaldandi hersöfnun bendi ekki til að það dragi úr spennu á svæðinu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að Rússlandsforseti stefni enn á að hefja innrás inn í Úkraínu. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur gefið út að hann hyggist hitta Jean-Yves Le Drian, franskan starfsbróðir sinn, á fimmtudag. Talið er að fundur þeirra geti lagt grundvöll að fundi Rússlandsforseta með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03 Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57 Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Talið er að slík viðurkenning gæti aukið spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu til muna og opna fyrir frekari flutning rússnesks herliðs til Úkraínu. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk, sem studdir eru af Rússum, báðu Rússlandsforseta um að viðurkenna sjálfstæði svæðanna í yfirlýsingu sem var send út í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. Að sögn Pútíns verður ákvörðun tekin um slíkt síðar í dag. Að sögn New York Times telja bandarískir ráðamenn að Rússar séu nú með 190 þúsund manna herlið í og við Úkraínu, þar á meðal í Luhansk og Donetsk. Segja allt til reiðu The Guardian fullyrðir að ráðamenn á Vesturlöndum telji líklegt að Pútín sé reiðubúinn til að ráðast inn í Úkraínu þar sem fleiri hermenn færist nú nær landamærum landsins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Miðilinn hefur jafnframt eftir ráðamönnum að þeir telji ekki loku fyrir það skotið að eiga diplómatískar viðræður við Rússa en að áframhaldandi hersöfnun bendi ekki til að það dragi úr spennu á svæðinu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að Rússlandsforseti stefni enn á að hefja innrás inn í Úkraínu. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur gefið út að hann hyggist hitta Jean-Yves Le Drian, franskan starfsbróðir sinn, á fimmtudag. Talið er að fundur þeirra geti lagt grundvöll að fundi Rússlandsforseta með Emmanuel Macron, forseta Frakklands.
Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03 Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57 Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03
Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57
Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57
Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35