Öryggiráðið fundar um stöðuna: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2022 21:48 Forseti Rússlands hefur ákveðið að senda herlið inn í Úkraínu. Vísir/EPA Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað að herlið fari inn í Luhansk og Donetsk. Hann segir því ætlað að sinna friðargæslu. Þegar eru um 190 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. Nýjustu fréttir birtast í vaktinni hér að neðan. Í kvöld viðurkenndi Pútín sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Skömmu seinna fyrirskipaði hann að rússneskir hermenn yrðu sendir inn í héröðin til að sinna friðargæslu, að því er segir í frétt The Guardian. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um stöðuna. Fundur er fyrir opnum tjöldum eftir allt saman en upphaflega höfðu Rússar ætlað að hefta aðgengi að honum, en þeir fara með forsæti í nefndinni. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: Þvinganir tilkynntar á morgun Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu í tíu klukkutíma í dag þar sem mögulegar þvinganir gegn Rússum voru ræddar. Enn er ekki einhugur um refsiaðgerðir en Josep Borrell, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu að hann muni leggja aðgerðapakka fyrir ráðherrana á morgun. Þeir munu þurfa að samþykkja hann einróma ef eitthvað á að verða af refsiaðgerðum. Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í samtali við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, að Bandaríkin myndu bregðast hratt og örugglega við ákvörðun Pútíns og beita Rússa þvingunum, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Þá segir að Biden fordæmi að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. „Rússland verður að snúa aftur að samningaborðinu og virða alþjóðlegar skuldbindingar sínar,“ segir hún á Twitter. Russia s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Utanríkisráðherra Bretlands tilkynnti á Twitter í kvöld að nýjar þvinganir gegn Rússum verði tilkynntar á morgun vegna brots þeirra á alþjóðalögum og fullveldi og landhelgi Úkráinu. Tomorrow we will be announcing new sanctions on Russia in response to their breach of international law and attack on Ukraine's sovereignty and territorial integrity.— Liz Truss (@trussliz) February 21, 2022 Þá segir hann Bretland muni samræma aðgerðir sínar með Evrópusambandinu. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að viðurkenningu Pútíns á sjálfstæði héraðanna kalla á hröð og harkaleg viðbrögð. „Við munum gera viðeigandi ráðstafanir í samráði viðbandamenn okkar,“ segir hann á Twitter. Kremlin recognition of the so-called Donetsk and Luhansk People s Republics as independent requires a swift and firm response, and we will take appropriate steps in coordination with partners.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 21, 2022 Þá segir hann að ríkjum heimsins beri engin skylda til að viðurkenna sjálfstæði ríkja sem komið er á með ofbeldi eða hótunum þar um.
Í kvöld viðurkenndi Pútín sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Skömmu seinna fyrirskipaði hann að rússneskir hermenn yrðu sendir inn í héröðin til að sinna friðargæslu, að því er segir í frétt The Guardian. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um stöðuna. Fundur er fyrir opnum tjöldum eftir allt saman en upphaflega höfðu Rússar ætlað að hefta aðgengi að honum, en þeir fara með forsæti í nefndinni. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: Þvinganir tilkynntar á morgun Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu í tíu klukkutíma í dag þar sem mögulegar þvinganir gegn Rússum voru ræddar. Enn er ekki einhugur um refsiaðgerðir en Josep Borrell, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu að hann muni leggja aðgerðapakka fyrir ráðherrana á morgun. Þeir munu þurfa að samþykkja hann einróma ef eitthvað á að verða af refsiaðgerðum. Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í samtali við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, að Bandaríkin myndu bregðast hratt og örugglega við ákvörðun Pútíns og beita Rússa þvingunum, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Þá segir að Biden fordæmi að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. „Rússland verður að snúa aftur að samningaborðinu og virða alþjóðlegar skuldbindingar sínar,“ segir hún á Twitter. Russia s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Utanríkisráðherra Bretlands tilkynnti á Twitter í kvöld að nýjar þvinganir gegn Rússum verði tilkynntar á morgun vegna brots þeirra á alþjóðalögum og fullveldi og landhelgi Úkráinu. Tomorrow we will be announcing new sanctions on Russia in response to their breach of international law and attack on Ukraine's sovereignty and territorial integrity.— Liz Truss (@trussliz) February 21, 2022 Þá segir hann Bretland muni samræma aðgerðir sínar með Evrópusambandinu. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að viðurkenningu Pútíns á sjálfstæði héraðanna kalla á hröð og harkaleg viðbrögð. „Við munum gera viðeigandi ráðstafanir í samráði viðbandamenn okkar,“ segir hann á Twitter. Kremlin recognition of the so-called Donetsk and Luhansk People s Republics as independent requires a swift and firm response, and we will take appropriate steps in coordination with partners.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 21, 2022 Þá segir hann að ríkjum heimsins beri engin skylda til að viðurkenna sjálfstæði ríkja sem komið er á með ofbeldi eða hótunum þar um.
Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira