Biden hyggist tilnefnda Ketanji Brown Jackson í hæstarétt Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 14:30 Ketanji Brown Jackson starfar nú við áfrýjunardómstól í Washington D.C. Getty/Tom Williams Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilnefna alríkisdómarann Ketanji Brown Jackson til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. The New York Times greinir frá þessu og hefur eftir ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja til málsins. Ef tilnefningin verður staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings verður hin 51 árs Ketanji Brown Jackson fyrsta svarta konan til að verða skipuð í hæstarétt þar í landi. Hún myndi þá taka sæti frjálslynda hæstaréttardómarans Stephen G. Breyer sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hygðist fara á eftirlaun við lok núverandi tímabils Hæstaréttar sem lýkur í sumar. Að sögn New York Times naut Jackson nokkurs stuðnings Repúblikana þegar Biden tilnefndi hana seinasta sumar sem alríkisdómara við hinn áhrifamikla áfrýjunardómstól í Washington D.C. Skipun hennar myndi ekki hafa áhrif á hugmyndafræðilega stöðu Hæstaréttar þar sem þrír frjálslyndir hæstaréttardómarar sitja nú við hlið sex dómara sem skipaðir voru af Repúblikönum. Það yrði þó í fyrsta sinn sem allir sitjandi hæstaréttardómarar skipaðir af Demókrötum yrðu konur. Aðstoðaði Breyer Jackson fæddist í Washington, D.C., ólst upp í Miami í Flórída og útskrifaðist frá lagadeild Harvard-háskóla, þaðan sem Breyer útskrifaðist sömuleiðis. Hún aðstoðaði dómarann jafnframt á árunum 1999 til 2000. Tilnefning Jackson hefur tvisvar áður verið staðfest í öldungadeildinni. Á seinasta ári kusu þrír Repúblikanar með tilnefningu hennar í áfrýjunardómstólinn í Washington D.C. Það voru öldungadeildarþingmennirnir Susan Collins frá Maine, Lindsey Graham frá Suður-Karólínu og Lisa Murkowski frá Alaska. Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Ef tilnefningin verður staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings verður hin 51 árs Ketanji Brown Jackson fyrsta svarta konan til að verða skipuð í hæstarétt þar í landi. Hún myndi þá taka sæti frjálslynda hæstaréttardómarans Stephen G. Breyer sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hygðist fara á eftirlaun við lok núverandi tímabils Hæstaréttar sem lýkur í sumar. Að sögn New York Times naut Jackson nokkurs stuðnings Repúblikana þegar Biden tilnefndi hana seinasta sumar sem alríkisdómara við hinn áhrifamikla áfrýjunardómstól í Washington D.C. Skipun hennar myndi ekki hafa áhrif á hugmyndafræðilega stöðu Hæstaréttar þar sem þrír frjálslyndir hæstaréttardómarar sitja nú við hlið sex dómara sem skipaðir voru af Repúblikönum. Það yrði þó í fyrsta sinn sem allir sitjandi hæstaréttardómarar skipaðir af Demókrötum yrðu konur. Aðstoðaði Breyer Jackson fæddist í Washington, D.C., ólst upp í Miami í Flórída og útskrifaðist frá lagadeild Harvard-háskóla, þaðan sem Breyer útskrifaðist sömuleiðis. Hún aðstoðaði dómarann jafnframt á árunum 1999 til 2000. Tilnefning Jackson hefur tvisvar áður verið staðfest í öldungadeildinni. Á seinasta ári kusu þrír Repúblikanar með tilnefningu hennar í áfrýjunardómstólinn í Washington D.C. Það voru öldungadeildarþingmennirnir Susan Collins frá Maine, Lindsey Graham frá Suður-Karólínu og Lisa Murkowski frá Alaska.
Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira