Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. febrúar 2022 16:27 Selenskí skrifaði undir umsóknina í dag, Mynd/Twitter Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur formlega óskað eftir því að Úkraína fái að ganga í Evrópusambandið en forsetinn skrifaði undir beiðni þess efnis fyrir skemmstu. Selenskí sagði í ávarpi sínu í nótt að markmið Úkraínumanna væri að sameinast Evrópu og vera á sama stalli og önnur ríki heimsálfunnar. Hann sagðist sannfærður um að það væri sanngjarnt og í senn mögulegt. Friðaviðræður fóru fram milli sendinefnda Rússa og Úkraínu í Hvíta-Rússlandi í dag en viðræðurnar báru lítinn árangur. Þá hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna komið saman á neyðarfundi, í fyrsta sinn í 40 ár, vegna stöðunnar. President @ZelenskyyUa has signed application for the membership of #Ukraine in the European Union.This is a historic moment! pic.twitter.com/rmzdgIwArc— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) February 28, 2022 Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í dag en Macron ítrekaði kröfur alþjóðasamfélagsins um að Rússar láti af hernaðarstarfsemi í Úkraínu og að vopnahléi verði tafarlaust komið á. Þá fór Macron sömuleiðis fram á það við Pútín að engar árásir yrðu gerðar á almenna borgara eða heimili þeirra á meðan friðaviðræðunum stendur og að allir meginvegir í Úkraínu haldist opnir og öruggir, sérstaklega vegurinn úr Kænugarði. Pútín er sagður hafa sýnt vilja til að fallast á öll þau atriði sem Macron nefndi. Kreml segir í yfirlýsingu að samkomulag gæti náðst í viðræðunum við Úkraínu ef ákveðnum skilyrðum verður fullnægt, sem talið er ólíklegt að Úkraína fallist á. Fjallað er ítarlega um stöðuna milli Rússlands og Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. 28. febrúar 2022 14:18 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42 Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur formlega óskað eftir því að Úkraína fái að ganga í Evrópusambandið en forsetinn skrifaði undir beiðni þess efnis fyrir skemmstu. Selenskí sagði í ávarpi sínu í nótt að markmið Úkraínumanna væri að sameinast Evrópu og vera á sama stalli og önnur ríki heimsálfunnar. Hann sagðist sannfærður um að það væri sanngjarnt og í senn mögulegt. Friðaviðræður fóru fram milli sendinefnda Rússa og Úkraínu í Hvíta-Rússlandi í dag en viðræðurnar báru lítinn árangur. Þá hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna komið saman á neyðarfundi, í fyrsta sinn í 40 ár, vegna stöðunnar. President @ZelenskyyUa has signed application for the membership of #Ukraine in the European Union.This is a historic moment! pic.twitter.com/rmzdgIwArc— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) February 28, 2022 Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í dag en Macron ítrekaði kröfur alþjóðasamfélagsins um að Rússar láti af hernaðarstarfsemi í Úkraínu og að vopnahléi verði tafarlaust komið á. Þá fór Macron sömuleiðis fram á það við Pútín að engar árásir yrðu gerðar á almenna borgara eða heimili þeirra á meðan friðaviðræðunum stendur og að allir meginvegir í Úkraínu haldist opnir og öruggir, sérstaklega vegurinn úr Kænugarði. Pútín er sagður hafa sýnt vilja til að fallast á öll þau atriði sem Macron nefndi. Kreml segir í yfirlýsingu að samkomulag gæti náðst í viðræðunum við Úkraínu ef ákveðnum skilyrðum verður fullnægt, sem talið er ólíklegt að Úkraína fallist á. Fjallað er ítarlega um stöðuna milli Rússlands og Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. 28. febrúar 2022 14:18 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42 Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Sjá meira
Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. 28. febrúar 2022 14:18
Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00
Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42