Tölvuárás á NATO-ríki gæti virkjað fimmtu greinina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2022 21:01 Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO. AP Photo/Virginia Mayo Verði gerð tölvuárás á eitthvert af ríkjum Atlantshafsbandalagsins gæti slík árás gert það að verkum að fimmta grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð. Þetta er haft eftir ónafngreindum embættismanni NATO á vef Reuters, þar hann segir að NATO-ríkin gætu í ákveðnum tilfellum litið á umfangsmikla og alvarlega tölvuárás á NATO-ríki sem ígildi vopnaðrar árásar. Segja má að fimmta grein Atlantshafssáttmálans, stofnsáttmála NATO, sé hornsteinn NATO. Greinin kveður á um að aðilar sáttmálans séu sammála um að ef vopnuð árás sé gerð á eitt eða fleiri aðildaríki sé það ígildi árásar á þau öll. Virkji NATO-ríki fimmtu greinina eru önnur ríki skuldbundin til þess að koma því ríki til aðstoðar á þann hátt sem þau telja við hæfi. Fjallað var um tölvuárásir í tengslum við átökin í Úkraínu í Bítinu í morgun. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa Bretar og Bandaríkjamenn varað við því að mögulegar tölvuárásir á Úkraínu geti smitað út frá sér til ríkja sem eiga aðild að NATO. Í frétt Reuters er einnig rætt við Mark Werner, formann leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem segir að ekki sé búið að negla niður nákvæmlega hvernig NATO muni bregðast við, verði umfangsmikil tölvuárás gerð. „Þetta hefur verið til umræðu í um áratug em við höfum ekki komist að algildri niðurstöðu um hver niðurstaðan er,“ sagði Werner sem sagði málið vera á gráu svæði. Nefndi hann dæmi um möguleika á tölvuárás á Úkraínu sem myndi smitast yfir til Póllands, aðildarríki NATO, þar sem rafmagnslaust yrði á spítölum eða umferðarljós gerð óvirk, sem myndi verða til þess að bandarískir hermenn staðsettir í Póllandi myndu verða fyrir áhrifum. Þá sagði hann Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO ekki hafa gefið Rússum til kynna hvers konar tölvuárás myndi fara yfir strikið. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS ræddi við Reykjavík síðdegis um mögulegar netárásir Rússa. Tölvuárásir Bandaríkin NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Þetta er haft eftir ónafngreindum embættismanni NATO á vef Reuters, þar hann segir að NATO-ríkin gætu í ákveðnum tilfellum litið á umfangsmikla og alvarlega tölvuárás á NATO-ríki sem ígildi vopnaðrar árásar. Segja má að fimmta grein Atlantshafssáttmálans, stofnsáttmála NATO, sé hornsteinn NATO. Greinin kveður á um að aðilar sáttmálans séu sammála um að ef vopnuð árás sé gerð á eitt eða fleiri aðildaríki sé það ígildi árásar á þau öll. Virkji NATO-ríki fimmtu greinina eru önnur ríki skuldbundin til þess að koma því ríki til aðstoðar á þann hátt sem þau telja við hæfi. Fjallað var um tölvuárásir í tengslum við átökin í Úkraínu í Bítinu í morgun. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa Bretar og Bandaríkjamenn varað við því að mögulegar tölvuárásir á Úkraínu geti smitað út frá sér til ríkja sem eiga aðild að NATO. Í frétt Reuters er einnig rætt við Mark Werner, formann leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem segir að ekki sé búið að negla niður nákvæmlega hvernig NATO muni bregðast við, verði umfangsmikil tölvuárás gerð. „Þetta hefur verið til umræðu í um áratug em við höfum ekki komist að algildri niðurstöðu um hver niðurstaðan er,“ sagði Werner sem sagði málið vera á gráu svæði. Nefndi hann dæmi um möguleika á tölvuárás á Úkraínu sem myndi smitast yfir til Póllands, aðildarríki NATO, þar sem rafmagnslaust yrði á spítölum eða umferðarljós gerð óvirk, sem myndi verða til þess að bandarískir hermenn staðsettir í Póllandi myndu verða fyrir áhrifum. Þá sagði hann Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO ekki hafa gefið Rússum til kynna hvers konar tölvuárás myndi fara yfir strikið. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS ræddi við Reykjavík síðdegis um mögulegar netárásir Rússa.
Tölvuárásir Bandaríkin NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira