Tölvuárás á NATO-ríki gæti virkjað fimmtu greinina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2022 21:01 Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO. AP Photo/Virginia Mayo Verði gerð tölvuárás á eitthvert af ríkjum Atlantshafsbandalagsins gæti slík árás gert það að verkum að fimmta grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð. Þetta er haft eftir ónafngreindum embættismanni NATO á vef Reuters, þar hann segir að NATO-ríkin gætu í ákveðnum tilfellum litið á umfangsmikla og alvarlega tölvuárás á NATO-ríki sem ígildi vopnaðrar árásar. Segja má að fimmta grein Atlantshafssáttmálans, stofnsáttmála NATO, sé hornsteinn NATO. Greinin kveður á um að aðilar sáttmálans séu sammála um að ef vopnuð árás sé gerð á eitt eða fleiri aðildaríki sé það ígildi árásar á þau öll. Virkji NATO-ríki fimmtu greinina eru önnur ríki skuldbundin til þess að koma því ríki til aðstoðar á þann hátt sem þau telja við hæfi. Fjallað var um tölvuárásir í tengslum við átökin í Úkraínu í Bítinu í morgun. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa Bretar og Bandaríkjamenn varað við því að mögulegar tölvuárásir á Úkraínu geti smitað út frá sér til ríkja sem eiga aðild að NATO. Í frétt Reuters er einnig rætt við Mark Werner, formann leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem segir að ekki sé búið að negla niður nákvæmlega hvernig NATO muni bregðast við, verði umfangsmikil tölvuárás gerð. „Þetta hefur verið til umræðu í um áratug em við höfum ekki komist að algildri niðurstöðu um hver niðurstaðan er,“ sagði Werner sem sagði málið vera á gráu svæði. Nefndi hann dæmi um möguleika á tölvuárás á Úkraínu sem myndi smitast yfir til Póllands, aðildarríki NATO, þar sem rafmagnslaust yrði á spítölum eða umferðarljós gerð óvirk, sem myndi verða til þess að bandarískir hermenn staðsettir í Póllandi myndu verða fyrir áhrifum. Þá sagði hann Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO ekki hafa gefið Rússum til kynna hvers konar tölvuárás myndi fara yfir strikið. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS ræddi við Reykjavík síðdegis um mögulegar netárásir Rússa. Tölvuárásir Bandaríkin NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þetta er haft eftir ónafngreindum embættismanni NATO á vef Reuters, þar hann segir að NATO-ríkin gætu í ákveðnum tilfellum litið á umfangsmikla og alvarlega tölvuárás á NATO-ríki sem ígildi vopnaðrar árásar. Segja má að fimmta grein Atlantshafssáttmálans, stofnsáttmála NATO, sé hornsteinn NATO. Greinin kveður á um að aðilar sáttmálans séu sammála um að ef vopnuð árás sé gerð á eitt eða fleiri aðildaríki sé það ígildi árásar á þau öll. Virkji NATO-ríki fimmtu greinina eru önnur ríki skuldbundin til þess að koma því ríki til aðstoðar á þann hátt sem þau telja við hæfi. Fjallað var um tölvuárásir í tengslum við átökin í Úkraínu í Bítinu í morgun. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa Bretar og Bandaríkjamenn varað við því að mögulegar tölvuárásir á Úkraínu geti smitað út frá sér til ríkja sem eiga aðild að NATO. Í frétt Reuters er einnig rætt við Mark Werner, formann leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem segir að ekki sé búið að negla niður nákvæmlega hvernig NATO muni bregðast við, verði umfangsmikil tölvuárás gerð. „Þetta hefur verið til umræðu í um áratug em við höfum ekki komist að algildri niðurstöðu um hver niðurstaðan er,“ sagði Werner sem sagði málið vera á gráu svæði. Nefndi hann dæmi um möguleika á tölvuárás á Úkraínu sem myndi smitast yfir til Póllands, aðildarríki NATO, þar sem rafmagnslaust yrði á spítölum eða umferðarljós gerð óvirk, sem myndi verða til þess að bandarískir hermenn staðsettir í Póllandi myndu verða fyrir áhrifum. Þá sagði hann Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO ekki hafa gefið Rússum til kynna hvers konar tölvuárás myndi fara yfir strikið. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS ræddi við Reykjavík síðdegis um mögulegar netárásir Rússa.
Tölvuárásir Bandaríkin NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira