Rússar loka á erlenda fjölmiðla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. mars 2022 11:46 Lokað hefur verið fyrir margar erlendar fréttaveitur sem flytja fréttir á rússnesku í Rússlandi. Vísir Yfirvöld í Rússlandi hafa lokað vefsíðum BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle og Meduza. Fjölmiðlarnir eru allir sakaðir um að dreifa „falsfréttum“ um innrás Rússa í Úkraínu. Blaðamaður Financial Times segir að um sé að ræða svo gott sem alla erlenda fjölmiðla sem skrifa fréttir á rússnesku í Rússlandi. Russia's media censor says it's blocked the websites of the BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle, and Meduza for "spreading fakes about Ukraine." This is basically all the foreign-based media reporting in Russian.https://t.co/eu6TQponRE— max seddon (@maxseddon) March 4, 2022 Þegar hefur nokkrum rússneskum fjölmiðlum verið lokað frá því innrásin hófst og á undanförnum mánuðum og árum. Blaðamenn í Rússlandihafa margir hverjir yfirgefið landið nú þegar. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Frá því að lokað var fyrir BBC í Rússlandi í morgun hefur fréttastofan deilt frétt frá árinu 2019 á Twitter síðu sinni þar sem útlistað er hvernig fólk geti komist inn á síður sem hefur verið lokað fyrir í ákveðnum ríkjum. Fréttastofan minnir á að hægt sé að opna vefsíðu hennar á „huldunetinu“ svokallaða (e. dark web). BBC News is available on the dark web in Ukrainian and Russian: https://t.co/KdCPfTTO7P— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Þá hefur fréttastofan deilt hlekkjum á vefsíðu sem veitir fólki strax aðgengi að fréttasíðunni á hulduvefnum samstundis, sé þegar búið að loka fyrir aðgengi að fréttasíðunni. BBC News in Russian: https://t.co/EUXDJLsZMs— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Rússneska Dúman samþykkti þá í morgun frumvarp til laga um að hver sá sem deili „falsfréttum“ af stríðinu í Úkraínu eigi yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða árás, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértæka hernaðaraðgerð“ sé að ræða til að koma stjórnvöldum í Úkraínu, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá hafa rússneskir þingmenn gert það ólöglegt að kalla eftir því að Rússland verði beitt refsiaðgerðum. Það var gert í morgun en Rússar hafa verið beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Samkvæmt rússnesku fréttaveitunni Tass, sem er í eigu rússneskra yfirvalda, verður hægt að refsa fólki með sektum eða allt að þriggja ára vist í fangelsi eða vinnubúðum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 „Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3. mars 2022 21:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Blaðamaður Financial Times segir að um sé að ræða svo gott sem alla erlenda fjölmiðla sem skrifa fréttir á rússnesku í Rússlandi. Russia's media censor says it's blocked the websites of the BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle, and Meduza for "spreading fakes about Ukraine." This is basically all the foreign-based media reporting in Russian.https://t.co/eu6TQponRE— max seddon (@maxseddon) March 4, 2022 Þegar hefur nokkrum rússneskum fjölmiðlum verið lokað frá því innrásin hófst og á undanförnum mánuðum og árum. Blaðamenn í Rússlandihafa margir hverjir yfirgefið landið nú þegar. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Frá því að lokað var fyrir BBC í Rússlandi í morgun hefur fréttastofan deilt frétt frá árinu 2019 á Twitter síðu sinni þar sem útlistað er hvernig fólk geti komist inn á síður sem hefur verið lokað fyrir í ákveðnum ríkjum. Fréttastofan minnir á að hægt sé að opna vefsíðu hennar á „huldunetinu“ svokallaða (e. dark web). BBC News is available on the dark web in Ukrainian and Russian: https://t.co/KdCPfTTO7P— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Þá hefur fréttastofan deilt hlekkjum á vefsíðu sem veitir fólki strax aðgengi að fréttasíðunni á hulduvefnum samstundis, sé þegar búið að loka fyrir aðgengi að fréttasíðunni. BBC News in Russian: https://t.co/EUXDJLsZMs— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Rússneska Dúman samþykkti þá í morgun frumvarp til laga um að hver sá sem deili „falsfréttum“ af stríðinu í Úkraínu eigi yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða árás, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértæka hernaðaraðgerð“ sé að ræða til að koma stjórnvöldum í Úkraínu, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá hafa rússneskir þingmenn gert það ólöglegt að kalla eftir því að Rússland verði beitt refsiaðgerðum. Það var gert í morgun en Rússar hafa verið beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Samkvæmt rússnesku fréttaveitunni Tass, sem er í eigu rússneskra yfirvalda, verður hægt að refsa fólki með sektum eða allt að þriggja ára vist í fangelsi eða vinnubúðum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 „Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3. mars 2022 21:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12
Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49
„Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3. mars 2022 21:01