„Munum refsa öllum sem framið hafa voðaverk í þessu stríði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. mars 2022 22:53 Ávarp frá Selenskí birtist í kvöld og þar sagði hann þvinganir Vesturlanda gegn Rússum ekki ganga nógu langt. Vísir/AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann fordæmdi þögn Vesturlanda við þeim ummælum varnarmálaráðuneytis Rússa að varnarinnviðir Úkraínumanna yrðu sprengdir á morgun. Í ávarpi sínu kallaði Selenskí þessar árásir Rússa morð vegna þess fjölda fólks sem býr í nágrenni við skotmörkin. Hann fordæmdi þögn Vesturlanda vegna yfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Rússa og sagði að það væri eins og leiðtogar Vesturlanda hefðu leysts upp. „Rússar hafa lýst yfir að þeir muni sprengja varnarinnviði okkar á morgun. Flest skotmarkanna eru í borgum með almenna borgara allt í kring. Þetta er morð, einfaldlega morð. Ég sé engan leiðtoga í veröldinni bregðast við þessu. Engan stjórnmálamann á Vesturlöndum.“ Hann ítrekaði enn og aftur ósk sína um frekari þvinganir gagnvart Rússum og sagði þvinganirnar hingað til ekki hafa haft nægilega mikil áhrif. Í ávarpinu talaði Selenskí einnig um árásarnir sem gerðar voru á almenna borgara sem voru að flýja Irpin í úthverfi Kænugarðs. Zelensky: "Today, a family of four, parents and two children, were killed in Irpin as they were trying to leave the city. We will not forgive. We will not forget."— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) March 6, 2022 „Í dag lést fjögurra manna fjölskylda í Irpin þegar þau voru að reyna að yfirgefa borgina. Við munum ekki fyrirgefa. Við munum ekki gleyma,“ sagði Selenskí en alls létust átta almennir borgarar þegar sprengjum var varpað á varðstöð í Irpin þar sem almenningur var á leið út úr borginni. „Dirfskan í þessum árásum er skýrt merki til Vesturlanda að þvinganirnar sem hefur verið beitt duga ekki til. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum raunveruleika. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum nýju morðum í Úkraínu.“ Selenskí segir að öllum verði refsað fyrir þessa atburði. „Við munum refsa öllum þeim sem framið hafa voðaverk í þessu stríði. Við munum finna alla þá sem eru að sprengja borgirnar okkar, fólkið okkar. Þá sem hafa skotið eldflaugum og þá sem hafa fyrirskipað árásir. Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu, nema í gröfinni.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Í ávarpi sínu kallaði Selenskí þessar árásir Rússa morð vegna þess fjölda fólks sem býr í nágrenni við skotmörkin. Hann fordæmdi þögn Vesturlanda vegna yfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Rússa og sagði að það væri eins og leiðtogar Vesturlanda hefðu leysts upp. „Rússar hafa lýst yfir að þeir muni sprengja varnarinnviði okkar á morgun. Flest skotmarkanna eru í borgum með almenna borgara allt í kring. Þetta er morð, einfaldlega morð. Ég sé engan leiðtoga í veröldinni bregðast við þessu. Engan stjórnmálamann á Vesturlöndum.“ Hann ítrekaði enn og aftur ósk sína um frekari þvinganir gagnvart Rússum og sagði þvinganirnar hingað til ekki hafa haft nægilega mikil áhrif. Í ávarpinu talaði Selenskí einnig um árásarnir sem gerðar voru á almenna borgara sem voru að flýja Irpin í úthverfi Kænugarðs. Zelensky: "Today, a family of four, parents and two children, were killed in Irpin as they were trying to leave the city. We will not forgive. We will not forget."— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) March 6, 2022 „Í dag lést fjögurra manna fjölskylda í Irpin þegar þau voru að reyna að yfirgefa borgina. Við munum ekki fyrirgefa. Við munum ekki gleyma,“ sagði Selenskí en alls létust átta almennir borgarar þegar sprengjum var varpað á varðstöð í Irpin þar sem almenningur var á leið út úr borginni. „Dirfskan í þessum árásum er skýrt merki til Vesturlanda að þvinganirnar sem hefur verið beitt duga ekki til. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum raunveruleika. Það er ekki hægt að fela sig fyrir þessum nýju morðum í Úkraínu.“ Selenskí segir að öllum verði refsað fyrir þessa atburði. „Við munum refsa öllum þeim sem framið hafa voðaverk í þessu stríði. Við munum finna alla þá sem eru að sprengja borgirnar okkar, fólkið okkar. Þá sem hafa skotið eldflaugum og þá sem hafa fyrirskipað árásir. Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu, nema í gröfinni.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira