Bandarískur blaðamaður drepinn nálægt Kænugarði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 14:58 Renaud starfaði meðal annars fyrir New York Times á ferli sínum en hann var ekki á vegum miðilsins þegar hann var drepinn. Getty/Samsett Brent Renaud, fimmtugur blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður frá Bandaríkjunum, var drepinn skammt frá Kænugarði í dag en Renaud hafði áður starfað fyrir miðla á borð við New York Times. Hann var þó ekki að störfum fyrir miðilinn þegar hann var drepinn. Yfirvöld í Úkraínu segja Renaud hafa verið að störfum í Irpin þegar hann var drepinn en gefa ekki frekari upplýsingar um hvernig Renaud lést. Lögreglan í Kænugarði segir að rússneskar hersveitir hafi skotið á bíl sem Renaud var í en samstarfsmaður hans særðist einnig og var fluttur á spítala. Head of the Kyiv Police Department says that Russian troops opened fire on a car with foreign journalists in and shot dead 51-year-old New York Times videojournalist Brent Renaud in Irpin. One of his colleagues is injured and is in hospital. #Ukraine— Nick Stylianou (@nmsonline) March 13, 2022 Að því er kemur fram í yfirlýsingu frá New York Times starfaði Renaud síðast fyrir miðilinn árið 2015 og var ekki á þeirra vegum þegar hann lést. Myndum af blaðamannaskírteini hans var dreift á netinu, þar sem fram kom að hann væri frá New York Times, en um gamla mynd reyndist vera að ræða. Renaud starfaði á ferli sínum fyrir ýmsa miðla fyrir utan New York Times en undanfarna áratugi hafði hann meðal annars fjallað um stríðin í Írak og Afganistan, jarðskjálftana á Haítí, fíkniefnahringi í Mexíkó og fleiri málefni ásamt bróður sínum. .@nytimes is deeply saddened to learn of the death of an American journalist in Ukraine, Brent Renaud.Brent was a talented photographer and filmmaker, but he was not on assignment for @nytimes in Ukraine.Full statement is here. pic.twitter.com/bRcrnNDacQ— Cliff Levy (@cliffordlevy) March 13, 2022 Rússneskar hersveitir hafa undanfarna daga sótt í auknum mæli að Kænugarði og hafa loftvarnaflautur hljómað nær stanslaust þar sem sprengingar í nágreninu eru linnulausar að sögn íbúa. Sprengingar héldu sömuleiðis áfram víða annars staðar í Úkraínu í dag, þar á meðal í Mariupol og Tsjernihiv, auk þess sem yfir 30 flugskeytum var skotið á herstöð skammt frá landamærum Póllands. Að minnsta kosti 35 létust í árásunum og 134 særðust. Við fylgjumst ítarlega með gangi máli í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu segja Renaud hafa verið að störfum í Irpin þegar hann var drepinn en gefa ekki frekari upplýsingar um hvernig Renaud lést. Lögreglan í Kænugarði segir að rússneskar hersveitir hafi skotið á bíl sem Renaud var í en samstarfsmaður hans særðist einnig og var fluttur á spítala. Head of the Kyiv Police Department says that Russian troops opened fire on a car with foreign journalists in and shot dead 51-year-old New York Times videojournalist Brent Renaud in Irpin. One of his colleagues is injured and is in hospital. #Ukraine— Nick Stylianou (@nmsonline) March 13, 2022 Að því er kemur fram í yfirlýsingu frá New York Times starfaði Renaud síðast fyrir miðilinn árið 2015 og var ekki á þeirra vegum þegar hann lést. Myndum af blaðamannaskírteini hans var dreift á netinu, þar sem fram kom að hann væri frá New York Times, en um gamla mynd reyndist vera að ræða. Renaud starfaði á ferli sínum fyrir ýmsa miðla fyrir utan New York Times en undanfarna áratugi hafði hann meðal annars fjallað um stríðin í Írak og Afganistan, jarðskjálftana á Haítí, fíkniefnahringi í Mexíkó og fleiri málefni ásamt bróður sínum. .@nytimes is deeply saddened to learn of the death of an American journalist in Ukraine, Brent Renaud.Brent was a talented photographer and filmmaker, but he was not on assignment for @nytimes in Ukraine.Full statement is here. pic.twitter.com/bRcrnNDacQ— Cliff Levy (@cliffordlevy) March 13, 2022 Rússneskar hersveitir hafa undanfarna daga sótt í auknum mæli að Kænugarði og hafa loftvarnaflautur hljómað nær stanslaust þar sem sprengingar í nágreninu eru linnulausar að sögn íbúa. Sprengingar héldu sömuleiðis áfram víða annars staðar í Úkraínu í dag, þar á meðal í Mariupol og Tsjernihiv, auk þess sem yfir 30 flugskeytum var skotið á herstöð skammt frá landamærum Póllands. Að minnsta kosti 35 létust í árásunum og 134 særðust. Við fylgjumst ítarlega með gangi máli í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52