Bandaríkjamenn telja Kínverja nú þegar hafa ákveðið að koma Pútín til aðstoðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2022 06:31 Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden, stýrði fundinum fyrir Bandaríkin. Kínverjar segja ekkert hæft í ásökunum Bandaríkjamanna um að þeir ætli að aðstoða Rússa. AP/Manuel Balce Ceneta Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar séu nú þegar búnir að ákveða að koma Rússum til bjargar efnahags- og fjárhagslega og séu að íhuga að sjá þeim fyrir vopnum, meðal annars vopnuðum drónum. Frá þessu er greint í erlendum miðlum en fulltrúar ríkjanna tveggja áttu maraþon-fund í Róm í gær. Fundurinn, sem var skipulagður fyrir innrás Rússa í Úkraínu, stóð í sjö tíma og á honum ítrekuðu Bandaríkjamenn þá afstöðu sína að aðstoð við Rússa yrði ekki vel tekið og svarað með afdráttarlausum hætti. Yang Jiechi, fulltrúi stjórnvalda í Kína.AP/Frederic J. Brown Heimildarmenn ítreka að ekki hafi verið um samningafund að ræða, heldur hafi hann snúist um að skýra afstöðu ríkjanna og halda boðleiðum opnum. Bandaríkin geri nú ráð fyrir að fulltrúar Kína snúi heim og beri stjórnvöldum þau skilaboð sem lögð voru upp á fundinum. Guardian hefur eftir heimildarmanni að það hafi komið skýrt fram á fundinum að Kínverjar hefðu þegar ákveðið að veita Rússum efnahags- og fjárhagslega aðstoð. Spurningin sé hins vegar hvort þau gangi lengra og sjái þeim fyrir vopnum. Bandarískir ráðamenn eru sagðir eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir nánara samstarfs Rússa og Kínverja, þar sem Xi Jinping, forseti Kína, sé mjög áfram um að eiga vin í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogarnir tveir hafi fundið sameiginlegan óvin í Bandaríkjamönnum og séu báðir staðráðnir í því að koma Bandaríkjunum úr þeirri yfirburðastöðu sem þau hafa í heiminum. Ef Kínverjar láta sannarlega af því verða að sjá Rússum fyrir vopnum verður það þvert á spár margra sérfræðinga, sem segja Kína betur borgið með því að halda sig á hliðarlínunni og sýna góða ráðsmennsku. Það sé Kínverjum ekki í hag að taka afstöðu með Pútín á þeirri vegferð sem hann er kominn í og verða kenndir við þann hrylling sem nú á sér stað í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Frá þessu er greint í erlendum miðlum en fulltrúar ríkjanna tveggja áttu maraþon-fund í Róm í gær. Fundurinn, sem var skipulagður fyrir innrás Rússa í Úkraínu, stóð í sjö tíma og á honum ítrekuðu Bandaríkjamenn þá afstöðu sína að aðstoð við Rússa yrði ekki vel tekið og svarað með afdráttarlausum hætti. Yang Jiechi, fulltrúi stjórnvalda í Kína.AP/Frederic J. Brown Heimildarmenn ítreka að ekki hafi verið um samningafund að ræða, heldur hafi hann snúist um að skýra afstöðu ríkjanna og halda boðleiðum opnum. Bandaríkin geri nú ráð fyrir að fulltrúar Kína snúi heim og beri stjórnvöldum þau skilaboð sem lögð voru upp á fundinum. Guardian hefur eftir heimildarmanni að það hafi komið skýrt fram á fundinum að Kínverjar hefðu þegar ákveðið að veita Rússum efnahags- og fjárhagslega aðstoð. Spurningin sé hins vegar hvort þau gangi lengra og sjái þeim fyrir vopnum. Bandarískir ráðamenn eru sagðir eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir nánara samstarfs Rússa og Kínverja, þar sem Xi Jinping, forseti Kína, sé mjög áfram um að eiga vin í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogarnir tveir hafi fundið sameiginlegan óvin í Bandaríkjamönnum og séu báðir staðráðnir í því að koma Bandaríkjunum úr þeirri yfirburðastöðu sem þau hafa í heiminum. Ef Kínverjar láta sannarlega af því verða að sjá Rússum fyrir vopnum verður það þvert á spár margra sérfræðinga, sem segja Kína betur borgið með því að halda sig á hliðarlínunni og sýna góða ráðsmennsku. Það sé Kínverjum ekki í hag að taka afstöðu með Pútín á þeirri vegferð sem hann er kominn í og verða kenndir við þann hrylling sem nú á sér stað í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira