Úkraínuforseti segir Rússa reisa múr milli frjálsra og ófrjálsra ríkja Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2022 19:42 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu var hylltur að lokonu ávarpi sínu til þýska þingsins í dag þótt hann hafi gagnrýnt Þjóðverja töluvert í ávarpi sínu. AP/Markus Schreiber Forseti Úkraínu biðlar til Vesturlanda að auka hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning sinn við landið. Rússar væru að reisa múr á milli frjálsra þjóða og ófrjálsra í Evrópu sem stækkaði með hverjum deginum sem liði í stríðinu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þýska þingið í dag og minnti þingmenn á að stríðið Úkraínu hefði ekki byrjað fyrir þremur vikum heldur árið 2014 með innlimun Rússa á Krímskaga og þátttöku þeirra í stríði uppreisnarmanna í Dobashéraði í austurhluta landsins. Hann gagnrýndi Þjóðverja fyrir andvaraleysi gagnvart Putin sem hefði gert evrópuríki og þá Þýskaland sérstaklega háð gasi og olíu frá Rússlandi. „Þegar við sögðum ykkur að Nord Stream væri vopn og undirbúningur undir stórt stríð fengum við það svar að þetta væru efnahagsmál. Efnahagsmál. Efnahagsmál. En þetta var sement í nýjan múr," sagði Zelenskyy. Þegar Úkraínumenn hafi spurt hvað þeir þyrftu að gera til að tryggja öryggi sitt með aðild að NATO hafi Þýskaland og önnur NATO ríki sagt að málið væri ekki á dagskrá. Eftir að stríð hófst hafi Þjóðverjar síðan hikað þegar Úkraínumenn óskuðu eftir hörðum refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússum. „Og nú eru viðskiptaleiðirnar á milli ykkar og landsins sem hefur einu sinni enn hafið hrottalegt stríð í Evrópu gaddavír ofan á múrnum. Ofan á nýja múrnum sem skiptir Evrópu," sagði forsetinn við þýska þingmenn sem ólust upp við Berlínamúrinn. Skoraði hann á Evrópuþjóðir að auka enn við hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við Úkraínu. Enn væri mikil þörf á loftvarnabúnaði og öðrum vopnum til að verjast innrás Rússa. Þá þyrfti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum sem í þetta skiptið væru ekki að reisa múr í gegnum Berlín, heldur þvert í gegnum miðja Evrópu á milli frjálsra þjóða og hertekinna. Í ávörpum sínum til breska þingsins í síðustu viku, Bandaríkjaþings í gær og þýska þingsins í morgun hefur Zelenskyy verið fundvís á sögulegar tilvitnanir í fyrrverandi leiðtoga á krísutímum. Eins og Churchill, Roosevelt og í dag í Ronald Reagan sem snerta sögulegar taugar þessara þjóða. „Fyrrverandi leikari og forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, sagði einu sinni: Rífið niður þennan múr. Nú vil ég segja við þig, Scholz kanslari: Rífðu niður þennan múr," sagði Zelenskyy. Hvað sem þessu líður á Evrópa erfitt með að skúfa fyrir orkukaup frá Rússlandi á einni nóttu. Stríðið hefur nú þegar valdið gríðarlegum hækkunum á verði jarðgass og olíu. Mathias Cormann framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) segir litlar birgðir til af gasi í Evrópu og aðgangur að birgðum annars staðar en í Rússlandi væri mjög takmarkaður. „Mörg ríki Evrópusambandsins eru mjög háð Rússlandi hvað varðar orkuframboð. 27% innflutrar hráolíu, 41% innflutts jarðgass og 47% innflutts eldsneytis koma frá Rússlandi," sagði Cormann í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Tengdar fréttir OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43 Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þýska þingið í dag og minnti þingmenn á að stríðið Úkraínu hefði ekki byrjað fyrir þremur vikum heldur árið 2014 með innlimun Rússa á Krímskaga og þátttöku þeirra í stríði uppreisnarmanna í Dobashéraði í austurhluta landsins. Hann gagnrýndi Þjóðverja fyrir andvaraleysi gagnvart Putin sem hefði gert evrópuríki og þá Þýskaland sérstaklega háð gasi og olíu frá Rússlandi. „Þegar við sögðum ykkur að Nord Stream væri vopn og undirbúningur undir stórt stríð fengum við það svar að þetta væru efnahagsmál. Efnahagsmál. Efnahagsmál. En þetta var sement í nýjan múr," sagði Zelenskyy. Þegar Úkraínumenn hafi spurt hvað þeir þyrftu að gera til að tryggja öryggi sitt með aðild að NATO hafi Þýskaland og önnur NATO ríki sagt að málið væri ekki á dagskrá. Eftir að stríð hófst hafi Þjóðverjar síðan hikað þegar Úkraínumenn óskuðu eftir hörðum refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússum. „Og nú eru viðskiptaleiðirnar á milli ykkar og landsins sem hefur einu sinni enn hafið hrottalegt stríð í Evrópu gaddavír ofan á múrnum. Ofan á nýja múrnum sem skiptir Evrópu," sagði forsetinn við þýska þingmenn sem ólust upp við Berlínamúrinn. Skoraði hann á Evrópuþjóðir að auka enn við hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við Úkraínu. Enn væri mikil þörf á loftvarnabúnaði og öðrum vopnum til að verjast innrás Rússa. Þá þyrfti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum sem í þetta skiptið væru ekki að reisa múr í gegnum Berlín, heldur þvert í gegnum miðja Evrópu á milli frjálsra þjóða og hertekinna. Í ávörpum sínum til breska þingsins í síðustu viku, Bandaríkjaþings í gær og þýska þingsins í morgun hefur Zelenskyy verið fundvís á sögulegar tilvitnanir í fyrrverandi leiðtoga á krísutímum. Eins og Churchill, Roosevelt og í dag í Ronald Reagan sem snerta sögulegar taugar þessara þjóða. „Fyrrverandi leikari og forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, sagði einu sinni: Rífið niður þennan múr. Nú vil ég segja við þig, Scholz kanslari: Rífðu niður þennan múr," sagði Zelenskyy. Hvað sem þessu líður á Evrópa erfitt með að skúfa fyrir orkukaup frá Rússlandi á einni nóttu. Stríðið hefur nú þegar valdið gríðarlegum hækkunum á verði jarðgass og olíu. Mathias Cormann framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) segir litlar birgðir til af gasi í Evrópu og aðgangur að birgðum annars staðar en í Rússlandi væri mjög takmarkaður. „Mörg ríki Evrópusambandsins eru mjög háð Rússlandi hvað varðar orkuframboð. 27% innflutrar hráolíu, 41% innflutts jarðgass og 47% innflutts eldsneytis koma frá Rússlandi," sagði Cormann í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Tengdar fréttir OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43 Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43
Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent