Áttundi fimmtíu stiga leikurinn í NBA-deildinni í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 07:31 Saddiq Bey átti magnaðan leik með Detroit Pistons liðinu í nótt. AP/Phelan M. Ebenhack Hinn 22 ára gamli Saddiq Bey bættist í nótt í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað fimmtíu stig í einum leik í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili. Saddiq Bey skoraði 51 stig fyrir Detroit Pistons liðið í 134-120 sigri á Orlando Magic. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem leikmaður nær að skora fimmtíu stig í leik og það er það mesta í NBA í hálfa öld. 5 1 POINTS x 3PM@SaddiqBey started off the night HOT, going off for 21 points in the first-quarter alone. He went on to set a career-high in points & 3PM with 51 points and 10 3PM. #Pistons WIN51 PTS | 9 REB | 4 AST | 3 STL | 10 3PM pic.twitter.com/dLOjeVFRNv— NBA (@NBA) March 18, 2022 Síðast voru átta fimmtíu stiga leikir í desember 1962 en þá voru þeir níu talsins. Bey er þrettándi leikmaðurinn á tímabilinu til að skora svo mikið í einum leik en alls hafa verið sautján slíkar stigaveislur. Bey var að skora öll þessi stig á móti sama liði og Kyrie Irving skoraði sextíu stig tveimur kvöldum fyrr. Hann sagðist eftir leik hafa horft á hvað Irving gerði á móti Orlando. „Ég sé svipmyndirnar og hann var mjög skilvirkur og gerði þetta í flæði leiksins. Það var frábær frammistaða til að horfa á og ég tel að það hafa verð margar frábærar frammistöður í NBA síðustu tvær vikur. Ég er þakklátur að hafa tækifærið til að spila í þessari deild,“ sagði Saddiq Bey. Saddiq Bey Tonight! 51 PTS (17-27 FGM) *career high* 9 REB 4 AST 3 STL 10 3PM *career high* @DetroitPistons WIN! pic.twitter.com/66jhZ8KaVS— NBA (@NBA) March 18, 2022 Marvin Bagley III bætti við 20 stigum og 11 fráköstum fyrir Detroit liðið en þarna voru tvö neðstu lið Austurdeildarinnar að mætast. Franz Wagner var stigahæstur hjá Orlando með 26 stig. „Enduruppbygging er alltaf ljót en það er líka fullt af fallegum stundum eins og í kvöld,“ sagði Dwane Casey, þjálfari Detroit. Bey hafði mest áður skorað 34 stig í einum leik. Hann endaði fyrri hálfleikinn á því að skora fimm stig á minna en fimm sekúndum og var kominn með þrjátíu stig í hálfleik. "That might be the only thing that cooled you off all night!"Saddiq Bey & his teammates celebrate his CAREER-HIGH 51 PTS & 10 3PM! pic.twitter.com/ApDORR8VLB— NBA (@NBA) March 18, 2022 NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Saddiq Bey skoraði 51 stig fyrir Detroit Pistons liðið í 134-120 sigri á Orlando Magic. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem leikmaður nær að skora fimmtíu stig í leik og það er það mesta í NBA í hálfa öld. 5 1 POINTS x 3PM@SaddiqBey started off the night HOT, going off for 21 points in the first-quarter alone. He went on to set a career-high in points & 3PM with 51 points and 10 3PM. #Pistons WIN51 PTS | 9 REB | 4 AST | 3 STL | 10 3PM pic.twitter.com/dLOjeVFRNv— NBA (@NBA) March 18, 2022 Síðast voru átta fimmtíu stiga leikir í desember 1962 en þá voru þeir níu talsins. Bey er þrettándi leikmaðurinn á tímabilinu til að skora svo mikið í einum leik en alls hafa verið sautján slíkar stigaveislur. Bey var að skora öll þessi stig á móti sama liði og Kyrie Irving skoraði sextíu stig tveimur kvöldum fyrr. Hann sagðist eftir leik hafa horft á hvað Irving gerði á móti Orlando. „Ég sé svipmyndirnar og hann var mjög skilvirkur og gerði þetta í flæði leiksins. Það var frábær frammistaða til að horfa á og ég tel að það hafa verð margar frábærar frammistöður í NBA síðustu tvær vikur. Ég er þakklátur að hafa tækifærið til að spila í þessari deild,“ sagði Saddiq Bey. Saddiq Bey Tonight! 51 PTS (17-27 FGM) *career high* 9 REB 4 AST 3 STL 10 3PM *career high* @DetroitPistons WIN! pic.twitter.com/66jhZ8KaVS— NBA (@NBA) March 18, 2022 Marvin Bagley III bætti við 20 stigum og 11 fráköstum fyrir Detroit liðið en þarna voru tvö neðstu lið Austurdeildarinnar að mætast. Franz Wagner var stigahæstur hjá Orlando með 26 stig. „Enduruppbygging er alltaf ljót en það er líka fullt af fallegum stundum eins og í kvöld,“ sagði Dwane Casey, þjálfari Detroit. Bey hafði mest áður skorað 34 stig í einum leik. Hann endaði fyrri hálfleikinn á því að skora fimm stig á minna en fimm sekúndum og var kominn með þrjátíu stig í hálfleik. "That might be the only thing that cooled you off all night!"Saddiq Bey & his teammates celebrate his CAREER-HIGH 51 PTS & 10 3PM! pic.twitter.com/ApDORR8VLB— NBA (@NBA) March 18, 2022
NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira