Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2022 10:09 Judge Ketanji Brown Jackson í sal öldungadeildarinnar í gær. AP/Carolyn Kaster Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. Repúblikanar vörðu síðustu tveimur dögum í að gagnrýna dómsögu hennar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal annars var hún gagnrýnd fyrir að hafa áhyggjur af mönnum sem sitja í fangelsi í Guantánamó-flóa á Kúbu og var hún sökuð um að taka menn sem dæmdir hafa verið fyrir barnaklám vettlingatökum. Samkvæmt Washington Post einkenndist gærdagurinn af tvennu. Demókratar fóru fögrum orðum um hana og Repúblikanar sökuðu hana um að vera ekki nægilega ströng við glæpamenn og gagnrýndu hana fyrir að vera of vinstri-sinnuð varðandi málefni kynþátta í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn Ted Cruz spurði Jackson um hreyfingu sem kallast Critical Race Theory á ensku og gengur út á að skoða hvernig stefnumál og lög halda upp kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum en Repúblikanar hafa farið hamförum um CRT á undanförnum mánuðum. Cruz spurði Jackson út í það að verið væri að kenna CRT í skóla eins barna hennar, þar sem hún er í stjórn skólans. Hún sagði skóla dóttur hennar ekki koma störfum hennar sem dómari við. Cruz gagnrýndi hana einnig fyrir milda dóma í málum gegn mönnum fyrir barnaklám. Hún sagðist taka mið af lögum, dómafordæmum og sögum fórnarlamba í hverju máli fyrir sig. Repúblikaninn Lindsey Graham þráspurði Jackson út í trú hennar og talaði mikið um það að vinstri sinnaðir aðilar hefðu reynt að „ganga frá“ dómara sem hann lagði til að yrði tilnefndur til Hæstaréttar. Graham spurði meðal annars hvort hún gæti dæmt kaþólikka með sanngjörnum hætti og reyndi að fá hana til að skilgreina hve trúuð hún væri. Með þessu sagðist hann vilja gagnrýna hvernig komið var fram við Amy Coney Barrett þegar Donald Trump tilnefndi hana til Hæstaréttar, þar sem hún starfar nú. Hún er kaþólikki. Graham sagði einnig að aðilar sem teldu Hæstarétt Bandaríkjanna fullan af hægri sinnuðum klikkhausum og litu á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem rusl, vildu að Jackson yrði tilnefnd til Hæstaréttar. Að öfgasinnaðir vinstri-hópar sem vilji rústa lögum Bandaríkjanna vilji að hún verði dómari og hefðu beitt sér gegn Michelle Childs, konunni sem hann hefði viljað að yrði dómari. Jackson mun aftur svara spurningum öldungadeildarþingmanna í dag. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Repúblikanar vörðu síðustu tveimur dögum í að gagnrýna dómsögu hennar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal annars var hún gagnrýnd fyrir að hafa áhyggjur af mönnum sem sitja í fangelsi í Guantánamó-flóa á Kúbu og var hún sökuð um að taka menn sem dæmdir hafa verið fyrir barnaklám vettlingatökum. Samkvæmt Washington Post einkenndist gærdagurinn af tvennu. Demókratar fóru fögrum orðum um hana og Repúblikanar sökuðu hana um að vera ekki nægilega ströng við glæpamenn og gagnrýndu hana fyrir að vera of vinstri-sinnuð varðandi málefni kynþátta í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn Ted Cruz spurði Jackson um hreyfingu sem kallast Critical Race Theory á ensku og gengur út á að skoða hvernig stefnumál og lög halda upp kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum en Repúblikanar hafa farið hamförum um CRT á undanförnum mánuðum. Cruz spurði Jackson út í það að verið væri að kenna CRT í skóla eins barna hennar, þar sem hún er í stjórn skólans. Hún sagði skóla dóttur hennar ekki koma störfum hennar sem dómari við. Cruz gagnrýndi hana einnig fyrir milda dóma í málum gegn mönnum fyrir barnaklám. Hún sagðist taka mið af lögum, dómafordæmum og sögum fórnarlamba í hverju máli fyrir sig. Repúblikaninn Lindsey Graham þráspurði Jackson út í trú hennar og talaði mikið um það að vinstri sinnaðir aðilar hefðu reynt að „ganga frá“ dómara sem hann lagði til að yrði tilnefndur til Hæstaréttar. Graham spurði meðal annars hvort hún gæti dæmt kaþólikka með sanngjörnum hætti og reyndi að fá hana til að skilgreina hve trúuð hún væri. Með þessu sagðist hann vilja gagnrýna hvernig komið var fram við Amy Coney Barrett þegar Donald Trump tilnefndi hana til Hæstaréttar, þar sem hún starfar nú. Hún er kaþólikki. Graham sagði einnig að aðilar sem teldu Hæstarétt Bandaríkjanna fullan af hægri sinnuðum klikkhausum og litu á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem rusl, vildu að Jackson yrði tilnefnd til Hæstaréttar. Að öfgasinnaðir vinstri-hópar sem vilji rústa lögum Bandaríkjanna vilji að hún verði dómari og hefðu beitt sér gegn Michelle Childs, konunni sem hann hefði viljað að yrði dómari. Jackson mun aftur svara spurningum öldungadeildarþingmanna í dag.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira