Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2022 11:58 Joe Biden forseti Bandaríkjanna hélt til Póllands í morgun eftir fund sinn með öðrum leiðtogum Vesturlanda í Brussel í gær. AP/Markus Schreiber Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. Þrír sögulegir leiðtogafundir vestrænna ríkja fóru fram í Brussel í gær þegar leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins komu saman til að stilla saman strengi sína vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sat alla fundina þar sem ákveðið var að auka herstyrk NATO í aðildarríkjunum í austur Evrópu, auka hernaðarlegan og fjárhagslegan stuðning við Úkraínu og herða á refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands leitaði í orðaforða Josefs Göbbels áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins í dag þegar hann sagði Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði á hendur Rússum. En nasistar lýstu yfir allsherjarstríði í heiminum eftir að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í seinni heimssyrjöldinni.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir ljóst að Vesturlönd hafi nú lýst yfir allsherjarstríði að hætti nasista Þýskalands gegn Rússlandi og vísaði þar til Jósefs Göbbels áróðursmeistara Hitlers. „Og það er ekki farið í grafgötur með markmiðin, þau hafa verið opinberuð; að eyða, brjóta niður, yfirtaka og kyrkja rússneskan efnahag og Rússland í heild sinni,“ sagði Lavrov í dag. Biden og Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins kynntu niðurstöður funda sinna í gær á sameiginlegum fréttamannafundi í morgun. Biden sagði Vladimir Putin Rússlandsforseta hafa nýtt aðgang aðorkulindum til að kúga og ráðskast með nágrannaríki. Hann notaði síðan hagnaðinn af orkusölunni til að fjármagna hernaðarvél sína. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að Evrópa og Bandaríkin muni standa saman í gegnum misheppnað stríð Putins í Úkraínu.AP/Evan Vucci „Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að gera Evrópu algerlega óháða jarðgasi og hámarka framboð og notkun á endurnýjanlegri orku,“ sagði Biden. Bandaríkin muni strax á þessu ári tryggja ríkjum Evrópusambandsins 15 milljarða lítra af fljótandi gasi til viðbótar og 50 milljarða lítra árlega eftir það fram til ársins 2030. Von der Leyen segir það losa Evrópu undan kaupum á um einum þriðja af því gasi sem kæmi frá Rússlandi í dag. Evrópa og Bandaríkin muni standa saman í gegnum stríðið í Úkraínu og efla framleiðslu á endurnýjanlegri orku. „Þetta verður algerlega misheppnað stríð fyrir Putin. Samvinna okkar í refsiaðgerðum gegn Rússlandi hefur verið einstök og söguleg. Aðgerðirnar hafa nú þegar djúp áhrif inn í rússneska kerfið og eru að þurrka upp möguleika Putins til að fjármagna stríðsrekstur sinn,“ sagði von der Leyen. Þá væru Bandaríkin og Evrópa að auka samstarf sitt á fjölmörgum sviðum. Joe Biden er nú á leið til Póllands þar sem hann mun ræða við pólska ráðmenn um eflingu sameiginlegra varna, hitta flóttafólk og heilsa upp á bandaríska hermenn. NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi. 25. mars 2022 11:30 Vaktin: Johnson telur að Pútín ætli að nota sömu taktík og í Grozny Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56 Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Þrír sögulegir leiðtogafundir vestrænna ríkja fóru fram í Brussel í gær þegar leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins komu saman til að stilla saman strengi sína vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sat alla fundina þar sem ákveðið var að auka herstyrk NATO í aðildarríkjunum í austur Evrópu, auka hernaðarlegan og fjárhagslegan stuðning við Úkraínu og herða á refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands leitaði í orðaforða Josefs Göbbels áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins í dag þegar hann sagði Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði á hendur Rússum. En nasistar lýstu yfir allsherjarstríði í heiminum eftir að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í seinni heimssyrjöldinni.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir ljóst að Vesturlönd hafi nú lýst yfir allsherjarstríði að hætti nasista Þýskalands gegn Rússlandi og vísaði þar til Jósefs Göbbels áróðursmeistara Hitlers. „Og það er ekki farið í grafgötur með markmiðin, þau hafa verið opinberuð; að eyða, brjóta niður, yfirtaka og kyrkja rússneskan efnahag og Rússland í heild sinni,“ sagði Lavrov í dag. Biden og Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins kynntu niðurstöður funda sinna í gær á sameiginlegum fréttamannafundi í morgun. Biden sagði Vladimir Putin Rússlandsforseta hafa nýtt aðgang aðorkulindum til að kúga og ráðskast með nágrannaríki. Hann notaði síðan hagnaðinn af orkusölunni til að fjármagna hernaðarvél sína. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að Evrópa og Bandaríkin muni standa saman í gegnum misheppnað stríð Putins í Úkraínu.AP/Evan Vucci „Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að gera Evrópu algerlega óháða jarðgasi og hámarka framboð og notkun á endurnýjanlegri orku,“ sagði Biden. Bandaríkin muni strax á þessu ári tryggja ríkjum Evrópusambandsins 15 milljarða lítra af fljótandi gasi til viðbótar og 50 milljarða lítra árlega eftir það fram til ársins 2030. Von der Leyen segir það losa Evrópu undan kaupum á um einum þriðja af því gasi sem kæmi frá Rússlandi í dag. Evrópa og Bandaríkin muni standa saman í gegnum stríðið í Úkraínu og efla framleiðslu á endurnýjanlegri orku. „Þetta verður algerlega misheppnað stríð fyrir Putin. Samvinna okkar í refsiaðgerðum gegn Rússlandi hefur verið einstök og söguleg. Aðgerðirnar hafa nú þegar djúp áhrif inn í rússneska kerfið og eru að þurrka upp möguleika Putins til að fjármagna stríðsrekstur sinn,“ sagði von der Leyen. Þá væru Bandaríkin og Evrópa að auka samstarf sitt á fjölmörgum sviðum. Joe Biden er nú á leið til Póllands þar sem hann mun ræða við pólska ráðmenn um eflingu sameiginlegra varna, hitta flóttafólk og heilsa upp á bandaríska hermenn.
NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi. 25. mars 2022 11:30 Vaktin: Johnson telur að Pútín ætli að nota sömu taktík og í Grozny Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56 Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi. 25. mars 2022 11:30
Vaktin: Johnson telur að Pútín ætli að nota sömu taktík og í Grozny Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56
Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31