Öryrki mátti sín lítils í baráttu við Landspítalann vegna öndunarvélar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 10:02 Íslenska ríkið og Landspítalinn báru fyrir sig að þær 440 krónur sem stefnandi greiddi mánaðarlega fyrir öndunarvélina væri þátttaka í mánaðarlegum meðalkostnaði sem styrkur Sjúkratrygginga Íslands tæki ekki til. Vísir/Vilhelm Öryrki sem notar öndunarvél vegna öndunarerfiðleika við svefn kærði íslenska ríkið og Landspítala en hann taldi gjaldtöku Landspítalans fyrir leigu á öndunarvélinni ólögmæta. Héraðsdómari taldi rétt að sýkna ríkið og spítalann. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í máli þessu en stefnandi, sem er öryrki, taldi að innheimta fyrir leigu á öndunarvélinni og vörum sem henni fylgdu skorti lagastoð. Hann krafðist því greiðslu á þeim 10.560 krónur sem hann hafði greitt fyrir vélina. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu væri þar að auki að allir landsmenn ættu kost á þeirri heilbrigðisþjónustu sem kostur væri á hverju sinni. Stefndu, íslenska ríkið og Landspítalinn, mótmæltu öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum. Hið rétta væri að kostnaðurinn fyrir öndunarvélina væri kostnaðarhlutdeild hans sjálfs, sem ekki fengist greiddur úr sjúkratryggingu. Ekki væri um að ræða gjaldtöku í þeim skilningi heldur greiðsluþátttöku þar sem niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands sleppir. Héraðsdómari taldi ágreiningslaust að öndunarvélin sem stefnandi notaði væri honum nauðsynlegt hjálpartæki. Það væri þó ljóst að í lögum væri ekki gert ráð fyrir því að ríkið bæri allan kostnað við öflun hjálpartækja sem nýtt eru til lengri tíma heldur taki einungis Sjúkratryggingar þátt í kostnaði og það með takmörkunum. Dómari taldi enn fremur að gjaldtakan hvorki í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar né brot á meðalhófsreglu. Horfa þyrfti til þess að gjaldið sem stefnandi greiddi væri rétt rúmlega 400 krónur á mánuði. Íslenska ríkið og Landspítali voru því sýknuð af kröfum stefnanda en héraðsdómari taldi rétt að málskostnaður í málinu félli niður. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í máli þessu en stefnandi, sem er öryrki, taldi að innheimta fyrir leigu á öndunarvélinni og vörum sem henni fylgdu skorti lagastoð. Hann krafðist því greiðslu á þeim 10.560 krónur sem hann hafði greitt fyrir vélina. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu væri þar að auki að allir landsmenn ættu kost á þeirri heilbrigðisþjónustu sem kostur væri á hverju sinni. Stefndu, íslenska ríkið og Landspítalinn, mótmæltu öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum. Hið rétta væri að kostnaðurinn fyrir öndunarvélina væri kostnaðarhlutdeild hans sjálfs, sem ekki fengist greiddur úr sjúkratryggingu. Ekki væri um að ræða gjaldtöku í þeim skilningi heldur greiðsluþátttöku þar sem niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands sleppir. Héraðsdómari taldi ágreiningslaust að öndunarvélin sem stefnandi notaði væri honum nauðsynlegt hjálpartæki. Það væri þó ljóst að í lögum væri ekki gert ráð fyrir því að ríkið bæri allan kostnað við öflun hjálpartækja sem nýtt eru til lengri tíma heldur taki einungis Sjúkratryggingar þátt í kostnaði og það með takmörkunum. Dómari taldi enn fremur að gjaldtakan hvorki í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar né brot á meðalhófsreglu. Horfa þyrfti til þess að gjaldið sem stefnandi greiddi væri rétt rúmlega 400 krónur á mánuði. Íslenska ríkið og Landspítali voru því sýknuð af kröfum stefnanda en héraðsdómari taldi rétt að málskostnaður í málinu félli niður.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira