Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 23:17 Frá bænum Trostyanets í Úkraínu sem úkraínski herinn frelsaði úr höndum rússneska hersins í dag. AP Photo/Efrem Lukatsky. Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO. Þetta kemur fram í frétt Financial Times í kvöld sem byggð er á frásögnum fjögurra heimildarmanna blaðsins, sem sagðir eru hafa séð drög að því sem ræða á á morgun í Tyrklndi, þar sem sendinefndir Úkraínu og Rússlands koma saman til vopnahlésviðræðna. Í fréttinni kemur fram að rússnesk yfirvöld fari ekki lengur fram á Úkraína verði „af-nasistavædd“ en Rússar hafa haldið því fram, án þess að leggja fram sannanir þess efnis, að nasismi sé landlægur í Úkraínu. Scoop! - Russia no longer demanding Ukraine be ‘denazified’ in ceasefire talks, will allow Kyiv to join EU if it abandons Nato aspirationshttps://t.co/exrhld7TyD— Henry Foy (@HenryJFoy) March 28, 2022 Þá er Rússland sagt geta sætt sig við það að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu, gefi ríkið á bátinn vonir sínar um að fá inngöngu í NATO. Samkvæmt drögunum má Úkraína ekki þróa kjarnorkuvopn eða hýsa erlenda hermenn ú herstöðum í Úkraínu. Í frétt Financial Times kemur einnig fram að í stað aðildar Úkraínu að NATO myndu ákveðin ríki tryggja öryggi Úkraínu. Ríkin sem hafa verið nefnd til sögunnar þar eru Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Kína, Ítalía, Pólland, Ísrael og Tyrkland. Rætt er við David Arakhamia, einn af samningamönnum Úkraínu sem segir að ekkert þessara ríkja hafi samþykkt slíkar öryggistryggingar. Ekkert af ríkjunum hafi hins vegar tekið fyrir það að veita slíka tryggingu, sem Arakhamia túlkar sem jákvætt merki. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Evrópusambandið Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Financial Times í kvöld sem byggð er á frásögnum fjögurra heimildarmanna blaðsins, sem sagðir eru hafa séð drög að því sem ræða á á morgun í Tyrklndi, þar sem sendinefndir Úkraínu og Rússlands koma saman til vopnahlésviðræðna. Í fréttinni kemur fram að rússnesk yfirvöld fari ekki lengur fram á Úkraína verði „af-nasistavædd“ en Rússar hafa haldið því fram, án þess að leggja fram sannanir þess efnis, að nasismi sé landlægur í Úkraínu. Scoop! - Russia no longer demanding Ukraine be ‘denazified’ in ceasefire talks, will allow Kyiv to join EU if it abandons Nato aspirationshttps://t.co/exrhld7TyD— Henry Foy (@HenryJFoy) March 28, 2022 Þá er Rússland sagt geta sætt sig við það að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu, gefi ríkið á bátinn vonir sínar um að fá inngöngu í NATO. Samkvæmt drögunum má Úkraína ekki þróa kjarnorkuvopn eða hýsa erlenda hermenn ú herstöðum í Úkraínu. Í frétt Financial Times kemur einnig fram að í stað aðildar Úkraínu að NATO myndu ákveðin ríki tryggja öryggi Úkraínu. Ríkin sem hafa verið nefnd til sögunnar þar eru Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Kína, Ítalía, Pólland, Ísrael og Tyrkland. Rætt er við David Arakhamia, einn af samningamönnum Úkraínu sem segir að ekkert þessara ríkja hafi samþykkt slíkar öryggistryggingar. Ekkert af ríkjunum hafi hins vegar tekið fyrir það að veita slíka tryggingu, sem Arakhamia túlkar sem jákvætt merki.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Evrópusambandið Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira