Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2022 14:43 Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu. EPA Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. Bandalag stjórnarandstöðuflokkanna – Sameinuð fyrir Ungverjaland – samanstendur af flokkum sem spanna flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Flokkarnir ákváðu á miðju kjörtímabili að snúa saman bökum með það að markmiði að binda endi á þá vegferð sem Ungverjaland hefur verið á undir stjórn Orbans, spillingu og því sem þeir hafa lýst sem einræðistilburðum forsætisráðherrans. Hefur Orban þannig sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu, sem Fidesz er sagt græða á. Stjórnarandstöðuflokkarnir sammældust um það síðasta haust, að lokinni atkvæðagreiðslu, að Peter Marki-Zay – sem er menntaður hagfræðingur, verkfræðingur og sagnfræðingur og bæjarstjóri í Hódmezővásárhely í suðurhluta landsins – verði forsætisráðherraefni bandalagsins. Peter Marki-Zay er forsætisráðherraefni bandalags sex stjórnarandstöðuflokka.EPA Hafa haft tögl og hagldir Fidesz hefur í raun haft tögl og hagldir í ungverskum stjórnmálum síðustu ár og hefur flokkurinn, auk samstarfsflokksins KDNP, átt 133 af 199 fulltrúum á þinginu. Hreinan meirihluta. Skömmu eftir að Marki-Zay var kynntur sem forsætisráðherraefni stjórnarandstöðunnar síðasta haust bentu skoðanakannanir til að sameinuð stjórnarandstaða gæti raunverulega velgt Orban og stjórn hans undir uggum í þingkosningunum sem framundan væru. Síðustu vikurnar hefur þó dregið í sundur og benda kannanir til að bandalag Fidesz og kristilega flokksins KDNP séu með um fimm prósenta forskot á andstæðings sína. Innrás Rússa í Úkraínu hefur skiljanlega haft mikil áhrif á alla kosningabaráttuna, enda er Ungverjaland eitt þeirra ríkja sem á landamæri að Úkraínu og hefur landið tekið á móti nokkrum fjölda flóttafólks. Í frétt Al Jazeera segir sundrung hafi aukist innan raða hinnar sameinuðu stjórnarandstöðu síðustu vikurnar – deilur verið áberandi, tafir orðið á birtingu skrár yfir kosningaloforð, framboðslista og fleiru. Hafa margir innan stjórnarandstöðunnar gagnrýnt félaga sína fyrir að leggja meiri áherslu á að verja stöðu sína innan bandalagsins, frekar en að leggja púður í beina spjótum sínum að Orban. Gagnrýni hefur einnig beinst gegn Marki-Zay fyrir að hafa látið sig hverfa á mikilvægum tímapunkti í kosningabaráttunni til að koma sér upp sínu eigin kosningaliði og framboðið þannig misst dampinn. Frá fjöldafundi stuðningsmanna Victors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í Búdapest á dögunum.EPA Tengsl Orbans og Pútíns Marki-Zay hefur í kosningabaráttunni reynt að teikna þingkosningarnar upp sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Orban og margræðni hans þegar kemur að landfræðipólitík. Vísar hann þar í náin samskipti Orbans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um margra ára skeið. „Það liggur fyrir hvað er í húfi. [Orban] og Pútín eða Vestrið og Evrópa,“ sagði Marki-Zay á samfélagsmiðlum. Orban hefur hins vegar reynt að draga upp mynd af sjálfum sér sem fulltrúa stöðugleika og friðar. Hefur hann sagt Marki-Zay vera fulltrúa pólitískra óvina sem vilji rústa fullveldi Ungverjalands og kristilegum gildum þjóðarinnar. Þau kosningamál sem voru áberandi í umræðunni í byrjun árs – spilling, mennta- og heilbrigðismál – hafa lítið verið í umræðunni eftir að öryggismál og staða Ungverjalands í samfélagi þjóða tók yfir sviðið eftir innrás. Samfara breytingum á umræðunni í kosningabaráttunni hefur fylgi við Orban og Fidesz aukist og má ljóst vera að þarf að spýta í lófana síðustu dagana fyrir kosningar, standi vonir til að binda enda á stjórnartíð hins þaulsetna Orban. Ungverjaland Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Bandalag stjórnarandstöðuflokkanna – Sameinuð fyrir Ungverjaland – samanstendur af flokkum sem spanna flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Flokkarnir ákváðu á miðju kjörtímabili að snúa saman bökum með það að markmiði að binda endi á þá vegferð sem Ungverjaland hefur verið á undir stjórn Orbans, spillingu og því sem þeir hafa lýst sem einræðistilburðum forsætisráðherrans. Hefur Orban þannig sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu, sem Fidesz er sagt græða á. Stjórnarandstöðuflokkarnir sammældust um það síðasta haust, að lokinni atkvæðagreiðslu, að Peter Marki-Zay – sem er menntaður hagfræðingur, verkfræðingur og sagnfræðingur og bæjarstjóri í Hódmezővásárhely í suðurhluta landsins – verði forsætisráðherraefni bandalagsins. Peter Marki-Zay er forsætisráðherraefni bandalags sex stjórnarandstöðuflokka.EPA Hafa haft tögl og hagldir Fidesz hefur í raun haft tögl og hagldir í ungverskum stjórnmálum síðustu ár og hefur flokkurinn, auk samstarfsflokksins KDNP, átt 133 af 199 fulltrúum á þinginu. Hreinan meirihluta. Skömmu eftir að Marki-Zay var kynntur sem forsætisráðherraefni stjórnarandstöðunnar síðasta haust bentu skoðanakannanir til að sameinuð stjórnarandstaða gæti raunverulega velgt Orban og stjórn hans undir uggum í þingkosningunum sem framundan væru. Síðustu vikurnar hefur þó dregið í sundur og benda kannanir til að bandalag Fidesz og kristilega flokksins KDNP séu með um fimm prósenta forskot á andstæðings sína. Innrás Rússa í Úkraínu hefur skiljanlega haft mikil áhrif á alla kosningabaráttuna, enda er Ungverjaland eitt þeirra ríkja sem á landamæri að Úkraínu og hefur landið tekið á móti nokkrum fjölda flóttafólks. Í frétt Al Jazeera segir sundrung hafi aukist innan raða hinnar sameinuðu stjórnarandstöðu síðustu vikurnar – deilur verið áberandi, tafir orðið á birtingu skrár yfir kosningaloforð, framboðslista og fleiru. Hafa margir innan stjórnarandstöðunnar gagnrýnt félaga sína fyrir að leggja meiri áherslu á að verja stöðu sína innan bandalagsins, frekar en að leggja púður í beina spjótum sínum að Orban. Gagnrýni hefur einnig beinst gegn Marki-Zay fyrir að hafa látið sig hverfa á mikilvægum tímapunkti í kosningabaráttunni til að koma sér upp sínu eigin kosningaliði og framboðið þannig misst dampinn. Frá fjöldafundi stuðningsmanna Victors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í Búdapest á dögunum.EPA Tengsl Orbans og Pútíns Marki-Zay hefur í kosningabaráttunni reynt að teikna þingkosningarnar upp sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Orban og margræðni hans þegar kemur að landfræðipólitík. Vísar hann þar í náin samskipti Orbans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um margra ára skeið. „Það liggur fyrir hvað er í húfi. [Orban] og Pútín eða Vestrið og Evrópa,“ sagði Marki-Zay á samfélagsmiðlum. Orban hefur hins vegar reynt að draga upp mynd af sjálfum sér sem fulltrúa stöðugleika og friðar. Hefur hann sagt Marki-Zay vera fulltrúa pólitískra óvina sem vilji rústa fullveldi Ungverjalands og kristilegum gildum þjóðarinnar. Þau kosningamál sem voru áberandi í umræðunni í byrjun árs – spilling, mennta- og heilbrigðismál – hafa lítið verið í umræðunni eftir að öryggismál og staða Ungverjalands í samfélagi þjóða tók yfir sviðið eftir innrás. Samfara breytingum á umræðunni í kosningabaráttunni hefur fylgi við Orban og Fidesz aukist og má ljóst vera að þarf að spýta í lófana síðustu dagana fyrir kosningar, standi vonir til að binda enda á stjórnartíð hins þaulsetna Orban.
Ungverjaland Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira