Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2022 10:31 Frá sendiráði Kína á Salómonseyjum. AP/Charley Piringi Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. Embættismenn ríkjanna skrifuðu í gær undir drög að varnarsáttmála en Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja sagði í morgun að það fæli ekki í sér byggingu herstöðvar. Picture of China s Ambassador to Solomon Islands and Collin Beck, head of Solomon Islands Foreign Affairs Ministry after they initialed the new security agreement between the two countries. The pact hasn t yet been formally signed by Foreign Ministers pic.twitter.com/38zNqoCWWy— Stephen Dziedzic (@stephendziedzic) March 31, 2022 Sáttmálinn hefur þó ekki verið staðfestur af ráðherrum Salómonseyja og Kína. Fyrri drög af honum sem lekið var til fjölmiðla, sýndu að sáttmálinn fæli í sér að kínversk herskip gætu tekið eldsneyti og birgðir á eyjunum, samkvæmt frétt Reuters. Í Ástralíu segja ráðamenn að komi Kínverjar upp viðveru við Salómonseyjar, muni yfirvöld þurfa að endurhugsa varnir ríkisins, samkvæmt frétt ABC. Yfirvöld í Míkrónesíu og Nýja-Sjálandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna sáttmálans. Míkrónesíumenn segjast óttast að svæðið muni koma illa út í mögulegu stríði milli Kína og Bandaríkjanna. Nýsjálendingar segja sáttmálann muna koma niður á öryggissamvinnu ríkja á svæðinu. Retuers hefur eftir Peter Dutton, varnarmálaráðherra Ástralíu, að Kínverjar hafi heitið því að koma ekki upp vopnum í Suður-Kínahafi, sem þeir gera ólöglegt tilkall til, en hafi ekki staðið við það. Hann segist óttast að eitthvað svipað væri upp á teningnum varðandi Salómonseyjar. Salómonseyjar Kína Ástralía Bandaríkin Míkrónesía Nýja-Sjáland Hernaður Tengdar fréttir Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6. janúar 2022 11:11 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Embættismenn ríkjanna skrifuðu í gær undir drög að varnarsáttmála en Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja sagði í morgun að það fæli ekki í sér byggingu herstöðvar. Picture of China s Ambassador to Solomon Islands and Collin Beck, head of Solomon Islands Foreign Affairs Ministry after they initialed the new security agreement between the two countries. The pact hasn t yet been formally signed by Foreign Ministers pic.twitter.com/38zNqoCWWy— Stephen Dziedzic (@stephendziedzic) March 31, 2022 Sáttmálinn hefur þó ekki verið staðfestur af ráðherrum Salómonseyja og Kína. Fyrri drög af honum sem lekið var til fjölmiðla, sýndu að sáttmálinn fæli í sér að kínversk herskip gætu tekið eldsneyti og birgðir á eyjunum, samkvæmt frétt Reuters. Í Ástralíu segja ráðamenn að komi Kínverjar upp viðveru við Salómonseyjar, muni yfirvöld þurfa að endurhugsa varnir ríkisins, samkvæmt frétt ABC. Yfirvöld í Míkrónesíu og Nýja-Sjálandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna sáttmálans. Míkrónesíumenn segjast óttast að svæðið muni koma illa út í mögulegu stríði milli Kína og Bandaríkjanna. Nýsjálendingar segja sáttmálann muna koma niður á öryggissamvinnu ríkja á svæðinu. Retuers hefur eftir Peter Dutton, varnarmálaráðherra Ástralíu, að Kínverjar hafi heitið því að koma ekki upp vopnum í Suður-Kínahafi, sem þeir gera ólöglegt tilkall til, en hafi ekki staðið við það. Hann segist óttast að eitthvað svipað væri upp á teningnum varðandi Salómonseyjar.
Salómonseyjar Kína Ástralía Bandaríkin Míkrónesía Nýja-Sjáland Hernaður Tengdar fréttir Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6. janúar 2022 11:11 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6. janúar 2022 11:11
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40