Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. apríl 2022 07:36 Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árínu 2010. EPA Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. Sigurræða Orbans hefur hlotið töluverða gagnrýni en þar virðist hann hæðast að Volodomir Selenskí forseta Úkraínu. Orban þykir hallur undir Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Selenskí hefur sjálfur gagnrýnt forætisráðherrann fyrir að vilja ekki gagnrýna Pútín og stríðsrekstur hans í Úkraínu. Í sigurræðu sinni sagði Orban að allur heimurinn sjái nú að pólitík kristilegra íhaldsmanna og föðurlandsvina hafi farið með sigur af hólmi í Ungverjalandi. Orban segir að með sigrinum sé verið að senda Evrópu skýr skilaboð um að þetta sé ekki fortíðin, heldur framtíðin. Þá sagði hann að allir eigi eftir að muna eftir þessum sigri því andstæðingarnir hafi verið svo margir. Taldi Orban síðan upp andstæðinga sína og talaði um vinstrimenn heimafyrir, vinstrimenn í öðrum löndum, „möppudýrin í Brussel“ og forseta Úkraínu, sagði Orban og uppskar hlátrasköll frá stuðningsmönnum sínum, að því er segir í frétt Guardian. Fidesz-flokkurinn hlaut um 53 prósent atkvæða og bandalag sex stjórnarandstöðuflokka einungis um 35 prósent. Kosningaþátttaka var mikil, tæplega 69 prósent, en það er nærri jafnmikil þátttaka og í kosningunum 2018 þegar met var slegið. Orban hefur í stjórnartíð sinni ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið þegar kemur að málum eins og fjölmiðlafrelsi, málefnum flóttafólks og samskiptum Ungverjalands og Rússlands. Þá hefur hann sætt gagnrýni fyrir óeðlileg afskipti af dómskerfinu og að hafa breytt kjördæmum til að hagnast sér og sínum flokki. Ungverjaland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Sigurræða Orbans hefur hlotið töluverða gagnrýni en þar virðist hann hæðast að Volodomir Selenskí forseta Úkraínu. Orban þykir hallur undir Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Selenskí hefur sjálfur gagnrýnt forætisráðherrann fyrir að vilja ekki gagnrýna Pútín og stríðsrekstur hans í Úkraínu. Í sigurræðu sinni sagði Orban að allur heimurinn sjái nú að pólitík kristilegra íhaldsmanna og föðurlandsvina hafi farið með sigur af hólmi í Ungverjalandi. Orban segir að með sigrinum sé verið að senda Evrópu skýr skilaboð um að þetta sé ekki fortíðin, heldur framtíðin. Þá sagði hann að allir eigi eftir að muna eftir þessum sigri því andstæðingarnir hafi verið svo margir. Taldi Orban síðan upp andstæðinga sína og talaði um vinstrimenn heimafyrir, vinstrimenn í öðrum löndum, „möppudýrin í Brussel“ og forseta Úkraínu, sagði Orban og uppskar hlátrasköll frá stuðningsmönnum sínum, að því er segir í frétt Guardian. Fidesz-flokkurinn hlaut um 53 prósent atkvæða og bandalag sex stjórnarandstöðuflokka einungis um 35 prósent. Kosningaþátttaka var mikil, tæplega 69 prósent, en það er nærri jafnmikil þátttaka og í kosningunum 2018 þegar met var slegið. Orban hefur í stjórnartíð sinni ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið þegar kemur að málum eins og fjölmiðlafrelsi, málefnum flóttafólks og samskiptum Ungverjalands og Rússlands. Þá hefur hann sætt gagnrýni fyrir óeðlileg afskipti af dómskerfinu og að hafa breytt kjördæmum til að hagnast sér og sínum flokki.
Ungverjaland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35
Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent