Rússi og Úkraínumaður brjóta saman páskaegg Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. apríl 2022 23:01 Fjöldi úkraínskra flóttamanna kom saman í Neskirkju í dag til að fagna páskunum sem eru haldnir hátíðlegir í Rétttrúnaðarkirkjunni í dag. Óttar fékk að fylgjast með og læra inn á alvöru úkraínskar páskahefðir. Í rétttrúnaðarkirkjunni er páskadagur í dag og var honum fagnað víða um Úkraínu. Páskarnir í ár falla þó í skuggann á skelfilegu stríði við Rússa en í dag eru einmitt sléttir tveir mánuðir frá því að innrás Rússa í landið hófst. Víða um landið mátti því heyra sprengjugnýinn við páskamessuna. Á meðan héldu úkraínskir flóttamenn á Íslandi páskana hátíðlega í Neskirkju. Mikilvægasta hátíð Úkraínu Anastasiia Krasnoselska kom til landsins í byrjun mánaðarins en hún flúði frá heimili sínu í Kænugarði. „Þetta er mikilvæg hátíð, líka fyrir þá sem sækja ekki kirkju reglulaga. Þetta er fjölskylduhefð. Til að halda í hefðina fara margir til kirkju og borða hefðbundinn mat. Alvöruegg, ekki súkkulaðiegg eins og á Íslandi, máluð í mismunandi litum. Svo þetta er mikilvæg hátíð í Úkraínu,“ segir Anastasiia. Anastasiia flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands í byrjun apríl.vísir/ívar Biskup Íslands hélt ræðu fyrir hópinn áður en hann safnaðist saman í safnaðarhúsinu til að gæða sér á ýmsum páskaréttum eftir langa föstu. „Aðalhefðirnar eru egg og brauð sem kallast „ paska“. Fólk bakar það alltaf og þeir sem geta það ekki kaupa það. Og eggin eru yfirleitt skreytt. Við dóttir mín búum á hóteli hérna á Íslandi og í gær tókst okkur að skreyta eggin með því litla sem við höfum hérna á Íslandi, til dæmis með blaðaúrklippum. Svo okkur tókst að gera smáhluta af Úkraínu hérna á Íslandi,“ segir Anastasiia. Eggjastríð sem Úkraína vann Sergej Kjartan Artamonov, sem kemur frá Úkraínu, og Anastasía Dodonova, sem er frá Rússlandi, hafa búið á Íslandi í nokkur ár og eru ein þeirra sem skipulögðu daginn í dag. Þau sýna okkur eina helstu páskahefð sína í myndbandinu hér að ofan þar sem þau brjóta saman páskaegg. „Þetta er bara hefð sem við gerum á páskunum,“ segir Sergej. Anastasía og Sergej brjóta páskaeggin að úkraínskum sið. „Þetta er svona eggstríð og sá sem er búinn að vinna þetta stríð hann þarf að fara til annarrar manneskju og gera aftur,“ segir Anastasía. „Og úkraínska hliðin hefur sigrað!“ segir Sergej og hlær. Já, úkraínska hliðin vann þennan bardaga og nú verður Anastasía, sem tapaði að borða sitt egg á meðan Sergej fer um salinn og finnur sér nýjan mótherja. Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Páskar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Í rétttrúnaðarkirkjunni er páskadagur í dag og var honum fagnað víða um Úkraínu. Páskarnir í ár falla þó í skuggann á skelfilegu stríði við Rússa en í dag eru einmitt sléttir tveir mánuðir frá því að innrás Rússa í landið hófst. Víða um landið mátti því heyra sprengjugnýinn við páskamessuna. Á meðan héldu úkraínskir flóttamenn á Íslandi páskana hátíðlega í Neskirkju. Mikilvægasta hátíð Úkraínu Anastasiia Krasnoselska kom til landsins í byrjun mánaðarins en hún flúði frá heimili sínu í Kænugarði. „Þetta er mikilvæg hátíð, líka fyrir þá sem sækja ekki kirkju reglulaga. Þetta er fjölskylduhefð. Til að halda í hefðina fara margir til kirkju og borða hefðbundinn mat. Alvöruegg, ekki súkkulaðiegg eins og á Íslandi, máluð í mismunandi litum. Svo þetta er mikilvæg hátíð í Úkraínu,“ segir Anastasiia. Anastasiia flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands í byrjun apríl.vísir/ívar Biskup Íslands hélt ræðu fyrir hópinn áður en hann safnaðist saman í safnaðarhúsinu til að gæða sér á ýmsum páskaréttum eftir langa föstu. „Aðalhefðirnar eru egg og brauð sem kallast „ paska“. Fólk bakar það alltaf og þeir sem geta það ekki kaupa það. Og eggin eru yfirleitt skreytt. Við dóttir mín búum á hóteli hérna á Íslandi og í gær tókst okkur að skreyta eggin með því litla sem við höfum hérna á Íslandi, til dæmis með blaðaúrklippum. Svo okkur tókst að gera smáhluta af Úkraínu hérna á Íslandi,“ segir Anastasiia. Eggjastríð sem Úkraína vann Sergej Kjartan Artamonov, sem kemur frá Úkraínu, og Anastasía Dodonova, sem er frá Rússlandi, hafa búið á Íslandi í nokkur ár og eru ein þeirra sem skipulögðu daginn í dag. Þau sýna okkur eina helstu páskahefð sína í myndbandinu hér að ofan þar sem þau brjóta saman páskaegg. „Þetta er bara hefð sem við gerum á páskunum,“ segir Sergej. Anastasía og Sergej brjóta páskaeggin að úkraínskum sið. „Þetta er svona eggstríð og sá sem er búinn að vinna þetta stríð hann þarf að fara til annarrar manneskju og gera aftur,“ segir Anastasía. „Og úkraínska hliðin hefur sigrað!“ segir Sergej og hlær. Já, úkraínska hliðin vann þennan bardaga og nú verður Anastasía, sem tapaði að borða sitt egg á meðan Sergej fer um salinn og finnur sér nýjan mótherja.
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Páskar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira