Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2022 06:53 Íhaldsmenn eru nú í meirihluta meðal dómara hæstaréttar, eftir að Donald Trump skipaði þrjá á sínum stutta valdatíma. Hæstiréttur Bandaríkjanna Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. Frétt Politico byggir á drögum að dómsniðurstöðu meirihluta réttarins, sem er sögð hafa verið skrifuð af hæstaréttardómaranum Samuel Alito. Þar segir Alito að niðurstaða réttarins í Roe gegn Wade hafi verið röng og að það sé löggjafarvaldsins að ákveða að heimila eða ekki heimila hvort konur í viðkomandi ríki fái að gangast undir þungunarrof. Svo virðist sem drögunum hafi verið lekið, sem er fordæmalaust í sögu réttarins. „Það er niðurstaða okkar að það verður að snúa Roe og Casey,“ segir í dómnum, sem sérfræðingar vestanhafs segja líklega ófalsaðan. „Það er komin tími til að fara að stjórnarskránni og skila kjörnum fulltrúum þjóðarinnar aftur ákvarðanavaldinu um þungunarrof.“ Löggjöfin smíðuð til höfuðs Roe gegn Wade Málið sem liggur fyrir hæstarétti núna varðar nýja löggjöf í Mississippi sem kveður á um næstum algilt bann við þungunarrofi eftir 15. viku meðgöngu. Málið var höfðað af síðustu heilbrigðisstofnuninni í ríkinu þar sem enn er hægt að gangast undir þungunarrof, Jackson Women's Health Organization, en þannig tókst að fresta gildistöku laganna. Eftir málflutning í desember lá í loftinu að hæstiréttur myndi dæma ríkinu í hag en ekki þótti útséð með það hvort hann myndi ganga svo langt að snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade, eins og nú liggur fyrir. Á þeim tíma sagði hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor ljóst að löggjafinn í Mississippi hefði smíðað lögin sem ögrun við Roe gegn Wade og varaði meðdómara sína gegn því að láta freistast. „Mun þessi stofnun lifa þann óþef sem þetta mun skapa meðal almennings, um að stjórnarskráinn og túlkun hennar séu bara pólitískur gjörningur? Ég sé ekki að það sé mögulegt,“ sagði hún. Hitt málið sem getið er í niðurstöðu dómsins, Planned Parenthood gegn Casey, fór fyrir hæstarétt tveimur áratugum eftir að niðurstaða fékkst í Roe gegn Wade en í því máli staðfesti dómstóllinn fyrri niðurstöðu sína og ákvað að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til þess að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Fjöldi ríkja mun freista þess að banna þungunarrof Politico greindi frá niðurstöðu réttarins í gær og eins og fyrr segir segja sérfræðingar allar líkur á því að dómurinn sé ófalsaður og vísa meðal annars til forms, lengdar og orðalags, sem líkist öðrum meirihlutaálitum sem Alito hefur skrifað. Niðurstaðan var óhugsandi fyrir nokkrum árum en pólitísk slagsíða hæstaréttar gjörbreyttist þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu og skipaði á stuttum valdatíma sínum þrjá dómara við dómstólinn. Málið hefur strax vakið gríðarlega reiði vestanhafs, enda er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Mótmæli hafa þegar átt sér stað og verið boðuð og ljóst að þeir sem styðja rétt kvenna til að gangast undir þungunarrof munu ekki sætta sig við þessi málalok. Íhaldsmenn fagna á sama tíma og segja niðurstöðuna löngu tímabæra. Ákvörðun hæstaréttar mun hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt samfélag, enda um að ræða eitt mesta hitamál síðustu áratuga. Gera má ráð fyrir að fjöldi ríkja muni í kjölfarið banna þungunarrof en óvíst er hvaða áhrif niðurstaðan mun hafa í kosningum næstu misserin. Þungunarrof Bandaríkin Mannréttindi Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Sjá meira
Frétt Politico byggir á drögum að dómsniðurstöðu meirihluta réttarins, sem er sögð hafa verið skrifuð af hæstaréttardómaranum Samuel Alito. Þar segir Alito að niðurstaða réttarins í Roe gegn Wade hafi verið röng og að það sé löggjafarvaldsins að ákveða að heimila eða ekki heimila hvort konur í viðkomandi ríki fái að gangast undir þungunarrof. Svo virðist sem drögunum hafi verið lekið, sem er fordæmalaust í sögu réttarins. „Það er niðurstaða okkar að það verður að snúa Roe og Casey,“ segir í dómnum, sem sérfræðingar vestanhafs segja líklega ófalsaðan. „Það er komin tími til að fara að stjórnarskránni og skila kjörnum fulltrúum þjóðarinnar aftur ákvarðanavaldinu um þungunarrof.“ Löggjöfin smíðuð til höfuðs Roe gegn Wade Málið sem liggur fyrir hæstarétti núna varðar nýja löggjöf í Mississippi sem kveður á um næstum algilt bann við þungunarrofi eftir 15. viku meðgöngu. Málið var höfðað af síðustu heilbrigðisstofnuninni í ríkinu þar sem enn er hægt að gangast undir þungunarrof, Jackson Women's Health Organization, en þannig tókst að fresta gildistöku laganna. Eftir málflutning í desember lá í loftinu að hæstiréttur myndi dæma ríkinu í hag en ekki þótti útséð með það hvort hann myndi ganga svo langt að snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade, eins og nú liggur fyrir. Á þeim tíma sagði hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor ljóst að löggjafinn í Mississippi hefði smíðað lögin sem ögrun við Roe gegn Wade og varaði meðdómara sína gegn því að láta freistast. „Mun þessi stofnun lifa þann óþef sem þetta mun skapa meðal almennings, um að stjórnarskráinn og túlkun hennar séu bara pólitískur gjörningur? Ég sé ekki að það sé mögulegt,“ sagði hún. Hitt málið sem getið er í niðurstöðu dómsins, Planned Parenthood gegn Casey, fór fyrir hæstarétt tveimur áratugum eftir að niðurstaða fékkst í Roe gegn Wade en í því máli staðfesti dómstóllinn fyrri niðurstöðu sína og ákvað að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til þess að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Fjöldi ríkja mun freista þess að banna þungunarrof Politico greindi frá niðurstöðu réttarins í gær og eins og fyrr segir segja sérfræðingar allar líkur á því að dómurinn sé ófalsaður og vísa meðal annars til forms, lengdar og orðalags, sem líkist öðrum meirihlutaálitum sem Alito hefur skrifað. Niðurstaðan var óhugsandi fyrir nokkrum árum en pólitísk slagsíða hæstaréttar gjörbreyttist þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu og skipaði á stuttum valdatíma sínum þrjá dómara við dómstólinn. Málið hefur strax vakið gríðarlega reiði vestanhafs, enda er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Mótmæli hafa þegar átt sér stað og verið boðuð og ljóst að þeir sem styðja rétt kvenna til að gangast undir þungunarrof munu ekki sætta sig við þessi málalok. Íhaldsmenn fagna á sama tíma og segja niðurstöðuna löngu tímabæra. Ákvörðun hæstaréttar mun hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt samfélag, enda um að ræða eitt mesta hitamál síðustu áratuga. Gera má ráð fyrir að fjöldi ríkja muni í kjölfarið banna þungunarrof en óvíst er hvaða áhrif niðurstaðan mun hafa í kosningum næstu misserin.
Þungunarrof Bandaríkin Mannréttindi Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Sjá meira