Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2022 08:06 Mótmælendur streymdu að Hæstarétti í gærkvöldi og nótt til að mótmæla meirihlutaálitinu. AP/Alex Brandon Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun fylgjast með þróun mála fram eftir degi. Helstu tíðindi: Miðillinn Politico greindi frá því í gær að hann hefði undir höndum meirihlutaálit hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, þar sem umfjöllunarefnið er löggjöf í Mississippi sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu. Í álitinu segir að það sé tímabært að snúa niðurstöðunni í málinu Roe gegn Wade. Svo virðist sem meirihlutaálitinu hafi verið leikið, sem er fordæmalaust í sögu dómstólsins. Fréttirnar hafa vakið bæði reiði og fögnuð vestanhafs, þar sem þungunarrof eru meðal þeirra mála sem hafa klofið bandarísku þjóðina í áratugi. Meirihlut Bandaríkjamanna er þó fylgjandi því að konur eigi að hafa rétt til að ráða yfir eigin líkama og velja að gangast undir þungunarrof. Ríkisstjórar í sextán ríkjum hafa heitið því að tryggja áfram aðgengi kvenna að þungunarrofi en ráðamenn úr röðum repúblikana lofa því að leggja blátt bann við þungunarrofi. Ef meirihlutaálitið stendur er ljóst að þungunarrof verða bönnuð víða í Bandaríkjunum. Boðað hefur verið til mótmæla um allt land.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun fylgjast með þróun mála fram eftir degi. Helstu tíðindi: Miðillinn Politico greindi frá því í gær að hann hefði undir höndum meirihlutaálit hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, þar sem umfjöllunarefnið er löggjöf í Mississippi sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu. Í álitinu segir að það sé tímabært að snúa niðurstöðunni í málinu Roe gegn Wade. Svo virðist sem meirihlutaálitinu hafi verið leikið, sem er fordæmalaust í sögu dómstólsins. Fréttirnar hafa vakið bæði reiði og fögnuð vestanhafs, þar sem þungunarrof eru meðal þeirra mála sem hafa klofið bandarísku þjóðina í áratugi. Meirihlut Bandaríkjamanna er þó fylgjandi því að konur eigi að hafa rétt til að ráða yfir eigin líkama og velja að gangast undir þungunarrof. Ríkisstjórar í sextán ríkjum hafa heitið því að tryggja áfram aðgengi kvenna að þungunarrofi en ráðamenn úr röðum repúblikana lofa því að leggja blátt bann við þungunarrofi. Ef meirihlutaálitið stendur er ljóst að þungunarrof verða bönnuð víða í Bandaríkjunum. Boðað hefur verið til mótmæla um allt land.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira