Að efla aldursvænt samfélag Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir skrifar 3. maí 2022 20:01 Hvernig er viðhorf þitt gagnvart öldruðum? Hefur þú leitt hugann að því? Hefur þú tekið eftir aldursfordómum í þínu nærumhverfi? Ertu að hugsa um að hætta við að lesa þessa grein af því þú ert ekki aldraður? Hér á landi er sá hópur einstaklinga sem hefur náð 67 ára aldri og hærra skilgreindur sem aldraðir, hópur fólks sem stækkar og stækkar samkvæmt núverandi þróun. Mannfjöldaspár sýna að breytt aldurssamsetning er meðal þjóða, þar sem lífslíkur fólks eru að aukast og dregist hefur úr fæðingartíðni. Öldruðum mun fjölga verulega í vestrænum samfélögum. Með þessum breytingum fylgja áskoranir sem þarf að bregðast við til að efla aldursvænt samfélag. Aldraðir endurspegla fjölbreyttan hóp, sem hefur ólíkar skoðanir og bakgrunn, fjölbreytt áhugamál og víðtæka reynslu. En þessi hópur mætir stundum aldursfordómum í nútímasamfélagi. Hætt er við neikvæðum staðalímyndum og mismunun á grundvelli aldurs. Það er brýn þörf að bregðast við og vinna að aldursvænu samfélagi með breyttu viðhorfi. Eldri fullorðnir einstaklingar búa yfir dýrmætri þekkingu og reynslu. Hegðun okkar og viðhorf ætti alltaf að endurspegla tækifærin og þau jákvæðu áhrif af því að fólk hafi sjálfstæði, vilja og getu til að taka virkan þátt í samfélaginu. Samstaða ætti að ríkja um það að fólk geti átt gefandi líf alla ævi. Hver og einn getur litið í eigin barm og hugleitt hvort hann leyfi aldursfordómum að viðgangast í sínu nærumhverfi. En ríkari ábyrgð liggur í forystu og stjórnun hjá leiðtogum samfélagsins. Horfa þarf til styrkleika, mikilvægi framlags og þátttöku eldra fólks sem ávinning fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Höfundur er nemi í öldrunarþjónustu, viðbótardiplómu á meistarastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Félagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Hvernig er viðhorf þitt gagnvart öldruðum? Hefur þú leitt hugann að því? Hefur þú tekið eftir aldursfordómum í þínu nærumhverfi? Ertu að hugsa um að hætta við að lesa þessa grein af því þú ert ekki aldraður? Hér á landi er sá hópur einstaklinga sem hefur náð 67 ára aldri og hærra skilgreindur sem aldraðir, hópur fólks sem stækkar og stækkar samkvæmt núverandi þróun. Mannfjöldaspár sýna að breytt aldurssamsetning er meðal þjóða, þar sem lífslíkur fólks eru að aukast og dregist hefur úr fæðingartíðni. Öldruðum mun fjölga verulega í vestrænum samfélögum. Með þessum breytingum fylgja áskoranir sem þarf að bregðast við til að efla aldursvænt samfélag. Aldraðir endurspegla fjölbreyttan hóp, sem hefur ólíkar skoðanir og bakgrunn, fjölbreytt áhugamál og víðtæka reynslu. En þessi hópur mætir stundum aldursfordómum í nútímasamfélagi. Hætt er við neikvæðum staðalímyndum og mismunun á grundvelli aldurs. Það er brýn þörf að bregðast við og vinna að aldursvænu samfélagi með breyttu viðhorfi. Eldri fullorðnir einstaklingar búa yfir dýrmætri þekkingu og reynslu. Hegðun okkar og viðhorf ætti alltaf að endurspegla tækifærin og þau jákvæðu áhrif af því að fólk hafi sjálfstæði, vilja og getu til að taka virkan þátt í samfélaginu. Samstaða ætti að ríkja um það að fólk geti átt gefandi líf alla ævi. Hver og einn getur litið í eigin barm og hugleitt hvort hann leyfi aldursfordómum að viðgangast í sínu nærumhverfi. En ríkari ábyrgð liggur í forystu og stjórnun hjá leiðtogum samfélagsins. Horfa þarf til styrkleika, mikilvægi framlags og þátttöku eldra fólks sem ávinning fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Höfundur er nemi í öldrunarþjónustu, viðbótardiplómu á meistarastigi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar