Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2022 23:11 Elon Musk stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/EPA Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. Business Insider segir að fyrirtækið hafi gert sátt við konuna og greitt henni 250.000 dollara árið 2018. Hún hafi unnið í áhöfn þotu sem SpaceX, meðal annars sem nuddari. Miðillinn byggir þetta á gögnum og viðtölum. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd. Varaforseti SpaceX vildi ekki tjá sig um ásakanirnar. Musk bað sjálfur Business Insider um lengri tíma til að svara spurningum um málið en sagði mun meira búa að baki. „Ef ég væri hneigður til að áreita kynferðislega þá væri ólíklegt að þetta væri í fyrsta skipti á öllum þrjátíu ára ferli mínum sem það kæmi í ljós,“ sagði Musk og kallaði fréttina „pólitíska árásargrein“. Vangaveltur voru uppi í gær um hvort að Musk undirbyggi jarðveginn fyrir óþægilegar fréttir af sér. Þá tísti hann um að „pólitískum árásum“ á hann ætti eftir að fjölga á næstunni, meðal annars í samhengi við að hann sagðist ætla að kjósa frekar Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum en Demókrataflokkinn. Spáði hann „lúabrögðum“ af hálfu demókrata gegn sér. In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold — Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Svo virðist sem að Musk hafi tíst um komandi árásir skömmu eftir að blaðamenn Business Insider leituðu eftir viðbrögðum hans í gær fyrir fréttina sem birtist í dag. This from a great editor at the Insider re timing of them seeking comment ...https://t.co/cMVIM55luA and note time stamp pic.twitter.com/KHxaDqsXxA— Clara Jeffery (@ClaraJeffery) May 19, 2022 SpaceX Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Business Insider segir að fyrirtækið hafi gert sátt við konuna og greitt henni 250.000 dollara árið 2018. Hún hafi unnið í áhöfn þotu sem SpaceX, meðal annars sem nuddari. Miðillinn byggir þetta á gögnum og viðtölum. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd. Varaforseti SpaceX vildi ekki tjá sig um ásakanirnar. Musk bað sjálfur Business Insider um lengri tíma til að svara spurningum um málið en sagði mun meira búa að baki. „Ef ég væri hneigður til að áreita kynferðislega þá væri ólíklegt að þetta væri í fyrsta skipti á öllum þrjátíu ára ferli mínum sem það kæmi í ljós,“ sagði Musk og kallaði fréttina „pólitíska árásargrein“. Vangaveltur voru uppi í gær um hvort að Musk undirbyggi jarðveginn fyrir óþægilegar fréttir af sér. Þá tísti hann um að „pólitískum árásum“ á hann ætti eftir að fjölga á næstunni, meðal annars í samhengi við að hann sagðist ætla að kjósa frekar Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum en Demókrataflokkinn. Spáði hann „lúabrögðum“ af hálfu demókrata gegn sér. In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold — Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Svo virðist sem að Musk hafi tíst um komandi árásir skömmu eftir að blaðamenn Business Insider leituðu eftir viðbrögðum hans í gær fyrir fréttina sem birtist í dag. This from a great editor at the Insider re timing of them seeking comment ...https://t.co/cMVIM55luA and note time stamp pic.twitter.com/KHxaDqsXxA— Clara Jeffery (@ClaraJeffery) May 19, 2022
SpaceX Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira