Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 09:47 Spænsk yfirvöld kanna hvort að apabóla kunni að hafa dreift sér á fjölsóttum gleðigönguviðburði á Kanaríeyjum. Myndin er frá slíkri hátíð þar fyrir nokkrum árum. Vísir/EPA Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. Fleiri en níutíu tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. David Heymann, fyrrverandi yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir helstu tilgátuna um uppruna smitanna að þau hafi borist á milli sam- og tvíkynhneigðra karlmanna með kynlífi á tveimur reifum á Spáni og Belgíu. Spænsk heilbrigðisyfirvöld segjast rannsaka möguleg tengsl við gleðigöngu á Kanaríeyjum þar sem um 80.000 manns komu saman og gufubað í Madrid, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í Bretlandi hefur það vakið athygli yfirvalda að verulegur hluti þeirra sem hafa smitast sé ungir sam- eða tvíkynhneigðir karlmenn sem hafa aldrei ferðast til Afríku. Sömu sögu hafa yfirvöld í Portúgal og á Spáni að segja. Erfitt er sagt að greina á milli hvort að sjúkdómurinn smitist við kynlífið sjálft eða hvort bólan hafi borist á milli vegna náins samneytis í kringum það. WHO telur að bólan kunni að hafa dreift sér svo lítið bæri á um nokkurn tíma í ljósi þess hversu víða hún hefur skotið upp kollinum. Heymann segir þó ólíklegt að apabólan verði að útbreiddum faraldri. „Þetta er ekki Covid. Við verðum að hægja á henni en hún dreifir sér ekki í lofti og við höfum bóluefni til að verjast henni,“ segir hann. Apabóla Heilbrigðismál Tónlist Kynlíf Tengdar fréttir Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23. maí 2022 07:30 Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21. maí 2022 21:21 Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. 20. maí 2022 13:14 Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Fleiri en níutíu tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. David Heymann, fyrrverandi yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir helstu tilgátuna um uppruna smitanna að þau hafi borist á milli sam- og tvíkynhneigðra karlmanna með kynlífi á tveimur reifum á Spáni og Belgíu. Spænsk heilbrigðisyfirvöld segjast rannsaka möguleg tengsl við gleðigöngu á Kanaríeyjum þar sem um 80.000 manns komu saman og gufubað í Madrid, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í Bretlandi hefur það vakið athygli yfirvalda að verulegur hluti þeirra sem hafa smitast sé ungir sam- eða tvíkynhneigðir karlmenn sem hafa aldrei ferðast til Afríku. Sömu sögu hafa yfirvöld í Portúgal og á Spáni að segja. Erfitt er sagt að greina á milli hvort að sjúkdómurinn smitist við kynlífið sjálft eða hvort bólan hafi borist á milli vegna náins samneytis í kringum það. WHO telur að bólan kunni að hafa dreift sér svo lítið bæri á um nokkurn tíma í ljósi þess hversu víða hún hefur skotið upp kollinum. Heymann segir þó ólíklegt að apabólan verði að útbreiddum faraldri. „Þetta er ekki Covid. Við verðum að hægja á henni en hún dreifir sér ekki í lofti og við höfum bóluefni til að verjast henni,“ segir hann.
Apabóla Heilbrigðismál Tónlist Kynlíf Tengdar fréttir Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23. maí 2022 07:30 Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21. maí 2022 21:21 Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. 20. maí 2022 13:14 Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23. maí 2022 07:30
Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21. maí 2022 21:21
Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. 20. maí 2022 13:14
Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40