Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2022 21:01 Frá vettvangi. AP Photo/Dario Lopez-Mills Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. Þetta kom fram í máli Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, á blaðamannafundi í kvöld vegna skotárásarinnar. Blaðamenn CNN greina frá því á Twitter að Abbott hafi sagt að fjórtán nemendur skólans hafi látist, auk eins kennara. JUST IN: Gov. Greg Abbott gives an update on the school shooting in Uvalde. INFO: https://t.co/rhVwftZh2Y pic.twitter.com/4JSRU5FQlR— CBS Austin (@cbsaustin) May 24, 2022 Abbott greindi frá því að árásarmaðurinn, Salvador Ramos, að nafni hafi verið átján ára gamll og að hann hafi látið lífið í skotárásinni. Sagði Abbott að Ramos hafi verið vopnaður skammbyssu og mögulega riffli. Fifteen have been killed in a shooting at Robb elementary school, according to Governor Greg Abbott — 14 students and 1 teacher. Abbott said the shooter is also deceased.— Jake Tapper (@jaketapper) May 24, 2022 Snemma var ljóst að um alvarlega skotárás var að ræða. Skömmu eftir að fregnir af henni brutust út greindi spítalinn í Uvalde frá því að tvö börn sem flutt voru á spítalann eftir skotárásina væru látin. Alls voru þrettán fluttir á spítalann eftir árásina. Frá vettvangi.AP Photo/Dario Lopez-Mills Ljóst er að skotárásin er ein sú mannskæðasta í skóla í Bandaríkjunum frá upphafi, en skotárásir í skólum hafa verið tíðar þar undanfarin ár og áratugi. Mannskæðasta skotárásin var framin í Virginia Tech-háskólanum árið 2007 þegar 33 voru skotnir til bana. Mannskæðasta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum var framin árið 2012 í Sandy Hook grunnskólanum í Connecticut, þegar 28 létust. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, á blaðamannafundi í kvöld vegna skotárásarinnar. Blaðamenn CNN greina frá því á Twitter að Abbott hafi sagt að fjórtán nemendur skólans hafi látist, auk eins kennara. JUST IN: Gov. Greg Abbott gives an update on the school shooting in Uvalde. INFO: https://t.co/rhVwftZh2Y pic.twitter.com/4JSRU5FQlR— CBS Austin (@cbsaustin) May 24, 2022 Abbott greindi frá því að árásarmaðurinn, Salvador Ramos, að nafni hafi verið átján ára gamll og að hann hafi látið lífið í skotárásinni. Sagði Abbott að Ramos hafi verið vopnaður skammbyssu og mögulega riffli. Fifteen have been killed in a shooting at Robb elementary school, according to Governor Greg Abbott — 14 students and 1 teacher. Abbott said the shooter is also deceased.— Jake Tapper (@jaketapper) May 24, 2022 Snemma var ljóst að um alvarlega skotárás var að ræða. Skömmu eftir að fregnir af henni brutust út greindi spítalinn í Uvalde frá því að tvö börn sem flutt voru á spítalann eftir skotárásina væru látin. Alls voru þrettán fluttir á spítalann eftir árásina. Frá vettvangi.AP Photo/Dario Lopez-Mills Ljóst er að skotárásin er ein sú mannskæðasta í skóla í Bandaríkjunum frá upphafi, en skotárásir í skólum hafa verið tíðar þar undanfarin ár og áratugi. Mannskæðasta skotárásin var framin í Virginia Tech-háskólanum árið 2007 þegar 33 voru skotnir til bana. Mannskæðasta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum var framin árið 2012 í Sandy Hook grunnskólanum í Connecticut, þegar 28 létust.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira