„Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2022 20:14 Jimmy Kimmel tók upp sérstakt innslag til að ræða skotárásina í Texas. Skjáskot Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. Jimmy Kimmel, sem stýrir Jimmy Kimmel Live!, og hefur verið mjög gagnrýnin á þá stjórnmálamenn sem koma í veg fyrir að skotvopnalöggjöf verði hert í Bandaríkjunum, tók upp sérstakt innslag vegna árásarinnar. Þar mátti sjá að hann átti erfitt með sig, er hann gagnrýndi sömu stjórnmálamenn aftur. „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar,“ sagði Kimmel. Gagnrýndi hann þá stjórnmálamenn og klappstýrur þeirra sem segja að mikilvægt sé að gera skotárásir á borð við þá sem átti sér stað í Texas í vikunni ekki að pólitísku bitbeini. „Þeir gagnrýna forsetann okkar um leið og hann byrjar að ræða um að gera eitthvað til að stoppa þetta. Vegna þess að þeir vilja ekki ræða þetta. Vegna þess að þeir vita hvað þeir hafa gert. Þeir vita að það er óverjandi þannig að þeir vilja frekar sópa þessu undir teppið,“ sagði Kimmel. Stephen Colbert og James Corden, sem stýra The Late Show og The Late Late Show, tóku einnig upp sérstök innslög vegna skotárásarinnar. Corden, sem er breskur, sagðist ekki geta skilið tilganginn með þessum skotárásum. Skotvopnalöggjöf í Bretlandi var hert til muna eftir skotárás í skoskum skóla árið 1996, þar sem 21 týndi lífi. „Þegar ég skutla krökkunum mínum í skólann og kyssi þau bless dettur mér ekki í hug að þetta gæti verið síðasta kveðjan. Tilhugsunin um þetta símtal, að barnið þitt hafi verið fórnarlamb skotárás, það er handan skilningi okkar sem mannverum,“ sagði Corden. Bætti hann við að hann ætti erfitt með að skilja þá sem sætta sig við að skotárásir á borð við þá í Texas séu hliðarafurð rúmrar skotvopnalöggjafar Bandaríkjanna. Colbert talaði á svipuðum nótum og í tilfinnaþrungnu innslagi hvatti hann leiðtoga Bandaríkjanna til að gera eitthvað í málinu. Þá hvatti hann kjósendur til að kjósa þá sem segjast ætla að herða skotvopnalöggjöfina. „Bænir munu ekki binda enda á þetta, en þitt atkvæði gæti gert það. Næst þegar þú kýst skaltu spyrja þig þessarar spurningar. Hver af þeim sem er að bjóða sig fram hefur sagt opinberlega að hann muni gera allt sem hann geti til að vernda barnið þitt fyrir þessum glæpsamlega og brjálæðislega fjölda byssa í Bandaríkjunum? Jimmy Fallon, stjórnandi The Tonight Show, nýtti viðtal sitt við Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins, til að taka á málinu. Psaki var með tárin í augunum þegar hún talaði um skotárásina. „Ég held að eins og svo margir foreldrar um allt hafi ég verið að hugsa um hvort ég ætti að senda barnið mitt í leikskólann í dag og hvort það væri öruggt. Er hún örugg þar? Hvers konar öryggisgæsla er þar? Ætti að vera öryggisgæsla þar?“ Árásin í Uvalde er mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna frá því árið 2012 þegar 26 manns, þar af tuttugu börn, voru myrt í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Þrátt fyrir mikinn vilja forsetans og margra bandamanna hans í Demókrataflokknum er talið ólíklegt að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Bíó og sjónvarp Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Jimmy Kimmel, sem stýrir Jimmy Kimmel Live!, og hefur verið mjög gagnrýnin á þá stjórnmálamenn sem koma í veg fyrir að skotvopnalöggjöf verði hert í Bandaríkjunum, tók upp sérstakt innslag vegna árásarinnar. Þar mátti sjá að hann átti erfitt með sig, er hann gagnrýndi sömu stjórnmálamenn aftur. „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar,“ sagði Kimmel. Gagnrýndi hann þá stjórnmálamenn og klappstýrur þeirra sem segja að mikilvægt sé að gera skotárásir á borð við þá sem átti sér stað í Texas í vikunni ekki að pólitísku bitbeini. „Þeir gagnrýna forsetann okkar um leið og hann byrjar að ræða um að gera eitthvað til að stoppa þetta. Vegna þess að þeir vilja ekki ræða þetta. Vegna þess að þeir vita hvað þeir hafa gert. Þeir vita að það er óverjandi þannig að þeir vilja frekar sópa þessu undir teppið,“ sagði Kimmel. Stephen Colbert og James Corden, sem stýra The Late Show og The Late Late Show, tóku einnig upp sérstök innslög vegna skotárásarinnar. Corden, sem er breskur, sagðist ekki geta skilið tilganginn með þessum skotárásum. Skotvopnalöggjöf í Bretlandi var hert til muna eftir skotárás í skoskum skóla árið 1996, þar sem 21 týndi lífi. „Þegar ég skutla krökkunum mínum í skólann og kyssi þau bless dettur mér ekki í hug að þetta gæti verið síðasta kveðjan. Tilhugsunin um þetta símtal, að barnið þitt hafi verið fórnarlamb skotárás, það er handan skilningi okkar sem mannverum,“ sagði Corden. Bætti hann við að hann ætti erfitt með að skilja þá sem sætta sig við að skotárásir á borð við þá í Texas séu hliðarafurð rúmrar skotvopnalöggjafar Bandaríkjanna. Colbert talaði á svipuðum nótum og í tilfinnaþrungnu innslagi hvatti hann leiðtoga Bandaríkjanna til að gera eitthvað í málinu. Þá hvatti hann kjósendur til að kjósa þá sem segjast ætla að herða skotvopnalöggjöfina. „Bænir munu ekki binda enda á þetta, en þitt atkvæði gæti gert það. Næst þegar þú kýst skaltu spyrja þig þessarar spurningar. Hver af þeim sem er að bjóða sig fram hefur sagt opinberlega að hann muni gera allt sem hann geti til að vernda barnið þitt fyrir þessum glæpsamlega og brjálæðislega fjölda byssa í Bandaríkjunum? Jimmy Fallon, stjórnandi The Tonight Show, nýtti viðtal sitt við Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins, til að taka á málinu. Psaki var með tárin í augunum þegar hún talaði um skotárásina. „Ég held að eins og svo margir foreldrar um allt hafi ég verið að hugsa um hvort ég ætti að senda barnið mitt í leikskólann í dag og hvort það væri öruggt. Er hún örugg þar? Hvers konar öryggisgæsla er þar? Ætti að vera öryggisgæsla þar?“ Árásin í Uvalde er mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna frá því árið 2012 þegar 26 manns, þar af tuttugu börn, voru myrt í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Þrátt fyrir mikinn vilja forsetans og margra bandamanna hans í Demókrataflokknum er talið ólíklegt að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Bíó og sjónvarp Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira