Vaktin: Segir Rússa hafa komist hjá flestum þvingunaraðgerðum Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 27. maí 2022 06:41 Selenskí ávarpaði nemendur Stanfordháskóla í Bandaríkjunum í kvöld með aðstoð fjarfundabúnaðar. Á þessari mynd er hann reyndar að ávarpa Davos-ráðstefnuna með sama hætti. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Bandaríkjamenn hafa samþykkt að senda langdræg vopn til Úkraínu en segjast á sama tíma óttast stigmögnun átaka og hafa átt samtöl við Úkraínumenn um hættuna af því að gera árásir á skotmörk langt inni í Rússlandi. Úkraínumenn segjast þurfa langdrægari vopn en átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð vera orðin nokkurs konar einvígi með stórskotaliði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa munu ekki hernema allt Luhansk-hérað á næstu dögum. Þetta segir formlegur ríkisstjóri héraðsins en Rússar hafa þegar náð næstum öllu héraðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Ekki væri hægt að treysta Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Ekki væri hægt að semja við krókódíl á meðan hann væri að éta á manni fótinn. Úkraínskir sjálfboðaliðar, lítt þjálfaðir og illa búnir varaliðshermenn, sem fluttir hafa verið á víglínurnar í Austur-Úkraínu, telja sig hafa verið yfirgefna og hafa jafnvel yfirgefið stöður sínar. Úkraínski herinn hefur verið undir miklum þrýstingi í Donbas og víðar undanfarna daga og hafa sjálfboðaliðar verið notaðir til að fylla upp í götin á varnarlínum Úkraínumanna. Yfirvöld í Úkraínu hafa viðurkennt að Rússar hafi nú yfirhöndina í átökunum í austurhluta landsins. Úkraínuher hafi hörfað til baka frá sumum varnarlínum sínum. Ríkisstjóri Luhansk segir aðeins um 5 prósent svæðisins enn á valdi Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa umkringt borgirnar Severodonetsk og Lyschansk. Að minnsta kosti níu létust og sautján særðust í árásum á borgina Kharkív í gær. Ríkisstjórinn á svæðinu segir engin hernaðarleg rök á bakvið árásirnar, aðeins sé um að ræða tilraunir Rússa til að hræða íbúa og eyðileggja innviði. Rússar segjast hafa um 8 þúsund stríðsfanga í haldi í Donbas. Aðstoðarforsætisráðherra Krím, valinn af Rússum, segir Azov-haf tapað Úkraínumönnum að eilífu. Þá segja aðrir embættismenn Rússa í Úkraínu að svæðin umhverfis Kherson og Zaporizhzhia aldrei aftur munu verða á forræði stjórnvalda í Kænugarði. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir samvinnu Kína við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu áhyggjuefni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Úkraínumenn segjast þurfa langdrægari vopn en átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð vera orðin nokkurs konar einvígi með stórskotaliði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa munu ekki hernema allt Luhansk-hérað á næstu dögum. Þetta segir formlegur ríkisstjóri héraðsins en Rússar hafa þegar náð næstum öllu héraðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Ekki væri hægt að treysta Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Ekki væri hægt að semja við krókódíl á meðan hann væri að éta á manni fótinn. Úkraínskir sjálfboðaliðar, lítt þjálfaðir og illa búnir varaliðshermenn, sem fluttir hafa verið á víglínurnar í Austur-Úkraínu, telja sig hafa verið yfirgefna og hafa jafnvel yfirgefið stöður sínar. Úkraínski herinn hefur verið undir miklum þrýstingi í Donbas og víðar undanfarna daga og hafa sjálfboðaliðar verið notaðir til að fylla upp í götin á varnarlínum Úkraínumanna. Yfirvöld í Úkraínu hafa viðurkennt að Rússar hafi nú yfirhöndina í átökunum í austurhluta landsins. Úkraínuher hafi hörfað til baka frá sumum varnarlínum sínum. Ríkisstjóri Luhansk segir aðeins um 5 prósent svæðisins enn á valdi Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa umkringt borgirnar Severodonetsk og Lyschansk. Að minnsta kosti níu létust og sautján særðust í árásum á borgina Kharkív í gær. Ríkisstjórinn á svæðinu segir engin hernaðarleg rök á bakvið árásirnar, aðeins sé um að ræða tilraunir Rússa til að hræða íbúa og eyðileggja innviði. Rússar segjast hafa um 8 þúsund stríðsfanga í haldi í Donbas. Aðstoðarforsætisráðherra Krím, valinn af Rússum, segir Azov-haf tapað Úkraínumönnum að eilífu. Þá segja aðrir embættismenn Rússa í Úkraínu að svæðin umhverfis Kherson og Zaporizhzhia aldrei aftur munu verða á forræði stjórnvalda í Kænugarði. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir samvinnu Kína við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu áhyggjuefni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira