Hrun í tekjuhlutdeild íslenskrar tónlistar Eiður Þór Árnason skrifar 3. júní 2022 11:28 Bríet átti mest streymda lag seinasta árs á Spotify hérlendis og næst vinsælustu plötuna. Vísir/Hulda Margrét Samanlagðar tekjur íslenskra tónlistarrétthafa af plötusölu og streymi hækkuðu um 5% milli 2020 og 2021. Aukast þær nú fjórða árið í röð en fyrir það mældist sjö ára samfelldur tekjusamdráttur. Þrátt fyrir aukninguna hefur hlutdeild íslenskrar tónlistar minnkað á hverju ári og er nú lægri en nokkru sinni fyrr. Enn vantar mikið upp á að tekjur af sölu tónlistar nálgist það sem sást fyrir tilkomu ólöglegs niðurhals og streymisveitna sem hafa grafið stórlega undan plötusölu. Í því samhengi voru sölutekjur innlendra tónlistarétthafa á seinasta ári aðeins fjórðungur af þeim tekjum sem þeir fengu árið 2006 að raunvirði. Þetta kemur fram í nýrri markaðsskýrslu Félags hljómplötuframleiðenda (FHF) fyrir árið 2021. Með innlendum tónlistarrétthöfum er bæði átt við útgáfufyrirtæki á borð við Öldu Music og minni útgáfufélög einstakra tónlistarmanna sem gefa sína tónlist út sjálfir. Í tölunum sést greinilega hvernig tónlistarstreymisveitur, með Spotify í fararbroddi, hafa gjörbreytt íslenskum tónlistarmarkaði. Eftir nær stöðugan samdrátt í plötusölu hefur streymi nær alveg tekið yfir og stendur nú undir um 90% af þeim tekjum sem skapast á Íslandi vegna einkaneyslu á hljóðritaðri tónlist. Spotify var með 97% af heildarstreymi á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt greiningu FHF. Í skýrslunni er heildartónlistarsala 2021 metin á um 1,12 milljarða króna. Að nafnvirði er það mesta sala hljóðritaðrar tónlistar á Íslandi en að raunvirði, þegar tekið er mið af verðlagsþróun, er árið 2021 það söluhæsta frá árinu 2007. Heildarsala íslenskrar og erlendrar tónlistar ársins 2021 nam um 1,12 milljörðum króna. Að nafnvirði er um að ræða allra mestu sölu hljóðritaðrar tónlistar á Íslandi en að raunvirði er árið 2021 söluhæsta árið síðan árið 2007.fhf Velta Spotify á Íslandi hefur margfaldast frá því að þjónutan varð aðgengileg Íslendingum árið 2013. Samkvæmt greiningu FHF færðist jafnvægið milli innlendrar og erlendrar tónlistar í fyrstu nær því sem sást fyrir tíma internetsins en undanfarin ár hefur langstærstur hluti tekjuaukningar tónlistarrétthafa í gegnum Spotify farið til erlendra útgefenda. Hlutdeild íslenskrar tónlistar hrunið úr 84 í 20 prósent Hlutdeild íslenskrar útgáfu í tónlistarsölu jókst mjög mikið á fyrstu árum þessarar aldar að sögn FHF og náði hámarki árið 2012 þegar hún var 84% af heildarsölu. Síðan þá hefur hlutfallið snúist við og var hlutdeild íslenskrar tónlistar í fyrra aðeins 20% af heildarsölu. Hlutfallið var enn lægra ef einungis er horft til Spotify, eða 18%. Hafdís Huld og Alisdair Wright fengu í fyrra tvöfalda platínuplötu fyrir plötuna Vögguvísur. Breiðskífan kom út árið 2012 og var sú vinsælasta á Spotify á Íslandi árið 2021. Alda Music Smávægilegur vöxtur varð í seldum áskriftum að tónlistarveitum hérlendis milli 2020 og 2021. Tekjuaukningin var þó mun meiri, eða um 10%, sem skýrist meðal annars af því að Spotify hækkaði verð á áskriftum snemma á seinasta ári. Sömuleiðis hefur það áhrif á tekjur tónlistarrétthafa þegar fleiri færa sig í tveggja manna eða fjölskylduáskriftir hjá Spotify sem kosta minna en samsvarandi stakar áskriftir. Þróun í tekjum íslenskra tónlistarrétthafa frá árinu 2021.fhf Tuttugu prósenta aukning í íslenskum vínyl Sala á íslenskum geisladiskum og vínyl stóð í stað milli áranna 2020 og 2021 samkvæmt mati FHF. Tæplega 20% aukning varð á sölu innlendra vínylplatna en sala á geisladiskum dróst saman um 23%. Á seinustu árum hefur vinyllinn aftur tekið fram úr sölu á geisladiskum var söluandvirði innlendra vínylplatna um 28,4 milljónir króna á seinasta ári samanborið við 15,5 milljónir í tilfelli geisladiska. Hljómplötur íslenskra listamanna sem gefa út hjá erlendum útgáfufyrirtækjum eru ekki hluti af þessum tölum. Sala á efnislegum eintökum á erlendum hljómplötum jókst um ríflega helming milli ára en veruleg aukning hefur verið í sölu erlendra vínylplatna á undanförnum árum. Sala á vínylplötum samanstendur af 85% verðmæta eintakasölu erlendrar tónlistar á Íslandi. Sala íslenskra hljómplatna er nú annað árið í röð minni en helmingur af heildarsölu CD og vínyls. Mest seldu plötur ársins 2021 á geisladiskum og vínyl voru Mozart & Contemporaries í flutningi Víkings H. Ólafssonar, Syngur lög Jóns Múla með Katrínu Halldóru og Kveðja, Bríet eftir samnefnda tónlistarkonu. Samantekt FHF byggir bæði á gögnum frá aðildarfyrirtækjum og áætluðum tölum. Tónlist Tækni Spotify Kjaramál Tengdar fréttir Spotify hækkar verð um allt að 27 prósent Tónlistarveitan Spotify hefur tilkynnt um verðhækkanir á öllum áskriftarleiðum sínum. Með breytingunum fer venjuleg Premium áskrift úr 9,99 í 10,99 evrur á mánuði, Premium Duo úr 12,99 í 14,99 evrur og Family áskrift sem nýtist allt að sex einstaklingum úr 14,99 í 18,99 evrur á mánuði. 3. febrúar 2021 07:45 Hafdís Huld fær tvöfalda platínuplötu fyrir Vögguvísur Hafdís Huld og Alisdair Wright fengu á dögunum tvöfalda platínuplötu fyrir plötuna Vögguvísur. Vögguvísur kom út árið 2012 og náði fljótlega miklum vinsældum. 24. nóvember 2021 16:30 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Enn vantar mikið upp á að tekjur af sölu tónlistar nálgist það sem sást fyrir tilkomu ólöglegs niðurhals og streymisveitna sem hafa grafið stórlega undan plötusölu. Í því samhengi voru sölutekjur innlendra tónlistarétthafa á seinasta ári aðeins fjórðungur af þeim tekjum sem þeir fengu árið 2006 að raunvirði. Þetta kemur fram í nýrri markaðsskýrslu Félags hljómplötuframleiðenda (FHF) fyrir árið 2021. Með innlendum tónlistarrétthöfum er bæði átt við útgáfufyrirtæki á borð við Öldu Music og minni útgáfufélög einstakra tónlistarmanna sem gefa sína tónlist út sjálfir. Í tölunum sést greinilega hvernig tónlistarstreymisveitur, með Spotify í fararbroddi, hafa gjörbreytt íslenskum tónlistarmarkaði. Eftir nær stöðugan samdrátt í plötusölu hefur streymi nær alveg tekið yfir og stendur nú undir um 90% af þeim tekjum sem skapast á Íslandi vegna einkaneyslu á hljóðritaðri tónlist. Spotify var með 97% af heildarstreymi á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt greiningu FHF. Í skýrslunni er heildartónlistarsala 2021 metin á um 1,12 milljarða króna. Að nafnvirði er það mesta sala hljóðritaðrar tónlistar á Íslandi en að raunvirði, þegar tekið er mið af verðlagsþróun, er árið 2021 það söluhæsta frá árinu 2007. Heildarsala íslenskrar og erlendrar tónlistar ársins 2021 nam um 1,12 milljörðum króna. Að nafnvirði er um að ræða allra mestu sölu hljóðritaðrar tónlistar á Íslandi en að raunvirði er árið 2021 söluhæsta árið síðan árið 2007.fhf Velta Spotify á Íslandi hefur margfaldast frá því að þjónutan varð aðgengileg Íslendingum árið 2013. Samkvæmt greiningu FHF færðist jafnvægið milli innlendrar og erlendrar tónlistar í fyrstu nær því sem sást fyrir tíma internetsins en undanfarin ár hefur langstærstur hluti tekjuaukningar tónlistarrétthafa í gegnum Spotify farið til erlendra útgefenda. Hlutdeild íslenskrar tónlistar hrunið úr 84 í 20 prósent Hlutdeild íslenskrar útgáfu í tónlistarsölu jókst mjög mikið á fyrstu árum þessarar aldar að sögn FHF og náði hámarki árið 2012 þegar hún var 84% af heildarsölu. Síðan þá hefur hlutfallið snúist við og var hlutdeild íslenskrar tónlistar í fyrra aðeins 20% af heildarsölu. Hlutfallið var enn lægra ef einungis er horft til Spotify, eða 18%. Hafdís Huld og Alisdair Wright fengu í fyrra tvöfalda platínuplötu fyrir plötuna Vögguvísur. Breiðskífan kom út árið 2012 og var sú vinsælasta á Spotify á Íslandi árið 2021. Alda Music Smávægilegur vöxtur varð í seldum áskriftum að tónlistarveitum hérlendis milli 2020 og 2021. Tekjuaukningin var þó mun meiri, eða um 10%, sem skýrist meðal annars af því að Spotify hækkaði verð á áskriftum snemma á seinasta ári. Sömuleiðis hefur það áhrif á tekjur tónlistarrétthafa þegar fleiri færa sig í tveggja manna eða fjölskylduáskriftir hjá Spotify sem kosta minna en samsvarandi stakar áskriftir. Þróun í tekjum íslenskra tónlistarrétthafa frá árinu 2021.fhf Tuttugu prósenta aukning í íslenskum vínyl Sala á íslenskum geisladiskum og vínyl stóð í stað milli áranna 2020 og 2021 samkvæmt mati FHF. Tæplega 20% aukning varð á sölu innlendra vínylplatna en sala á geisladiskum dróst saman um 23%. Á seinustu árum hefur vinyllinn aftur tekið fram úr sölu á geisladiskum var söluandvirði innlendra vínylplatna um 28,4 milljónir króna á seinasta ári samanborið við 15,5 milljónir í tilfelli geisladiska. Hljómplötur íslenskra listamanna sem gefa út hjá erlendum útgáfufyrirtækjum eru ekki hluti af þessum tölum. Sala á efnislegum eintökum á erlendum hljómplötum jókst um ríflega helming milli ára en veruleg aukning hefur verið í sölu erlendra vínylplatna á undanförnum árum. Sala á vínylplötum samanstendur af 85% verðmæta eintakasölu erlendrar tónlistar á Íslandi. Sala íslenskra hljómplatna er nú annað árið í röð minni en helmingur af heildarsölu CD og vínyls. Mest seldu plötur ársins 2021 á geisladiskum og vínyl voru Mozart & Contemporaries í flutningi Víkings H. Ólafssonar, Syngur lög Jóns Múla með Katrínu Halldóru og Kveðja, Bríet eftir samnefnda tónlistarkonu. Samantekt FHF byggir bæði á gögnum frá aðildarfyrirtækjum og áætluðum tölum.
Tónlist Tækni Spotify Kjaramál Tengdar fréttir Spotify hækkar verð um allt að 27 prósent Tónlistarveitan Spotify hefur tilkynnt um verðhækkanir á öllum áskriftarleiðum sínum. Með breytingunum fer venjuleg Premium áskrift úr 9,99 í 10,99 evrur á mánuði, Premium Duo úr 12,99 í 14,99 evrur og Family áskrift sem nýtist allt að sex einstaklingum úr 14,99 í 18,99 evrur á mánuði. 3. febrúar 2021 07:45 Hafdís Huld fær tvöfalda platínuplötu fyrir Vögguvísur Hafdís Huld og Alisdair Wright fengu á dögunum tvöfalda platínuplötu fyrir plötuna Vögguvísur. Vögguvísur kom út árið 2012 og náði fljótlega miklum vinsældum. 24. nóvember 2021 16:30 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Spotify hækkar verð um allt að 27 prósent Tónlistarveitan Spotify hefur tilkynnt um verðhækkanir á öllum áskriftarleiðum sínum. Með breytingunum fer venjuleg Premium áskrift úr 9,99 í 10,99 evrur á mánuði, Premium Duo úr 12,99 í 14,99 evrur og Family áskrift sem nýtist allt að sex einstaklingum úr 14,99 í 18,99 evrur á mánuði. 3. febrúar 2021 07:45
Hafdís Huld fær tvöfalda platínuplötu fyrir Vögguvísur Hafdís Huld og Alisdair Wright fengu á dögunum tvöfalda platínuplötu fyrir plötuna Vögguvísur. Vögguvísur kom út árið 2012 og náði fljótlega miklum vinsældum. 24. nóvember 2021 16:30